Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Aðventan í Edinborg

Langar þig til að skreppa í nokkra daga aðventurferð, sitja á kaffihúsum, sötra á jólaglögg og kíkja á mannlífið? Þá er upplagt að heimsækja Edinborg 29. nóvember í 4 nætur.

Edinborg er sérstaklega lífleg og jólaleg á þessum árstíma, skreytt glæsilegum jólaskreytingum en hérna er einnig fallegur jólamarkaður og skautasvell. Fyrir jól er einnig mikið um að vera, tónleikar og ýmsir atburðir í gangi. Edinborg er höfuðborg Skotlands en í borginni búa u.þ.b. 500.000 manns. Edinborgar-kastalinn gnæfir hátt yfir borginni og frá kastalanum niður að Holyrood-höllinni liggur gatan Royal Mile en á henni er að finna margar fallegar byggingar, skemmtilegar verslanir og úrval veitingahúsa. Í ferðinni er gist á Novotel Edinburgh Centre 4* m/morgunmat innifalinn.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið til Edinborgar

29. nóvember / miðvikudagur
Flogið með Wow Air. Flugtak frá Keflavík kl. 06:50, lending í Edinborg kl. 09:25 að staðartíma.
Á flugvelli Edinborgar er tekið á móti farþegum og ekið upp á hótel en aksturinn tekur um 30 mínútur. Gist er á 4* hóteli, Novotel Edinburgh Centre, í 4 nætur með morgunverði inniföldum.

Dagur 2 – Kynnumst Edinborg

30. nóvember / fimmtudagur
Í dag verður boðið upp á kynnisferð um borgina með íslenskum fararstjóra. Þeir sem hafa áhuga á að fara í þessa kynnisferð hitta fararstjórann kl. 11:00 í móttöku hótelsins. Ferðin mun gefa góða mynd af Edinborg og sýnir hversu mikið borgin hefur upp á að bjóða.

Dagur 3 – Frjáls dagur

1. desember / föstudagur
Fyrir þá sem vilja versla þá iðar Princes Garden gatan af lífi, en hún er á milli gamla og nýja bæjarins. Princes Street er aðalverslunargata bæjarins, þar er að finna allar helstu og vinsælustu verslanir Bretlands og í götunum í kring er mikið úrval af veitingahúsum og börum og þá sérstaklega við Rose Street en þar er að finna um 50 pöbba. Af nógu er að taka í menningarlífinu enda alltaf eitthvað í gangi í borginni og mikið úrval af söfnum.
Helstu verslunargötur fyrir utan Princes Street eru North Bridge, George Street og Royal Mile. Helstu verslunarmiðstöðvar í miðborginni eru Waverley Mall og Harvey Nichols – sem er fínni verslun við St. Andrews Square.

Dagur 4 – Frjáls dagur

2. desember / laugardagur
Við höldum áfram að njóta alls þess sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða á aðventunni.

Dagur 5 – Flogið til Íslands

3. desember / sunnudagur
Farþegar eru sóttir snemma um morguninn á hótelið og ekið með þá upp á flugvöll. Flugtak frá Edinborg kl. 10:50, lending í Keflavík kl. 13:30 að staðartíma.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti