Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Hvítu Þorpin

0
Lengd 7 Nætur
Frá kr. 11 júní 2020 219.995 kr.
Sjá allar brottfarir

Gönguferð um Hvítu Þorpin

Jimera de Líbar – Montejaque – Grazalema – Genalguacil – Ronda

11. júní í 7 nætur

Gönguferð um fjalllendi Málaga og Cádiz á Spáni. Við kynnumst hinum hvítu þorpum í göngum okkar um fallegt landslag Andalúsíu, en um er að ræða þorp með litlum húsum í andalúsískum stíl sem öll eru hvítmáluð með kalki til varnar hita á sumrin. Gengið er í 3-6 tíma á dag og flokkast göngurnar undir léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi. Gist er í Ronda í 7 nætur á sjarmerandi 4ra stjörnu hóteli, Catalonia Reina Victoria (með morgunverði inniföldum). Frá Ronda er farið í dagsferðir þar sem þorp í nágrenninu eru heimsótt: Grazalema, Jimera de Libar, Montejaque og Genalguacil eru m.a. þorp sem við munum heimsækja fyrir utan Ronda. 

Það sem gerir þessa ferð sérstaka fyrir utan fegurð og sjarma þessa svæðis er að ekki er farið með stóra hópa (minnst 12 manns og mest 20 manns). Í öllum göngunum í Ronda er einnig boðið upp á veglega hressingu sem er innifalin í verði.  Fyrir utan íslenskan fararstjóra eru einnig frábærir staðarleiðsögumenn með í för þannig að það má segja að þetta sé sannkölluð lúxus gönguferð!

Athugun:
Gönguleiðir geta verið færðar um dag eða breytt ef fararstjórar telja þörf á.
Hægt er að lengja dvöl á ferð á hóteli á Costa del Sol svæðinu ef áhugi er fyrir hendi.

 

Brottför frá
 • Keflavík (KEF)
Hápunktar ferðarinnar
 • Hressing í öllum göngum
 • Þaulvanir fararstjórar
 • Fallegt landslag
 • Glæsilegt hótel með frábæru útsýni
Og margt fleira...

Ferðatilhögun

Dagur 1
Ferðast til Ronda
Ferðast til Ronda

11. júní  – fimmtudagur

Flogið í beinu flugi til Malaga á Spáni. Flugtak í Keflavík kl. 07:15, lent í Malaga kl. 13:45. Frá Malaga til Ronda eru um 102 km og tekur um 1,5 klst. að aka þangað. Ronda er afar fallegur bær með u.þ.b. 36.000 íbúa.  Bærinn er einn þekktasti fjallabær Málaga en 100 metra há gjá klýfur bæinn í tvennt. Einnig er nautaatshringur Ronda talinn einn af elstu og merkustu nautaatshringjum Spánar. Þegar innritun á hóteli er lokið er farið er með fararstjóra í stutta kynnisferð um bæinn.

Dagur 2
Jimera de Líbar
Jimera de Líbar

12. júní – föstudagur

Við ökum af stað til Benaoján en þar ætlum við að byrja gönguna í dag. Aksturinn tekur um 20 mín. Gangan í dag er í léttari kanntinum, hækkun er á bilinu 400 – 500 m. og lengd göngunnar 12 -15 km. Gengið er um skógi vaxið svæði í grennd við ána Guadiaro og á leiðinni sjáum við hvít þorpin í hlíðum nærliggjandi fjalla. Gangan endar við þorpið Jimera de Líbar en þar mun rútan ná í okkur.

Dagur 3
Montejaque
Montejaque

13. júní – laugardagur

Við byrjum daginn með góðum morgunverði og ökum síðan af stað í næstu göngu (30 mín. akstur). Gangan er að hluta til hringur en gengið er í 14 km og er hækkun / lækkun +/- 450 m. Gengið er um dalinn „Gaduares“ og liggur gangan m.a. í gegnum korkeikarakur. Gangan endar í hinu fallega þorpi „Montejaque“.

Dagur 4
El Tajo
El Tajo

14. júní – sunnudagur

Ronda stendur fyrir ofan 100 m háa gjá sem heitir El Tajo. Yfir El Tajo er stórkostleg brú kölluð „Puente Nuevo“ eða nýja brúin, þó svo að hún hafi verið byggð á 18.öld! Í dag höldum við í göngu í næsta nágrenni Ronda því við ætlum að ganga niður í gjána. Gangan er 6- 8 km og kölluð „Ruta de las Murallas de Ronda y los Molinos de Tajo“. Hún er meðalerfið, tekur 3-4 klst. og er hækkun / lækkun á bilinu 600 – 750 m. Við klárum gönguna aftur í Ronda.

Dagur 5
Genalguacil
Genalguacil

15. júní – mánudagur

Eftir morgunmat höldum við til þorpsins Alcatocín (40 mín). Við ætlum að ganga frá þorpinu, sem stendur í 725 m hæð, til Genal árinnar með viðkomu í bænum Benarrabá. Frá Benarrabá liggur leiðin niður bratta (315 m), þaðan fylgjum við ánni Genal þar til rútan mætir okkur og fer með okkur í þorpið Genalguacil. Í því búa aðeins 600 manns en sérstæða þorpsins er án efa ýmis listaverk sem skreyta þorpið. Ástæðan fyrir því er að þorpsyfirvöld hafa frá 1994 tekið á móti völdum listamönnum, boðið þeim ókeypis fæðu og húsnæði í skiptum við að skilja listaverk eftir á listasafni þorpsins eða í sjálfum bænum. Því má segja að bærinn sé listasafn undir berum himni! Gengnir eru 12 – 15 km og er gangan talin létt / meðalerfið. Komið við á veitingastað eftir göngu (hádegisverður ekki innifalinn í verði) áður en rölt er um listamannaþorpið.

Dagur 6
Grazalema
Grazalema

16. júní / þriðjudagur

Við ætlum að ganga í næsta nágrenni við þorpið Grazalema í dag (45 mín. akstur). Í Grazalema búa um 2.000 manns og er bærinn í 800 m hæð umkringdur fjöllum allt í kring. Þetta náttúrsvæði hefur verið á heimsminjaskrá Unesco síðan 1977. Genginn er hringur sem kallaður er „Las Presillas el Puerto del Boyar“ en gengið er á fjallastíg í kringum gilið Peñón del Grazalema. Hækkun er á bilinu 850 m. til 1.250 m. og er lengd göngunnar 9 -12 km. Gangan er talin miðlungserfið og tekur u.þ.b. 5 klst. Eftir gönguna verður stoppað í bænum og komið við á veitingastað (hádegisverður ekki innifalinn í verði).

Dagur 7
Ronda
Ronda

17. júní – miðvikudagur

Það er upplagt að hafa frjálsan tíma þennan síðasta dag í Ronda til þess að njóta sín í þessum fallega bæ! Hægt er að rölta um bæinn eða njóta aðstöðunnar sem hótelið hefur upp á að bjóða. Liggja við sundlaugarbakkann, njóta fjallasýnarinnar frá veröndinni eða panta sér dekur í heilsulindinni.

Dagur 8
Flogið heim
Flogið heim

18. júní – fimmtudagur

Við höldum af stað snemma morguns frá Ronda til Malaga. Flugtak frá Malaga kl. 14:35, lent í Keflavík kl. 17:15.

Bókaðu hér

 • Farþegar

Innifalið í ferðinni

 • Flug, skattar
 • 20 kg. taska og 5 kg handfarangur
 • Gisting í 7 nætur á 4* hótelinu Catalonia Reina Victoria í Ronda með morgunverði
 • Akstur til og frá flugvelli og akstur í allar göngur
 • Íslensk fararstjórn og enskumælandi fjallaleiðsögumaður í göngum.
 • Boðið er upp á hressingu í öllum göngunum.

Ekki innifalið

 • Þjórfé (til staðarleiðsögumanna, bílstjóra eða annarra sem þjónusta hópinn) og annað sem ekki er talið upp í liðnum „innifalið“.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti