Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Tenerife

Frábærar golfferðir til Tenerife þar sem spilað er á völlunum Abama og Costa Adeje Golf.

Kynntu þér golfferð til Tenerife hér og hringdu í 595-1000 til að bóka ferðina.

Abama Golf Resort
Abama-golfvöllurinn er hannaður af Dave Thomas og er af mörgum talinn eitt af meistarastykkjum hans á hans 50 ára ferli sem golfvallahönnuður. Flatirnar eru stórar og bjóða upp á ótal möguleika hvað holustaðsetningar varðar og teigarnir taka yfir stór svæði þannig að hægt er að setja völlinn upp þannig að hann henti kylfingum af öllum getustigum.

Fallhæðir eru talsverðar á vellinum og má geta þess að hæsti punktur vallarins er 315 m yfir sjávarmáli. Þjónustan á vellinum er í hæsta gæðaflokki og boðið er t.d. upp á hressingu og ferska ávexti á nokkrum stöðum.

Á Abama er glæsilegt æfingasvæði, þar sem hægt er að skerpa á öllum þáttum íþróttarinnar og hafa viðskiptavinir okkar frítt aðgengi að æfingaboltum. Golfbílar eru innifaldir fyrir viðskiptavini okkar.

Costa Adeje Golf
Hönnunin á Costa Adeje golfvellinum gengur út á að nýta það sem landslagið hefur upp á að bjóða. Hlaðnir veggir sem upphaflega voru notaðir til að móta undirlag bananaplantekru hafa verið endurgerðir og prýða nú þennan guðdómlega fagra völl á hinum ýmsu stöðum. Völlurinn er 18 holur Par 72 og á Adeje golf er einnig að finna 9 holu völl Par 33.

Síðustu 9 holurnar liggja nálægt æfingasvæðinu, þær holur eru öllu styttri en hinar en krefjast tæknilegrar kunnáttu. Það ásamt óborganlegu útsýni til sjávar og 6 stöðuvötnum gerir leikinn áhugaverðari og skemmtilegri fyrir fólk af öllum getustigum.

Ferðalýsing
Í ferðum okkar í vetur verður flogið til Tenerife og lent á Tenerife Sur flugvellinum. Þaðan er tekin rúta á hótelið. Rútuferðin tekur um það bil 25 mínútur. Unnt er að velja um golfspil í 4 eða 5 daga í þessum ferðum. Verðskrá yfir golfferðir má sjá hér.

Á heimferðardögum verður lagt af stað frá hótelinu um hádegisbil og farið með rútu sem fylgir hópnum alla leiðina á flugvöllinn.

Hotel Jardin Tropical****
Hér er um að ræða mjög fallegan 4* gistivalkost á Adeje-svæðinu, ekki langt frá Playa las Americas. Á hótelinu er fjölbreytt þjónusta í boði fyrir gesti, t.d. lítil verslun, aðgengi að þráðlausu interneti (Wi-Fi) gegn gjaldi, bar sem og líkamsræktaraðstaða og heilsulind (spa) með nuddpotti.

Öll herbergin eru vel búin með svölum, öryggishólfi, sjónvarpi, síma og minibar og á baðherbergjum er hárþurrka. Í öllum herbergjum eru einnig baðsloppar og inniskór til afnota fyrir gesti hótelsins. Garðurinn er afar fallegur með stórri sundlaug, bar og snarlbar. Þá er góð aðstaða inni á hótelinu, veitingastaður og lobbýbar.

Hotel Jardin Tropical Tenerife er 4* hótel mitt á milli Las Americas og Costa Adeje strandanna, í grennd við 2 stóra vatnagarða. Staðsetning hótelsins hefur þá sérstöðu að vera alveg við sjávarlínuna. Útsýnið úr hótelgarðinum er því með því besta sem Tenerife hefur upp á að bjóða.

Hótelið, staðsetning þess og andrúmsloftið tekur á móti þér með ferskleika sem hjálpar til við að fullkomna fríið þitt. 

Innifalið:    
Beint leiguflug til Tenerife Ferðir til og frá flugvelli 18 holu golf í 4 daga og æfingaboltar
     2xAbama golf + golfbíll og 2xCosta Adeje golf + kerra
Flugvallarskattar Ferðir til og frá golfvelli
18 holu golf í 5 daga og æfingaboltar
     3xAbama golf + golfbíll & 2xCosta Adeje golf +kerra
Flutningur á golfsettum Gisting með morgunmat Fararstjórn

Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti