Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Allir geta hjólað!

0

Götuhjólaferð í Altea

4. júní – 11. júní 2020

Heimsferðir standa fyrir hjólaferð til Altea á Spáni í byrjun júní 2020. Ferðin er í viku og áhersla lögð á góðar hjólaleiðir í fallegu umhverfi og frábærum félagsskap. Hægt er að ferðast með eigið hjól út eða leigja gott hjól úti. Rafmagnsgötuhjól er einnig frábær valkostur fyrir þá sem vilja og mögulegt er að leigja þau úti. Þá geta allir hjólað saman!

Fjölbreyttar hjólaleiðir eru í nágrenni Altea og hentar svæðið hinum „venjulega“ hjólara ásamt því sem vanir hjólarar fá að njóta sín. Í þessari ferð verða tveir vanir íslenskir hjólaleiðsögumenn svo hópurinn getur hjólað saman eða í minni hópum, allt eftir þörfum og óskum hvers og eins. Hjóladagarnir verða 4-5 og dagleiðirnar frá 40 – 100 km eftir hópum og hraða. Alltaf verður stoppað á aðlaðandi veitingahúsum í hádegismat þar sem hópurinn snæðir saman og í lok dags boðið upp á stund í garðinum með teygjuæfingum og slökun.

Nánari upplýsingar veitir Elín Hrund á elin@heimsferdir.is og í síma 5951000.

Hápunktar ferðarinnar
 • Frábær aðstaða fyrir hjólara:
 • Sér hjólageymsla
 • Aðstaða til að þrífa og lagfæra hjól
 • Fjölbreyttar hjólaleiðir
 • Aðgangur að þurrkara og þvottavél
 • Flottur sundlaugagarður alveg við sjóinn
Og margt fleira...

Hjólaleiðsögumenn

Hjólaleiðsögumenn eru Erla Sigurlaug Sigurðardóttir og Þóra Katrín Gunnarsdóttir.

Erla og Þóra eru margreyndar hjólakonur hjá Hjólaskólanum og munu þær vera með örkennslu í hjólfærni og tækni á hverjum degi, veita leiðsögn og aðstoða þátttakendur á meðan hjólað er. Þær eru með haldbæra spænskukunnáttu og reynslu af svæðinu.

Þær hafa stundað allar gerðir hjólreiða í mörg ár, keppt innanlands og erlendis, en Erla er m.a. margfaldur hjólreiðameistari, var í landsliði Íslands í hjólreiðum og var fyrst Íslendinga til að standa á palli á Smáþjóðaleikum í hjólreiðum árið 2017. Báðar búa þær yfir haldmikilli reynslu af hjólaþjálfun og kennslu hjá Hjólaskólanum og fleiri hjólreiðafélögum og eru þær báðar með alþjóðlegt þjálfarapróf í hjólreiðum og próf í þjálffræðum frá ÍSÍ. Þá hefur Þóra Katrín margra ára reynslu sem fararstjóri á erlendri grundu.

Bókaðu hér

Úps! Hér er bara ekkert að finna Vinsamlegast kannaðu hvort rétt lengd ferðar og/eða brottför er valin. Einnig er þér velkomið að hringja í ferðaráðgjafa okkar í síma 595-1000 fyrir nánari aðstoð

Gistingin

Dvalið er á fjögurra stjörnu hótelinu Cap Negret sem er með frábæra aðstöðu fyrir hjólafólk. Hótelið er staðsett í næði við litla steinvöluströnd þar sem hægt er að kæla sig niður eftir góðan hjóladag, en þá býr hótelgarðurinn einnig yfir fínni sundlaugar- og sólbaðsaðstöðu. 

Aðstaða til að gera við og setja upp hjólin er til staðar á hótelinu ásamt læstri geymslu fyrir hjólin.

 • Barnalaug
 • Fjölskylduvænt
 • Loftkæling
 • Strönd
 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Wi-Fi

Góður kostur í jaðri Altea þorpsins og hentar vel fyrir þá sem vilja næði í góðu yfirlæti.

Hótel Cap Negret er í um 8 km fjarlægð frá Benidorm en það tekur um 20 mínútur að ganga í miðbæ Altea, sem er meðal annars þekktur fyrir kirkjuna á hæðinni og þröngu göturnar sem að henni liggja með sínum skemmtilegu sérverslunum og veitingastöðum.

Garðurinn stendur alveg við litla steinvöluströndina svo nálægt að maður heyrir öldurnar leggjast ljúflega að ströndinni ef legið er á bekk, þeim megin í garðinum. Garðurinn er ekki mjög stór en er með sundlaug, barnalaug, sólbekkjum, sólhlífum og snarlbar. Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða og hjólageymsla með góðri aðstöðu ef hjólreiðafólk þarf að nýta sér það. Hér er einnig hlaðborðsveitingastaður, verönd með grilli, bar og sundlaugarbar.

Herbergin eru innrétuð í klassískum hótelstíl ef svo má að orði komast, þau eru snyrtileg og björt. Öll eru þau búin sjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og á baðherbergi er hárþurrka. Ef tveir fullorðnir og tvö börn dvelja í sama herbergi er um að ræða tvö queen size rúm sem börnin þurfa að deila.

Öll sameiginleg aðstaða og superior herbergin voru endurnýjuð árið 2018, en vert er að taka fram að standard herbergin hafa ekki verið endurnýjuð.

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Góður og hagkvæmur kostur!

Um gistinguna
Bar
Barnalaug
Barnaleiksvæði
Billiardborð Já, gegn gjaldi
Bílastæði
Borðtennis
Endurnýjað 2016
Fjarlægð frá gamla bænum 1,8 km
Fjarlægð frá miðbæ 1 km Altea
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna 700 m
Fjarlægð frá strönd 0 m
Fjöldi herbergja/íbúða 246
Fjöldi hæða 6
Handklæðaskipti, oft í viku 7
Herbergisþjónusta
Hjól Til leigu
Internetaðstaða
Ísskápur
Ketill fyrir te/kaffi
Líkamsræktaraðstaða
Loftkæling
Móttaka Já, allan sólarhringinn
Nudd Já, gegn gjaldi
Sími
Sjónvarp í herb/íbúð
Skipt á rúmum, oft í viku 2
Strandhandklæði Já, gegn tryggingu
Sundlaug
Sundlaugarbar
Veitingastaður
WiFi
Þrif, oft í viku 7
Þvottaaðstaða Já, gegn gjaldi
Öryggishólf

Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur

Vefsíða
www.hotelcapnegret.es

Spánn Sjá á korti

Gjaldmiðill: Evra Tímamismunur: 2 klst. Tungumál: spænska
Meðalhiti
11 °C janúar
11 °C febrúar
13 °C mars
15 °C apríl
18 °C maí
22 °C júní
25 °C júlí
25 °C ágúst
23 °C september
19 °C október
14 °C nóvember
12 °C desember

Innifalið í ferðinni

 • Flug til og frá Alicante
 • Farangur, 20 kg taska
 • Rúta til og frá flugvelli
 • Morgunmatur
 • Kvöldmatur með drykkjum*
 • *1/4 vín og ½ L vatn
 • Íslensk fararstjórn
 • Hjólaleiðsögn

Ekki innifalið

 • Leiga á hjólum
 • Flutningur á hjólum í flugi
 • Annað sem ekki kemur fram sem innifalið í ferðalýsingu

Aðrar hreyfiferðir

Gönguferð - Cinque Terre
0

Ítalía – Cinque Terre

Vinsælasta gönguferð Heimsferða

2 brottfarir: 
20. til 27. maí & 27. maí til 3. júní 

Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir

Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Einnig verður gengið til þorpanna Levanto og  Portovenere.  Þarna mynda fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum fiskibátum og þröngum strætum, mjög sérstaka stemmningu.

Á milli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðjagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4 – 7 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Netverð á mann:
224.995 kr. á mann í tvíbýli
264.995 kr. á mann í einbýli

Verð miðast við lágmarks þátttöku 16 manns 

Uppselt
Jóga á Krít
0

Jóga á Krít

2. júní í 7 nætur

Í þessari ferð mun Auður Bjarnadóttir bjóða upp á fjölbreytt jóga, hugleiðslu og slökun kvölds og morgna undir berum himni. Auður hefur mikla reynslu í jógafræðum og kennslu, hefur rekið jógasetrið í mörg ár og státar af ýmsum kennaraprófum í jóga, þar á meðal Hatha/Ashtanga-jóga, Kundalini-jóga ásamt Yoga Nidra og Yoga Therapíu.

Einnig mun Guðrún Þorsteinsdóttir, fararstjóri Heimsferða á Krít, vera gestakennari í þessari ferð en hún mun bjóða upp á tíma í tónheilun.

Í ferðinni er dvalið á fallegu 5* hóteli sem heitir Aloe Boutique Suites. Hótelið er staðsett á Almyrida svæðinu, u.þ.b. 22 km fyrir austan Chania. Aloe Boutique Suites er eingöngu fyrir fullorðna (16+) og einblínir hótelið á að gestir njóti sín í fallegu og rólegu umhverfi. Öll sameiginleg aðstaða og þjónusta er til fyrirmyndar og er hótelið tilvalið fyrir afslöppun og dekur.

Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu, góðum mat og yndislegum eyjaskeggjum! Í þessari ferð gefst tækifæri á að rækta líkama og sál við frábærar aðstæður. Fallegar strandlengjur, kristaltær sjórinn, kyrrðin og góða veðrið er tilvalin umgjörð um ferð sem þessa. Fyrir utan prógramm þessarar ferðar er hægt að skoða sig um eyjuna á eigin vegum eða bóka sig í kynnisferðir sem Heimsferðir skipuleggur á Krít (ekki innifalið í verði).

Ferðin er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna, tilvalin ferð fyrir þá sem vilja sporna gegn streitu, hægja á sér og ná tengingu við sjálfan sig.

Uppselt
Hvítu Þorpin
0

Gönguferð um Hvítu Þorpin

Jimera de Líbar – Montejaque – Grazalema – Genalguacil – Ronda

11. júní í 7 nætur

Gönguferð um fjalllendi Málaga og Cádiz á Spáni. Við kynnumst hinum hvítu þorpum í göngum okkar um fallegt landslag Andalúsíu, en um er að ræða þorp með litlum húsum í andalúsískum stíl sem öll eru hvítmáluð með kalki til varnar hita á sumrin. Gengið er í 3-6 tíma á dag og flokkast göngurnar undir léttar til miðlungserfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi. Gist er í Ronda í 7 nætur á sjarmerandi 4ra stjörnu hóteli, Catalonia Reina Victoria (með morgunverði inniföldum). Frá Ronda er farið í dagsferðir þar sem þorp í nágrenninu eru heimsótt: Grazalema, Jimera de Libar, Montejaque og Genalguacil eru m.a. þorp sem við munum heimsækja fyrir utan Ronda. 

Það sem gerir þessa ferð sérstaka fyrir utan fegurð og sjarma þessa svæðis er að ekki er farið með stóra hópa (minnst 12 manns og mest 20 manns). Í öllum göngunum í Ronda er einnig boðið upp á veglega hressingu sem er innifalin í verði.  Fyrir utan íslenskan fararstjóra eru einnig frábærir staðarleiðsögumenn með í för þannig að það má segja að þetta sé sannkölluð lúxus gönguferð!

Athugun:
Gönguleiðir geta verið færðar um dag eða breytt ef fararstjórar telja þörf á.
Hægt er að lengja dvöl á ferð á hóteli á Costa del Sol svæðinu ef áhugi er fyrir hendi.

 

Uppselt

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti