Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
  • Cinque Terre

Cinque Terre

Cinque Terre
Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir

Cinque Terre er ein vinsælasta gönguferðin! Gönguferðir á svæði sem býr yfir einstakri náttúrufegurð, menningu og sögu.

3. júní - 10. júní
10. júní - 17. júní 

Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þarna mynda fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum fiskibátum og þröngum strætum, mjög sérstaka stemmningu.

Á millli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðjagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4–6 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Innifalið: Flug, taska, skattar, gist er á góðu 3* hóteli með morgunverðarhlaðborði. Þrír kvöldverðir. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 14 manns.

Ekki innifalið: Bátsferðir, valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint að ofan.

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flogið frá Íslandi til Ítalíu

Flug  með Icelandair til Malpensa á Ítalíu. Flugtak kl 13:55, lending kl 19:40 að staðartíma.

Frá Malpensa  til Monterosso er um 290  km og tekur um 3,5 tíma að aka þangað. Monterosso er eitt af þorpunum í Cinque Terre. Gisting á   góðu 3* hóteli, Hotel Marina, í 7 nætur. 

Dagur 2 – Monterosso & nágrenni

Við byrjum á rólegu nótunum og förum í létta gönguferð um bæinn okkar, þar sem við kynnumst lífinu og aðstæðum í Monterosso.

Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 3 – Monterosso – Levanto

7 km / 3 klst.

Leiðin liggur með fram sjónum fram hjá "Risanum" og upp á Mescohöfða þaðan sem útsýnið frá varðstöðinni og 11. aldar rústum  kenndum við einsetumanninn Heilagan Antonio er óviðjafnanlegt. Héðan liggur leiðin um furuskóga og ræktað land niður til  Levanto þaðan sem siglt er aftur til Monterosso.   

Dagur 4 – Monterosso – Vernazza

6 km / 6 klst.  

Frá Monterosso er stefnan tekin upp úr bænum, eftir skuggsælum steintröppum sem liggja upp til klaustursins við Madonna di Soviore ( 415 m hæð )  þaðan sem útsýnið yfir Monterosso er óviðjafnanlegt. Stoppað um stund til að njóta staðarins eða fá sér léttan hádegisverð áður en göngunni er haldið áfram. Nú liggur leiðin eftir fáförnum göngustíg um ilmandi gróðurbreiður og víngarðana  ofan við Vernazza. Héðan liggur leiðin niður að höfninni þaðan siglt aftur til Monterosso

Dagur 5 – Monterosso – Vernazza - Cornigla

7 km / 4 klst.

Gangan er ein kunnasta gönguleið á Ítalíu. Leiðin liggur milli tveggja þeirra þorpa  sem svæðið er kennt við, um litskrúðugar smábátahafnir,  eftir greiðfærum göngustíg er vindur sig áfram utan í snarbröttum hlíðum yfir fagurbláu hafi. Lestaferð frá Monterosso til Vernazza en þaðan er gengið yfir til Cornigla. Frá Cornigla er lestaferð aftur til Monterosso. 

Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 6 – Corniglia - Volastra - Manarola

5 km / 4 klst.

Frá Corniglia  liggur leiðin innan um sítrus- og ólífuvið upp til bæjarins Volastra, þaðan sem göngustígurinn vindur sig í gegnum  ægifögur vínræktarlönd og furuskóga í um 400 m. hæð. Héðan er útsýnið með ólíkindum og á góðum degi má sjá alla leið til  Korsíku. Frá Volastra er gengið niður til Manarola þorpsins og þaðan er farið með lestinni aftur til Monterosso.

Dagur 7 – Riomaggiore – Portovenere

11 km / 7 klst.

Frá Riomaggiore liggur leiðin um ilmandi gróðurbreiður og vínræktarlönd upp í um 520 m hæð. Héðan liggur gönguleiðin eftir fjallshryggnum, en þaðan er víðfeðmt útsýni yfir "Skáldaflóa" og suður til Apuani Alpanna. Það er  möguleiki að stytta þennan lengsta göngudag ferðarinnar með því að hefja gönguna miðsvæðis á skaganum  við Colle Telegrafo, þá þarf að taka bíl frá Monterosso til Colle Telegrafo og er það gert í samráði við fararstjórann hverju sinni. Frá Portovenere er siglt með fram gjörvallri Cinque Terre ströndinni  aftur til Monterosso. 

Kvöldverður á hótelinu.

Dagur 8 – Flogið til Íslands

Í dag kveðjum við Monterosso. Brottför frá hóteli skömmu eftir hádegi og ekið til Malpensa.

Flug með Icelandair til Keflavíkur. Brottför kl 20:40 eftir miðnætti og lending í Keflavík kl 22:55.

Kort

Click to view the location of the hotel

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 7