Montecastillo

Magnaður völlur, stórfenglegt útsýni og fallhæð af teigum. Fyrsti völlurinn sem Jack Nicklaus hannaði í Evrópu.

Montecastillo-völlurinn
Stórglæsilegur 18 holu golfvöllur sem hannaður var af Jack Nicklaus. Völlurinn er fyrsta hönnun Nicklaus í Evrópu og margir eru á því að þetta sé einnig hans langbesta hönnun í Evrópu. Volvo Masters mótið var til að mynda haldið á þessum velli í 5 ár í röð (1997–2001). Mikið var lagt í endurbætur og umhirðu vallarins á árinu 2013 og hefur hann nú aftur skipað sér í hóp með allra glæsilegustu golfvöllum í Evrópu.

Barcelo Montecastillo Resort*****
Glæsilegt og virðulegt hótel sem hefur í vor og sumar fengið mikla andlitslyftingu. Öll herbergi hafa verið endurhönnuð á glæsilegan hátt. Hótelið stendur rétt utan við hinn fallega bæ Jerez de la Frontera. Hér er umgjörðin einstaklega glæsileg og allur aðbúnaður og þjónusta fyrir hótelgesti eins og best verður á kosið. Við hótelið eru 2 sundlaugar, 2 veitingastaðir, barir, glæsileg heilsulind (spa), líkamsrækt o.fl. Á hótelinu eru 208 rúmgóð og vel búin herbergi, m.a. með loftkælingu, minibar, öryggishólfi, gervihnattasjónvarpi, síma og baðherbergi með hárþurrku. Auk hins glæsilega golfvallar eru við hótelið fótboltavellir, tennisvellir og almenn aðstaða til íþróttaiðkunar.

Innifalið í verði ferðar:      
Beint leiguflug til og frá Jerez

Flutningur á golfsettum 

Gisting með allt innifalið  Golfbíll 18 holur (10 evrur á sætið fyrir aukagolf) 
Flugvallarskattar  Rútur til og frá flugvelli  Ótakmarkað golf  FararstjórnBókaðu

Bókaðu tvennu

Kort

Click to view the location of the hotel
Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti