Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Gönguferð - Cinque Terre

3

Italía – Cinque Terre – Lago Maggiore
Vinsælasta gönguferð Heimsferða !
29. ágúst – 9.september

Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir

Gönguferðir  um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu,  á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu.  Cinque Terre  heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum  hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þarna mynda fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum  fiskibátum og þröngum  strætum  mjög sérstaka stemmningu.

Á milli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar  og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum.  Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur.  Gengið er í um 4–6 tíma á dag  og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar  og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Netverð á mann:
249.995.- á mann í tvíbýli
298.995.- á mann í einbýli
Verð miðast við lágmarks þátttöku 16 manns 

Hápunktar ferðarinnar
 • Íslensk fararstjórn
 • Gisting á 3 – 4* hótelum í 11 nætur
 • Ganga - Monterosso til Levanto
 • Ganga - Monterosso til Verazza
 • Ganga - Vernazza til Cornigla
 • Ganga - Corniglia til Volastra og þaðan til Manarola
 • Ganga – Riomaggiore til Portovenere
 • Dvalið við Maggiore vatnið í 2 daga
Og margt fleira...

Bóka ferð

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Innifalið í ferðinni

 • Flug,skattar
 • Innritaður farangur 20kg og 5kg handfarangur
 • Akstur samkvæmt ferðalýsingu
 • Gisting í 1 nótt í Mílanó með morgunverði
 • Gisting í 7 nætur á 3* hóteli í Monterosso með morgunverði
 • Gisting í 3 nætur á 3 – 4* hóteli við Maggiore vatnið með morgunverði
 • 3 kvöldverðir á hótel Marina Monterosso

Ekki innifalið

 • Bátsferðir
 • Ökuferðir
 • Ferðir með kláfum
 • Valfrjálsar kynnisferðir
 • Aðgangseyri að söfnum
 • Annað sem ekki er talið upp í leiðarlýsingu

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti