Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Hreyfiferð - Gönguferð á Madeira

0
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Gönguferð á Madeira

Gönguferð er skemmtilegur valkostur fyrir þá sem vilja hreyfa sig og sjá nýja staði og fjölbreytt landslag. Ferðir sem slíkar sameina heilsusamlega útivist í nýju og framandi umhverfi og gefa fólki innsýn í líf og staðarhætti upp til sveita.

Í þessari ferð verður farið í 6 göngur á ýmsum stöðum á eyjunni. Farið verður í eina kynnisferð um höfuðborgina Funchal en einnig eru 2 frídagar sem hver og einn getur skipulagt að eigin vild. Miðað er við að sjálfar göngurnar taki á bilinu 3 - 5 tíma en gengnir eru u.þ.b. 7 til 12 km á dag.

Gönguferðirnar á Madeira eru yfirleitt farnar á þægilegum stígum umvöfðum litríkum gróðri og blómaangan en gjarnan er gengið með fram gömlum árveituskurðum sem heimamenn nefna „Levadas“. Hluti af þessum árveituskurðum eru allt frá 16. öld og voru þeir notaðir til að flytja regnvatn frá fjöllunum í norðri til suðurhlutans sem er mun sólríkari og þurrari en sá nyrðri.

Göngurnar eru fjölbreyttar og ýmist er gengið með fram rennandi lækjum, um gróðursæla dali með útsýni yfir tignarleg fjöll en einnig kynnumst við landslagi austurhluta eyjunnar þar sem gróðurinn og umhverfið er mjög ólíkt.

Gist er á hótelinu Orquidea (3*) sem er staðsett í miðbæ Funchal í 14 mínútna göngufjarlægð frá strandlínunni.

„Gönguferð á Madeira“ er án efa spennandi valkostur til þess að kynnast þessari fallegu eyju.

 

Innifalið: Flug og skattar, innrituð 20 kg taka, 5 kg. handfarangur. Gisting á 3 stjörnu hóteli með morgunverði. Rútuferðir til og frá flugvelli og í allar gönguferðir. Fylgd fararstjóra í allar gönguferðir. Kynnisferð um borgina Funchal. Íslensk fararstjórn miðuð við lágmarksþátttöku 16 manns.

Ekki innifalið: Annað sem ekki er tekið fram.

Ath! Verð er miðað lágmarksþátttöku 16 manns. Ferðatilhögun er birt með fyrirvara. Heimsferðir áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrirrúmi.Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið til Madeira

15. apríl / miðvikudagur

Beint flug til eyjunnar Madeira sem tilheyrir Portúgal. Flugtak kl. 08:30, lending kl. 15:25 að staðartíma. Frá flugvellinum til hótelsins eru u.þ.b. 20 km. akstur. Gist er á 3* hótelinu Do Carmo í 9 nætur m/morgunverði. Hótelið er vel staðsett í miðbæ Funchal skammt frá ráðhúsinu og aðeins í 14 mínútna göngufjarlægð frá strandlínunni. Á veitingastað hótelsins geta gestir notið matreiðslu heimamanna en á hótelinu er einnig bar þar sem boðið er upp á snarl og drykki. Á þaki hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða þar sem hægt er að hvíla lúin bein eftir langar göngur!

Dagur 2 – Kynnumst Funchal

16. apríl / fimmtudagur

Í dag ætlum við að fara í fyrstu skipulögðu gönguna okkar. Við ökum í þetta skiptið til „Maroços“ þar sem við ætlum að ganga í dölunum í kring um bæinn Machico. Svæðið er einstaklega fallegt enda er það þekkt fyrir blómadýrð sína, en hérna eru e.t.v. þúsundir af mismunandi blómategundum. Gangan byrjar í Marocos og endar í „Ribeira Seca“, um er að ræða 9 km göngu sem tekur ekki nema u.þ.b. 2,5 klst. en gangan er talin auðveld til meðalaerfið (hækkun/lækkun 0)

Dagur 3 – Kynnisferð um Funchal.

17. apríl / föstudagur

Við byrjum ferðina á að kynnast höfuðborginni Funchal. Eftir morgunverð er haldið af stað í hálfdags kynnisferð um borgina og nágrenni. Í upphafi ferðar er farið í sérstaka útsaumsverksmiðju og fylgst með störfum og handbragði starfsmanna. Því næst er ferðinni heitið á líflegan og ekki síður litríkan markað heimamanna en þar má sjá ótrúlegt úrval blóma, ávaxta og grænmetis í öllum regnbogans litum. Þá er ekið upp í fjöllin til smábæjarins Monte, þar sem við skoðum kirkju staðarins en þaðan er ótrúlegt útsýni yfir borgina. Í lok ferðarinnar gefst farþegum tækifæri á að renna sér niður brekku á tágsleða en það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri gefst (athugið sleðaferðin er ekki innifalin í verði / EUR 16.- á mann). Að lokum er komið við í vínkjallara þar sem farþegum gefst kostur á að bragða hinar ýmsu útgáfur af hinu fræga Madeira víni.

Dagur 4 – Levada do Moinho – Levada Nova (Lombada da Ponto do Sol).

18. apríl / laugardagur

Gangan í dag er tiltölulega stutt, u.þ.b. 2 tíma ganga í gegnum dal þar sem við njótum fallegs útsýnis yfir ræktaðar ekrur og bæinn Lombada da Ponta do Sol (hækkun/lækkun 75 m.).

Dagur 5 – Queimadas – Caldeirao Verde.

19. apríl / sunnudagur

Við byrjum daginn á að aka norður til svæðisins „Queimadas“ en þar er umhverfið virkilega fallegt og margvíslegt. Við göngum í 12 km um skógi vaxið svæði og dali og sjáum á leið okkar litla gíga, fossa en einnig til sjós og fjalla. Gangan tekur u.þ.b. 5 klst og er talin auðveld – meðalerfið (hækkun /lækkun 0).

Dagur 6 – Frjáls dagur í Funchal

20. apríl / mánudagur

Frjáls dagur.

Dagur 7 – Ponta de Sao Lourenco

21. apríl / þriðjudagur

Í dag er stefnan tekin eins langt austur og hægt er. Við ökum til sjávarþorpsins Canical (40 mín. akstur) og þaðan ætlum við að ganga eftir tanganum til „Ponta de Sao Louranco“. Þar sem tanginn er ekki breiður þá sést vel til sjós bæði norðan megin og sunnan megin. Það er skrítið að sjá hvernig brimið kemur með krafti að landi norðan megin en aftur á móti er sjórinn sunnan megin lygndur. Hér er umhverfið allt öðruvísi en við höfum séð í öðrum göngum um eyjuna, hér er gróðurinn lítill og umhverfið stórbrotið, svört strönd, brim og mikill vindur, svolítið eins og að vera komin heim til Íslands! En sunnan megin á tanganum er lyngt og jafnvel hægt að baða sig í túrkísbláum sjónum. Gengnir eru 7,2 km, gangan talin meðalerfið en hún tekur u.þ.b. 4 klst (hækkun/lækkun 450 m.)

Dagur 8 – Vereda do Areeiro – Pico Ruivo

22. apríl / miðvikudagur

Eftir góðan morgunverð höldum við af stað í erfiðustu göngu þessarar ferðar. Við ökum norður til Vereda do Areeiro (1 klst. akstur) og þar ætlum við að fara í göngu í fjöllum Madeira. Gengið er upp á toppinn Pico Ruivo en þegar þangað er komið munum við hvíla okkur og borða nesti. Lengd göngunnar eru 10,5 km (tekur um 4 klst.) en gengið er mikið bæði upp í móti sem sem og niður í móti og er gangan því talin erfið (hækkun 820 m. /lækkun 790 m.). En erfiðið er vel þess virði því að útsýnið á leiðinni er frábært, sérstaklega ef um er að ræða sólríkan dag. Þeir sem treysta sér ekki með í þessa göngu geta notið tímans í Funchal.  

Dagur 9 – Flogið heim

23. apríl / fimmtudagur

Við leggjum af stað upp á flugvöll upp úr hádegi. Flugtími frá Madeira er klukkan 14:45 og komutími í Keflavík kl. 18:40.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti