Helstu kostir
  • Sveitaferð
  • Feneyjar
  • Út að borða

Landið mitt Ítalía með Völu Matt og Unu Sigurðardóttur

5
Uppselt
Helstu kostir
  • Sveitaferð
  • Feneyjar
  • Út að borða
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Lýsing

Dásemdar bærinn Bibione á norður Ítalíu og nærliggjandi sveitir eru leiksvæði okkar í þessari sælkera, matar, fræðslu og dekurferð með hinni stórkostlegu Völu Matt og fararstjóranum Unu sem er algjör Ítalíu sérfræðingur og þekkir allt það besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Þær stöllur ætla að bjóða uppá 2 ævintýralega skemmtilegar “smakkferðir” um svæðið í þessari 10 daga ferð ásamt skemmtilegum skoðunarferðum eins og t.d. dagsferð til hinna óborganlegu Feneyja þar sem bæði verður fræðst um sögu, list og matarmenningu Ítala í borginni. Við fáum ítalskar uppskriftir frá ítölunum sjálfum. Spa ferð, nudd og dásemd. Farið verður á útimarkað. Sólbað og slökun á einstakri ströndinni og fleira dásamlegt.

Í þessari einstöku ferð fáum við að kynnast matarmenningu þessa þekkta landsvæðis, norður Ítalíu og njóta lífsins og hverrar sekúndu í fögrum sveitum og andrúmslofti sem á sér enga hliðstæðu. Vala Matt og Una ætla að leiða gesti sína í óvæntar og skemmtilegar smakkferðir til bænda að smakka á mat og afurðum og kynnast matargerð þeirra og lærum nokkur ítölsk matartrix til að gera matinn okkar ómótstæðilegan. Einnig verða vínekrur heimsóttar go vínsmökkun.

Arkitektinn, sjónvarpskonan og sælkerinn Vala Matt er Íslendingum að góðu kunn enda þekkt fyrir sjónvarpsþætti sína og einstakan persónuleika sem smitar alla af jákvæðni, gleði og hamingju. Vala er algjör fagurkeri og lífsnautnamanneskja og sælkeri og nýtur þess að vera með fólki, upplifa einstaka matargerð og ítalía er hennar ástríða.

Njótum lífsins með Völu Matt – lágmarksþáttaka í ferðina er 20 manns.

Bóka þarf sérstaklega í “Smakkferðapakkann” og einnig í skoðunarferðirnar en skráning í þessar ferðir eru gerðar við komu til Bibione af Unu fararstjóra.

Skoðunarferðirnar eru ekki innifaldar í pakkanum en greiða þarf sérstaklega fyrir þær og bóka við komu
- Sveitaferð, matur menning og vínsmökkun. Allur dagurinn
- Feneyjar – heilsdagsferð til einnar fegurstu borgar Ítalíu
- Út að borða á Ítölskum „deluxe“ veitingastað.
- Út að borða á ekta ítalskan pasta og pítsustað

Einungis 30 sæti í boði – bókaðu strax því þessi selst fljótt upp.

Tvö hótel eru í boði í þessari ferð. Annars vegar Aparthotel Imperial **** sem er frábærlega vel staðsett hótel á Bibione og Savoy Beach Hotel ***** stjörnu lúxus sem hefur uppá allt það besta að bjóða.


Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti