Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
  • Kvennaferð - Líkami & Sál í Marokkó

Líkami & Sál í Marokkó

Kvennaferð með Sóleyju Jóhannsdóttur

Jóga – Heilsurækt – Dekur – Nudd - Brimbretti

Sóley Jóhannsdóttir slæst í för með Heimsferðum í þessari einstöku dekurferð til hins leyndardómsfulla lands Marokkó. Sóley mun sjá um að öllum líði sem best meðan á ferðinni stendur og vera með göngur og léttar æfingar á ströndinni auk þess sem áhersla verður lögð á að lifa og njóta í frábærum félagsskap, borða góðan mat og eiga yndislegar samverustundir. Hægt er svo að bóka aukalega frábæra pakka á hótelunum í dekur, nudd og jóga á frábærum verðum. Athugið að bóka þarf þær ferðir hjá Heimsferðum í síma 595 100.

Þetta er einstök 9 nátta ferð þar sem farþegum gefst kostur á að njóta lífsins á einstaklega fallegum hótelum sem standa við strönd Marokkó.  Á hótelunum er frábær aðstaða til að næra sál og líkama í fullkominni slökun, dekri og vellíðan allt eftir því hvað hver og einn kýs. Flogið er í beinu leiguflugi til Agadir í Marokkó.  Fyrstu 6 næturnar er dvalið á hótel Paradis Plage Surf Yoga and Spa Resort sem er sjarmerandi 4* heilsuhótel á ströndinni. Þar er dvalið í „mini“ svítum og er hálft fæði innifalið. Á þessu hóteli er boðið upp á jóga tíma, nudd, tyrknesk böð og fyrir þá sem vilja prófa hæfni sína á brimbretti þá er tækifærið núna þar sem þetta hótel býður upp á kennslu í þeirri íþrótt. Síðari hluta ferðarinnar er dvalið á Royal Atlas hótelinu sem stendur á ströndinni skammt frá borginni Agadir. Royal Atlas er fallegt 4*+ hótel með góðri heilsulind þar sem boðið er upp á nudd, böð og almenna heilsurækt.  

Á svæðunum er einnig að finna flotta golfvelli sem hótelin geta séð um að bóka fyrir farþega.

Ferðatilhögun

Dagur 1 - Flogið til Marokkó

25. október

Flogið í beinu flugi með Primera Air til Agadir. Brottför kl. 08:15, lending í Agadir kl. 13:40 að staðartíma en enginn tímamismunur er í Marokkó og á Íslandi. Ekið frá flugvellinum til Hotel Paradis Plage Surf Yoga and Spa Resort, um 20 km akstur. Gisting og kvöldverður.

Dagur 1-7 - Yoga & Surf

26. október  – 31. október

Dvalið á Hotel Paradise Plage Surf Yoga and Spa****
Paradise Spa hótelið er staðsett við Atlantshafið með beinu aðgengi út á ströndina.  Á hótelinu er falleg heilsu-lind, snyrtistofa, útisundlaug og veitingastaðir. Kjörinn staður til að njóta lífsins og alls hins besta sem hótelið hefur uppá að bjóða í mat drykk og margvíslegri afþreyingu. Það eru tveir veitingastaðir, grillstaður, bar og kaffishús á hótelinu. Einnig er fjölbreytt afþreying í boði eins og jóga tímar, brimbretta kennsla, úrval af slökunarnuddi, tyrkneskt bað og endalaust dekur fyrir líkama og sál. Herbergin á Paradis Plage eru litlar svítur fallega innréttaðar í marokkóskum stíl ásamt svölum eða verönd með útsýni yfir garðinn eða sjóinn. Hálft fæði er innifalið í verði.

Dagur 7 - Ekið til Agadir

31. október

Ekið er frá Taghazout til Agadir (u.þ.b. 20 mín. akstur). Borgin Agadir stendur við hinn fallega Agadir flóa. Agadir er fyrst og fremst sólstrandarstaður og aðal aðdráttaraflið er hin breiða og gullna sandströnd. Hér skín sólin um 300 daga á ári en svæðið er umlukið fjöllum á einn veg og loftslagið því afskaplega milt og þægilegt. Notalegan andvara leggur svo frá hafi hinu megin frá, svo dagarnir verða aldrei of heitir. Strandlengjan í Agadir telur eina 9 kílómetra, en við ströndina er nýleg 6 km löng strandgata sem iðar af mannlífi, en hér er fólk að spóka sig frá morgni til kvölds, á göngu, úti að skokka eða bara sitja og horfa á mannlífið. Á aðra höndina eru veitingastaðir, hótel og barir en á hina liggur breið og falleg ströndin. Sjá nánar um áfangastaðinn Agadir á vefsíðu Heimsferða.

Dagur 7-9 - Dvalið í Agadir

31. október – 3. nóvember

Dvalið á Hotel Royal Atlas Agadir****
Flott 4* hótel staðsett á gullnum sandi Agadir strandarinnar í göngu fjarlægð frá miðbænum. Á hótelinu er heilsulind með fjölbreyttri þjónustu. Inni- og útisundlaugar og góð sólbaðsaðstaða í fallegum garði ásamt sundlaugarbar. Hér eru 4 veitingastaðir, 2 barir, setusofur, og næturklúbbur. Á hótelinu eru 338 loftkæld herbergi með gervihnattarsjónvarpi/ flatskjá, minibar og öryggishólfi. Hárþurrka á baði. Heilsunudd í boði ásamt tyrknesku baði. Í heilsulindinni er æfingasalur og gufubað. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði.

Bættu við ferðina

Jóga 14.000 /mann

Ræktaðu líkama og sál

Tilvalið fyrir alla sem vilja rækta líkama og sál. Jógatímarnir fara fram í jógasetri á ströndinni  þar sem heyra má öldurnar koma að landi. Hér eru gluggar frá gólfi upp í loft og einstaklega sjarmerandi umgjörð fyrir jógaiðkandann. Jógatímarnir eru daglega í 75 mínútur, tvisvar á dag. Kroll Karsten er einn af jógakennurunum, menntaður dansari og jógakennari sem kennir m.a. Yin og Yang jóga.  

Innifalið:
5x75 mín. jógatímar tvisvar á dag.

Brimbretti 18.000 /mann

Sörfaðu við bestu aðstæður

Á fyrsta degi munu sérhæfðir kennarar í brimbrettaskólanum finna út á hvaða stigi þú ert í þessari íþrótt. Hver og einn er settur í prógram og á stað sem hann ræður við. Kennslan er í 90 mínútur í senn alla 5 dagana og allir þátttakendur fá lánað brimbretti og blautbúning að kostnaðarlausu.

Einn aðal kennari brimbrettaskólans heitir Tarik Wahbi og er frá Agadir. Hann þekkir svæðið betur en nokkur annar, hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum brimbrettakeppnum og var á sínum tíma einn af topp 10 brimbrettamönnum Marokkó. Hann hefur þjálfað fólk í þessari íþrótt á ýmsum stöðum, var lengi vel í Frakklandi en er nú kominn á heimaslóðir og sér um brimbrettakennslu á Paradis Plage.

Innifalið:
5x90 mín. brimbrettatímar 

Jóga & dekur 25.000 /mann

Ræktaðu líkama og sál ásamt vellíðan

Tilvalið fyrir alla sem vilja rækta líkama og sál ásamt almennri líkamlegri líðan. Jógatímarnir fara fram í jógasetri á ströndinni  þar sem heyra má öldurnar koma að landi. Hér eru gluggar frá gólfi upp í loft og einstaklega sjarmerandi umgjörð fyrir jógaiðkandann. Jógatímarnir eru daglega í 75 mínútur. Í heilsulindinni er svo unnt að njóta tyrkneskra gufubaða, kornmaskameðferðar ásamt slökunarnuddi, 25 mín. og 50 mín.

Innifalið:
5x75 mín. jógatímar 
2 tyrknesk gufuböð
1 kornmaskameðferð
2 slökunarnudd, 25mín og 50mín.

Brimbretti & jóga 25.000 /mann

Frábær blanda til að ná jafnvægi

Afhverju ekki að prófa að fara á brimbretti og í jógakennslu? Í þessum pakka er boðið upp á 90 mín. brimbrettatíma og 75 mín. jógatíma alla 5 dagana.

Á fyrsta degi munu sérhæfðir kennarar í brimbrettaskóla hótelsins finna út á hvaða stigi þú ert í þessari íþrótt. Hver og einn er settur í prógram og á stað sem hann ræður við. Hægt er að fá lánað brimbretti og blautbúning/ neopreno galla.

Einn aðal kennari brimbrettaskólans heitir Tarik Wahbi og er frá Agadir. Hann þekkir svæðið betur en nokkur annar, hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum brimbrettakeppnum og var á sínum tíma einn af topp tíu brimbrettamönnum Marokkó. Hann hefur þjálfað fólk í þessari íþrótt á ýmsum stöðum, var lengi vel í Frakklandi en er nú kominn á heimaslóðir og sér um brimbrettakennslu á Paradis Plage.

Í jógatímunum gefst okkur tækifæri til að rækta líkama og sál við við góðar aðstæður en jógatímarnir fara fram í jógasetri á ströndinni þar sem heyra má öldurnar koma að landi. Hér eru gluggar frá gólfi upp í loft og einstaklega sjarmerandi umgjörð fyrir jógaiðkandann. Kroll Karsten er einn af jógakennurunum, menntaður dansari og jógakennari sem kennir m.a. Yin og Yang jóga.

Innifalið:
5x75 mín. jógatímar
5x90 mín. brimbrettatímar

Brimbretti, jóga & dekur 38.000 /mann

Njóttu lífsins, taktu allan pakkann!

Fyrir þá sem hafa nóga orku og vilja upplifa allt sem er í boði, þá er þessi pakki frábær enda upplagt að nýta tímann! Farið er í 75 mínútna jógatíma og 90 mínútna brimbrettatíma alla 5 dagana en þess á milli er hægt að fara í slökunarnudd, gufubað eða marrokkóskt skrúbb.

Á fyrsta degi munu sérhæfðir kennarar í brimbrettaskóla hótelsins finna út á hvaða stigi þú ert í þessari íþrótt. Hver og einn er settur í prógram og á stað sem hann ræður við. Allir þátttakendur fá lánað brimbretti og blautbúning að kostnaðarlausu. Einn aðal kennari brimbrettaskólans heitir Tarik Wahbi og er frá Agadir. Hann þekkir svæðið betur en nokkur annar, hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum brimbrettakeppnum og var á sínum tíma einn af topp 10 brimbrettamönnum Marokkó.

Í jógatímunum gefst okkur tækifæri til að rækta líkama og sál við við góðar aðstæður en jógatímarnir fara fram í jógasetri á ströndinni þar sem heyra má öldurnar koma að landi. Hér eru gluggar frá gólfi upp í loft og einstaklega sjarmerandi umgjörð fyrir jógaiðkandann. Kroll Karsten er einn af jógakennurunum, menntaður dansari og jógakennari sem kennir m.a. Yin og Yang jóga.

Í heilsulindinni er svo unnt að njóta tyrkneskra gufubaða, marokkósks skrúbbs ásamt slökunarnudds og eðalnudds.

Innifalið:
5x75mín. jógatímar
5x90 mín. brimbrettatímar
1x tyrkneskt gufubað með ilmolíu (Sensory hammam)
1x50 mín. skrúbb með hefðbundri marókkóskri svartri sápu og gufa („Maroccan Hammam“)
1x25 mín. slökunarnudd
1x25 mín. eðalnudd fyrir bak, háls og axlir – tilvalið til að slaka á eftir brimbrettatíma

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti