Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Léttganga á Sardiníu

4
Lengd 7 Nætur
Netverð á mann 229.995 kr.
Sjá allar brottfarir
Frá kr. 10 október 2019 229.995 kr.

Helsta einkenni Sardiníu er tær sjórinn og ein hreinasta strandlengja sem Miðjarðarhafið státar af. Ósnortin náttúran skartar sínu fegursta og fjölbreytnin í landslaginu er slík að eyjunni hefur verið líkt við heila heimsálfu. Í þessari gönguferð er gengið um svæði kallað Gallura á norðurhluta eyjunnar. Gengið er eftir stígum og ströndum og við njótum þess að hreyfa okkur út í fallegri náttúrunni á meðan við kynnumst ólíkum stöðum. Miðað er við að ganga að meðaltali 3 tíma á dag og er hæðarmismunur yfirleitt ekki meiri en 300 m, því teljast göngurnar léttar. Þar sem göngurnar eru í styttri kantinum gefst einnig nógur tími til að slaka á og skoða sig um á þessari skemmtilegu eyju.

Brottför frá
 • Keflavík (KEF)
Hápunktar ferðarinnar
 • Steindrangar San Pantaleo
 • Smeralda ströndin
 • Capo Cesario
 • Limbara fjallið
 • Klettaheimur Capo Testa
Og margt fleira...

Ferðatilhögun

Dagur 1
Ferðast til Sardiníu

10. október  – fimmtudagur
Flogið með Neos til borgarinnar Olbia á Sardiníu. Áætlað flugtak kl. 08:30, lending kl. 15:05 að staðartíma.

Dagur 2
Dagur 2 – Capo Cesario

11. október – föstudagur
Fyrsta gangan byrjar í Murta Maria sem er u.þ.b. 20 km fyrir sunnan Olbia. Gengið er eftir sandstígum um afskekktar víkur. Dökkblár sjórinn og bleikir granít klettarnir eru áberandi í landslaginu. Við stefnum á hæsta tindinn þar sem við getum notið útsýnis yfir Figari höfðann og suður hluta Tavolara eyjunnar. Gangan tekur u.þ.b. 3 ½ tíma og hæðarmismunur um 130 m. Þegar göngunni er lokið höldum við til miðbæjar Olbia og heimsækjum eina fallegustu kirkju eyjunnar, basilíku San Simplicio.

Dagur 3
Steindrangar San Pantaleo

12. október – laugardagur
Rétt við  Esmeralda strendurnar er fallegur bær að nafni San Pantaleo sem við ætlum að heimsækja. Gengið er eftir göngustíg sem liggur yfir hrygg, í gegnum  landslag af granítssteini og þéttu kjarri, þar til komið er á aðaltorg bæjarins. Í San Pantaleo göngum við um friðsælar göturnar og meðfram fallegum húsunum. Gangan er u.þ.b. 3 klst og hæðamismunur 200 m. Einnig komum við, við  á stað sem heitir Arzachena þar skoðum við athyglisverða gröf Coddu Vecchju (giant´s grave Coddu Vecchju) en hún er talin frá árunum 1300 – 1800 e.Kr. og gefur okkur vitneskju um trúarbrögð Sardiníubúa fyrr á öldum

Dagur 4
Smeralda ströndin

13. október – sunnudagur
Í dag ætlum við að einbeita okkur að Smeralda ströndinni, paradís milljónamæringanna. Gengið er á ströndinni í u.þ.b. 2 klst á gullnum sandinum, meðfram túrkísbláum sjónum og ilmandi gróðri. Þegar göngunni er lokið, förum við í bíltúr og ökum meðfram lúxus hótelum og stórkostlegum villum í einkaeign. Við endum á að heimsækja bæinn Porto Cervo og kirkjuna Stella Maris sem stendur við fallegt torg bæjarins.

Dagur 5
Limbara fjallið

14. október – mánudagur
Í dag er haldið til stærsta fjallgarðs Norður Sardiníu. Gangan hefst fyrir neðan Punta Balistreri sem er í 1359 m hæð. Gengið er eftir söndugum stígum í gegnum granítsteindranga. Útsýnið er hreint út sagt frábært í allar áttir! Gangan tekur u.þ.b. 3 klst og er hæðarmismunur 150 m. Stoppað er í fallegum granít bænum Tempio Pausina þar sem við fáum okkur einn cappuchino. Það er farið í nærliggjandi bæ kallaðan Calangianus þar sem við fáum að sjá og kynnast korkframleiðslu heimamanna og e.t.v. kemur það fólki á óvart hvað hægt er framleiða með korki!

Dagur 6
Klettaheimur Capo Testa

Gengið er á milli granítsteinblokka og þegar útsýni gefst sjáum við til kalksteinsklettanna á Korsíku. Áhugaverð ganga sem leiðir okkur til falins dalsins Valle della Luna (2-3 klst). Stoppað er í heillandi þorpinu Santa Teresa og á fallegri strönd áður en við göngum upp á Palau klettinn þar sem við fáum geggjað útsýni yfir Maddalenu eyjaklasann.

Dagur 7
Frjáls dagur

16. október – miðvikudagur
Við njótum síðasta dagsins að vild. Fararstjórar Heimsferða verða með kynnisferð með hádegisverði inniföldum til Nuoro og Orgosolo. Án efa skemmtileg ferð sem endar með sveitaveislu við opinn eld í skógarrjóðri í útjaðri bæjarins þar sem við kynnumst matarhefðum og bændamenningu eyjaskeggja með eftirminnilegum hætti.

Dagur 8
Flogið heim

17. október – fimmtudagur
Farið verður af stað út á flugvöll Olbia eftir hádegi. Flogið frá Olbia kl. 17:25 með Neos í beinu flugi til Íslands. Komutími í Keflavík kl. 20:05.

Bóka

 • Farþegar

Innifalið í ferðinni

 • Flug & skattar
 • Innritaður farangur, 20 kg.
 • Handfarangur, 5 kg.
 • Gisting í 7 nætur á Hotel Airone 4* með hálfu fæði
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Akstur í allar göngur ásamt staðarleiðsögumanni
 • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið

 • Ferðamannaskattur sem er greiddur beint á hótelið
 • Annað sem ekki er talið upp í ferðalýsingu

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti