Jógaferð til Andalúsíu með Auði Bjarnadóttur

4

Heimsferðir bjóða aftur upp á hina vinsælu jógaferð með Auði Bjarnadóttur jógakennara.

Í þetta skiptið verður haldið upp í fjallaþorp í Andalúsíu þar sem gefst tækifæri á að rækta líkama og sál í heillandi umhverfi.

Í ferðinni verður boðið upp á morgunjóga, síðdegisjóga, hugleiðslu og slökun. Einnig verður farið í léttar göngur um fallegt nágrennið. Jafnframt verður boðið upp á fræðslu um jógafræðin og leiðir til að finna vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi.

Þá er áhugaverð dagsferð innifalin í verði ferðarinnar. Í henni er lífrænn búgarður heimsóttur rétt fyrir utan bæinn Ronda. Þar munum við ganga um fallegt svæðið og skoða m.a. ræktun jurta og framleiðslu hunangs. Boðið verður upp á hádegisverð á búgarðinum sem samanstendur af miðjarðarhafsréttum sem eldaðir eru með matvörum, framleiddum með umhverfisvænum gildum, á búgarðinum og í næsta nágrenni. Einnig verður bærinn Ronda heimsóttur. Bærinn er frægur á heimsvísu enda ekki oft sem maður sér bæ klofinn í tvennt af 100 metra hárri gjá. Við gefum okkur tíma til þess að njóta lífsins í þessum skemmtilega bæ, kíkja á kaffihús, skoða varning sérverslana eða bara rölta um bæinn og kynnast lífi heimamanna. 

Í ferðinni er gist á glæsilegu 4* hóteli sem stendur rétt fyrir utan fjallaþorpið Grazalema
Hotel Fuerte Grazalema - https://www.fuertehoteles.com/hotel/fuerte-grazalema/el-hotel/ 
Hótelið er einstakt og tilvalið fyrir ferð sem þessa, sjarmerandi hótel í einstöku umhverfi náttúrufegurðar og kyrrðar.    

Ferðatilhögun m.v. minnst 16 manna þátttöku.

Hápunktar ferðarinnar
 • Einstakt hótel umvafið náttúru og kyrrð
 • Auður Bjarnadóttir býður upp á frábæra jógatíma, hugleiðslu og fræðslu
 • Morgunverður alla daga og 3 kvöldverðir innifaldir
 • Kynnisferð á lífrænan búgarð og til hins fræga bæjar Ronda
Og margt fleira...

Auður Bjarnadóttir

Auður Bjarnadóttir er jógakennari með mikla reynslu.

Hún er eigandi Jógasetursins þar sem hún hefur kennt fjölbreytt jóga í 20 ár. Hún státar af mörgum kennaraprófum í jóga, þ.á.m. Hatha/Ashtanga-jóga, Kundalini-jóga ásamt Yoga Nidra og Yoga Therapíu.

Auður elskar að kenna en lítur einnig á sig sem eilífan nemanda í jóga og í listinni að lifa lífinu lifandi.

Jógaferð til Andalúsíu

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Innifalið í ferðinni

 • Flug og skattar
 • 23 kg taska og handfarangur
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Gisting á 4* hótelinu Fuerte Grazalema
 • Morgunverður
 • 3 kvöldverðir
 • Dagskrá Auðar Bjarnadóttur í jóga, hugleiðslu og fræðslu
 • Dagsferð til Ronda með hádegisverði

Ekki innifalið

 • Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu
Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti