Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Maraþon í Dresden & Verslað í Prag

Maraþon 42 km – Hálft maraþon 21 km – 10 km – 5 km 

Heimsferðir í samvinnu við Ívar Trausta Jósafatsson hjá Hreyfiferðum bjóða nú maraþonhlaupaferð til Dresden. Maraþonið „Oberelbe“ sem haldið verður 29. apríl í Dresden, er þekkt fyrir að vera vel skipulagt, skemmtilegt og „hratt“ hlaup en brautin er slétt og því er þetta maraþon upplagt til þess að bæta persónuleg met.

Ólíkt mörgum öðrum skipulögðum maraþonshlaupum er einnig í boði að hlaupa styttri vegalengdir; hálft maraþon, 10 km og 5 km, þannig að ferðin er tilvalin fyrir bæði vana hlaupara sem og þá sem styttra eru komnir í hlaupum. Í verði er innifalið æfingaprógram fram að ferð, leiðsögn um æfingar, næringu, hlaupastíl og fleira.

Flogið er í beinu flugi með Primera Air til Prag og þaðan er ekið beint til Dresden þar sem við gistum fyrstu 2 næturnar. Eftir maraþonið í Dresden er ekið að nýju til Prag þar sem gist er síðustu 2 næturnar. Fyrir utan hlaupið gefst tími til að skoða og njóta sín í tveimur fallegum borgum en í þeim er einnig gott að versla, sérstaklega í Prag sem hefur löngum verið þekkt fyrir að vera góð verslunarborg.

Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að fá á síðunni www.oberelbe-marathon.de eða hjá fararstjóranum, Ívari Trausta Jósafatssyni en hann sér einnig um leiðsögn og æfingaprógram fyrir þátttakendur.

Innifalið: Flug, skattar, innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 3*-4* hótelum í 4 nætur með morgunverði. Rútferðir til/frá flugvelli og á milli Prag og Dresden. Leiðsögn um æfingar/æfingaprógram fram að ferð. Lágmarksþátttaka miðast við 20 manns.

Ekki innifalið: Innritunargjald í hlaup, kvöldverður í Prag og annað sem ekki er tekið fram.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Ferðast til Dresden

27. apríl / föstudagur
Flogið er til Prag um hádegi og lent seinni part dags í Prag. Þaðan förum við í rútu til Dresden en aksturinn tekur um 2 klst. Komið er til Dresden um kvöldmatarleytið og þá munum við koma okkur fyrir á hótelinu þar sem við munum gista næstu 2 nætur.

Dagur 2 – Frjáls dagur í Dresden

28. apríl / laugardagur
Rólegur dagur í Dresden fyrir maraþonhlaupara. Hlaupagögn sótt og þeir sem vilja, geta nýtt daginn í léttar skoðunarferðir á eigin vegum. Við mælum með að þeir sem ætla að hlaupa langar vegalengdir hvíli þennan dag en þeir sem ætla að hlaupa stuttar vegalengdir geta auðvitað farið í verslunarleiðangra og í lengri skoðunarferðir!

Dagur 3 – Hlaupið & Prag

29. apríl / sunnudagur
Hlaupadagur! Eftir hlaupið og hádegismat verður gleðistemming í rútu aftur til Prag þar sem við komum okkur fyrir á 4* hóteli. Sameiginlegur kvöldverður í Prag.

Dagur 4 – Frjáls dagur í Prag

30. apríl / mánudagur
Frjáls dagur í Prag til þess að skoða borgina, versla o.s.frv.

Dagur 5 – Flogið til Íslands

1. maí / þriðjudagur
Frjáls dagur fyrripart dags. Flogið til Keflavíkur seinnipart dags, um kl. 17:00. Komið til Keflavíkur um kvöldmatarleytið.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti