Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Hreyfiferð - Jóga á Krít

5

Jóga á Krít

Í þessari ferð mun Auður Bjarnadóttir bjóða upp á fjölbreytt jóga, hugleiðslu og slökun kvölds og morgna undir berum himni. Auður hefur mikla reynslu í jógafræðum og kennslu, hefur rekið jógasetrið í mörg ár og státar af ýmsum kennaraprófum í jóga, þar á meðal Hatha/Ashtanga-jóga, Kundalini-jóga ásamt Yoga Nidra og Yoga Therapíu.

Einnig mun Guðrún Þorsteinsdóttir, fararstjóri Heimsferða á Krít, vera gestakennari í þessari ferð en hún mun bjóða upp á tíma í tónheilun.

Í ferðinni er dvalið á fallegu 5* hóteli sem heitir Aloe Boutique Suites. Hótelið er staðsett á Almyrida svæðinu, u.þ.b. 22 km fyrir austan Chania. Aloe Boutique Suites er eingöngu fyrir fullorðna (16+) og einblínir hótelið á að gestir njóti sín í fallegu og rólegu umhverfi. Öll sameiginleg aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar og er hótelið tilvalið fyrir afslöppun og dekur.

Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu, góðum mat og yndislegum eyjaskeggjum! Í þessari ferð gefst tækifæri á að rækta líkama og sál við frábærar aðstæður. Fallegar strandlengjur, kristaltær sjórinn, kyrrðin og góða veðrið er tilvalin umgjörð um ferð sem þessa. Fyrir utan prógramm þessarar ferðar er hægt að skoða sig um eyjuna á eigin vegum eða bóka sig í kynnisferðir sem Heimsferðir skipuleggur á Krít (ekki innifalið í verði).

Ferðin er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna, tilvalin ferð fyrir þá sem vilja sporna gegn streitu, hægja á sér og ná tengingu við sjálfan sig.

Innifalið í verði:
Flug, skattar, innrituð 20 kg taska, 5 kg handfarangur, akstur til og frá flugvelli, gisting á 5* hóteli með morgunverði, jóga, hugleiðsla og fræðsla. Íslensk fararstjórn m.v. 16 manna þátttöku.

Ekki innifalið í verði:
Kynnisferðir, annað fæði og það sem ekki er tekið fram í „innifalið“.

 

Aloe Boutique & Suites

  • Fyrir fullorðna
  • Loftkæling
  • Strönd
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Wi-Fi

Aloe Boutique & Suites er falleg 5 stjörnu gisting sem staðsett er austan við Chania í um 22km fjarlægð frá borginni á Almyrida svæðinu. Gistingin er aðeins fyrir 16 ára og eldri.

Hótelið er fallega hannað í björtum og ljósum litum og öll sameiginlega aðstaða til fyrirmyndar. Hótelið einblínir á að veita góða þjónustu og að gestir njóti sín í fallegu og rólegu umhverfi. Tilvalið fyrir afslöppun og dekur.

Herbergin eru falleg og björt og með öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, ókeypis nettengingu, kaffivél, baðherbergi með sturtu ásamt baðsloppum og hárþurrku.

Á hótelinu er að finna góðan veitingastað ásamt snakkbar, bar og sundlaugarbar.

Góð sundlaug er á hótelinu en auk þess er hótelið með einkaströnd við sjóinn (gegn gjaldi) þar sem hægt er að leigja bekki (gegn gjaldi).

Góður líkamsræktarsalur er á hótelinu auk aðstöðu þar sem hægt er að bóka nudd og aðrar meðferðir.

Hótelið er við Almeryda strandbæinn sem er lítill og kósý bær með flottri strönd. 

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Góð og falleg gisting í rólegu umhverfi við Almyrida ströndina.

Um gistinguna
Aðeins fyrir fullorðna
Bar
Byggingarár 2017-18
Fjarlægð frá flugvelli 31 km
Fjarlægð frá miðbæ 5 km Kalives
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna 200 m Almyrida
Fjarlægð frá strönd 100 m
Fjöldi herbergja/íbúða 57
Fjöldi hæða 2
Handklæðaskipti, oft í viku 2
Hárblásari/Hárþurrka
Heilsulind/Spa
Líkamsræktaraðstaða
Loftkæling
Móttaka Já, allan sólarhringinn
Nudd Já, gegn gjaldi
Sauna Já, gegn gjaldi
Sími
Sjónvarp í herb/íbúð
Skipt á rúmum, oft í viku 2
Snarlbar
Strandhandklæði
Sundlaug
Sundlaugarbar
Veitingastaður
WiFi Frítt
Þrif, oft í viku 7
Öryggishólf

Opinber stjörnugjöf
5 stjörnur

Vefsíða
https://www.aloesuites.gr/Deila núverandi vefslóð með tölvupósti