Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Hreyfing á Tenerife

Vegna vinsælda á síðustu hreyfiferð til Tenerife undir fararstjórn Ívars Trausta Jósafatssonar, ætlum við að bjóða upp á hreyfiferðir til Tenerife 28. febrúar og 7. mars í 7 nætur!

Um er að ræða fjölbreyttar ferðir þar sem lögð er áhersla á hlaup, hjólreiðar og þríþraut.

Flogið er í beinu flugi með Primera Air til Tenerife og gist á Hotel Best Jacaranda, vel staðsettu og snyrtilegu 4* hóteli m/hálft fæði innifalið. Hotel Best Jacaranda er staðsett 500 metra frá Fanabé ströndinni með auðveldu aðgengi að götum beint úr bænum fyrir hjólara og einnig með auðveldu aðgengi á góða utanvegaslóða fyrir hlaupara. Á hótelinu eru 2 glæsilegir sundlaugargarðar, sundlaugarbarir og boðið er upp á skemmtidagskrá og diskótek öll kvöld. Herbergin eru öll vel búin og smekklega innréttuð með svölum eða verönd.

Innifalið í ferðinni er æfingaprógram fram að ferð og eftir/í ferð, þjálfun og æfingar í ferð, leiðsögn og fyrirlestrar, æfingar, styrktaræfingar, foam flex, teygjur og fleira. Ferðin hentar því öllum, vönum sem algjörum byrjendum hvort sem átt er við hlaup, hjól, þríþraut eða almenna hreyfingu því boðið verður upp á æfingar fyrir mismunandi getustig.

Þessi ferð er því tilvalinn fyrir alla sem vilja nýta fríið í hreyfingu en einnig njóta sín á góðu hóteli á fallegum stað eins og Tenerife er. 

Innifalið: Flug, skattar, innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. Æfingaprógram fyrir og í ferð, leiðsögn og fyrirlestrar. Gisting á 4* Hotel Best Jacaranda m/hálft fæði innifalið.

Ekki innifalið: Rútuferðir til og frá flugvelli, flutningur, leiga og annað sem viðkemur hjólum.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið til Tenerife

28. febrúar / miðvikudagur
Flogið er til Tenerife í beinu flugi með Primera Air. Brottför frá Keflavík kl. 08:30, lent í Tenerife kl. 14:05. Við komum okkur fyrir á hótelinu og þeir sem vilja geta byrjað á hlaupi eða hjólaferð seinni partinn. Kvöldverður á hóteli innifalinn.

Dagur 2-7 – Dagskrá ferðar

1.–6. mars / fim-mán
Alla daga geta farþegar valið í hvaða æfingum þeir ætla að taka þátt í á hverjum degi. Daglega eru í boði 2 hjólaferðir, ein erfiðari og ein auðveldari (getustig A og B). Einnig er daglega í boði 1-2 hlaupaæfingar, styrktaræfingar, teygjur, o.fl. Allar æfingar eru valfrjálsar en venjan er að nýta þær vel, enda tilgangur ferðarinnar að njóta samtímis þess að æfa vel. Æfingaprógram fram að ferð hjálpar þeim sem eru byrjendur sem gott er að nýta til þess að vera kominn í réttan gír fyrir ferðina! Allir ættu því að geta fundið sér hreyfingarprógram við sitt hæfi. Í boði verða 1-2 fyrirlestrar sem auglýstir verða með góðum fyrirvara.

Dagur 8 – Flogið til Íslands

7. mars / þriðjudagur
Eftir morgunmat á hótelinu pökkum við niður í töskur og höldum út á flugvöll. Brottför frá Tenerife kl. 15:05, komutími til Keflavíkur kl. 20:35.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti