Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Léttganga á Sardiníu

4

10. október í 7 nætur

Helsta einkenni Sardiníu er tær sjórinn og ein hreinasta strandlengja sem Miðjarðarhafið státar af. Ósnortin náttúran skartar sínu fegursta og fjölbreytnin í landslaginu er slík að eyjunni hefur verið líkt við heila heimsálfu.

Vilborg Halldórsdóttir
Fararstjóri er: Vilborg Halldórsdóttir

Í þessari gönguferð er gengið um svæði kallað Gallura á norðurhluta eyjunnar. Gengið er eftir stígum og ströndum og við njótum þess að hreyfa okkur út í fallegri náttúrunni á meðan við kynnumst ólíkum stöðum. Miðað er við að ganga að meðaltali 3 tíma á dag og er hæðarmismunur yfirleitt ekki meiri en 300 m, því teljast göngurnar léttar.

Þar sem göngurnar eru í styttri kantinum gefst einnig nógur tími til að slaka á og skoða sig um á þessari skemmtilegu eyju.

Gönguleiðir geta verið færðar um dag eða breytt ef fararstjóri telur þörf á.

Hápunktar ferðarinnar
 • Steindrangar San Pantaleo
 • Smeralda ströndin
 • Capo Cesario
 • Limbara fjallið
 • Klettaheimur Capo Testa
Og margt fleira...

Ferðatilhögun

Dagur 1
Ferðast til Sardiníu
Ferðast til Sardiníu

10. október  – fimmtudagur
Flogið með Neos til borgarinnar Olbia á Sardiníu. Áætlað flugtak kl. 08:30, lending kl. 15:05 að staðartíma.

Dagur 2
Dagur 2 – Capo Cesario
Dagur 2 – Capo Cesario

11. október – föstudagur
Fyrsta gangan byrjar í Murta Maria sem er u.þ.b. 20 km fyrir sunnan Olbia. Gengið er eftir sandstígum um afskekktar víkur. Dökkblár sjórinn og bleikir granít klettarnir eru áberandi í landslaginu. Við stefnum á hæsta tindinn þar sem við getum notið útsýnis yfir Figari höfðann og suður hluta Tavolara eyjunnar. Gangan tekur u.þ.b. 3 ½ tíma og hæðarmismunur um 130 m. Þegar göngunni er lokið höldum við til miðbæjar Olbia og heimsækjum eina fallegustu kirkju eyjunnar, basilíku San Simplicio.

Dagur 3
Steindrangar San Pantaleo
Steindrangar San Pantaleo

12. október – laugardagur
Rétt við  Esmeralda strendurnar er fallegur bær að nafni San Pantaleo sem við ætlum að heimsækja. Gengið er eftir göngustíg sem liggur yfir hrygg, í gegnum  landslag af granítssteini og þéttu kjarri, þar til komið er á aðaltorg bæjarins. Í San Pantaleo göngum við um friðsælar göturnar og meðfram fallegum húsunum. Gangan er u.þ.b. 3 klst og hæðamismunur 200 m. Einnig komum við, við  á stað sem heitir Arzachena þar skoðum við athyglisverða gröf Coddu Vecchju (giant´s grave Coddu Vecchju) en hún er talin frá árunum 1300 – 1800 e.Kr. og gefur okkur vitneskju um trúarbrögð Sardiníubúa fyrr á öldum

Dagur 4
Smeralda ströndin
 Smeralda ströndin

13. október – sunnudagur
Í dag ætlum við að einbeita okkur að Smeralda ströndinni, paradís milljónamæringanna. Gengið er á ströndinni í u.þ.b. 2 klst á gullnum sandinum, meðfram túrkísbláum sjónum og ilmandi gróðri. Þegar göngunni er lokið, förum við í bíltúr og ökum meðfram lúxus hótelum og stórkostlegum villum í einkaeign. Við endum á að heimsækja bæinn Porto Cervo og kirkjuna Stella Maris sem stendur við fallegt torg bæjarins.

Dagur 5
Limbara fjallið
Limbara fjallið

14. október – mánudagur
Í dag er haldið til stærsta fjallgarðs Norður Sardiníu. Gangan hefst fyrir neðan Punta Balistreri sem er í 1359 m hæð. Gengið er eftir söndugum stígum í gegnum granítsteindranga. Útsýnið er hreint út sagt frábært í allar áttir! Gangan tekur u.þ.b. 3 klst og er hæðarmismunur 150 m. Stoppað er í fallegum granít bænum Tempio Pausina þar sem við fáum okkur einn cappuchino. Það er farið í nærliggjandi bæ kallaðan Calangianus þar sem við fáum að sjá og kynnast korkframleiðslu heimamanna og e.t.v. kemur það fólki á óvart hvað hægt er framleiða með korki!

Dagur 6
Klettaheimur Capo Testa
Klettaheimur Capo Testa

Gengið er á milli granítsteinblokka og þegar útsýni gefst sjáum við til kalksteinsklettanna á Korsíku. Áhugaverð ganga sem leiðir okkur til falins dalsins Valle della Luna (2-3 klst). Stoppað er í heillandi þorpinu Santa Teresa og á fallegri strönd áður en við göngum upp á Palau klettinn þar sem við fáum geggjað útsýni yfir Maddalenu eyjaklasann.

Dagur 7
Frjáls dagur
Frjáls dagur

16. október – miðvikudagur
Við njótum síðasta dagsins að vild. Fararstjórar Heimsferða verða með kynnisferð með hádegisverði inniföldum til Nuoro og Orgosolo. Án efa skemmtileg ferð sem endar með sveitaveislu við opinn eld í skógarrjóðri í útjaðri bæjarins þar sem við kynnumst matarhefðum og bændamenningu eyjaskeggja með eftirminnilegum hætti.

Dagur 8
Flogið heim
Flogið heim

17. október – fimmtudagur
Farið verður af stað út á flugvöll Olbia eftir hádegi. Flogið frá Olbia kl. 17:25 með Neos í beinu flugi til Íslands. Komutími í Keflavík kl. 20:05.

Bóka

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Innifalið í ferðinni

 • Flug & skattar
 • Innritaður farangur, 20 kg.
 • Handfarangur, 5 kg.
 • Gisting í 7 nætur á Hotel Airone 4* með hálfu fæði
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Akstur í allar göngur ásamt staðarleiðsögumanni
 • Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið

 • Ferðamannaskattur sem er greiddur beint á hótelið
 • Annað sem ekki er talið upp í ferðalýsingu

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti