• Morocco, Agadir

  24.okt-02.nóv (9 nætur)

24.okt-02.nóv (9 nætur)

Í Agadir og nánasta umhverfi búa rúmlega 400.000 manns við einstaka veðurblíðu í skjóli Atlas fjallgarðsins.

Agedir er falleg hafnarborg á suðvestur strönd Morocco og liggur við sömu breiddargráðu og Kanari Eyjarnar. Milt og stöðugt veðurfar hefur dregið ferðamenn til Agadir enda meðalhiti í október um 25°. Heimamenn eru þekktir fyrir þjónustulund og taka vel á móti ferðamönnum enda borgin að miklu leyti byggð á þjónustu við ferðamenn. 

Matreiðsluhefð Moroccobúa endurspeglast í spennandi framboði framandi rétta auk hefðbundna valkosta.

Nú býðst Íslendingum að spila golf á frábærum golfvöllum með beinu flugi til Agadir og á sama tíma njóta veðurblíðunnar og matarkistu Morocco í framandi umhverfi. 

 

Kylfingar geta velja milli tveggja frábærra gistimöguleika í ferðinni.

TIKIDA PALACE

Tikida Golf Palace er glæsilegt 54 herbergja ***** hótel staðsett á 36 holu Golf Du Soleil svæðinu. Umhverfið er engu líkt með golfbrautir og Eucalyptus tré allt um kring.

Rétt handan við hornið er náttúruverndarsvæðið Souss Massa Draa þar sem hægt er að skoða óspyllta náttúru, einstakt fuglalíf og ævitýralega flóru Marokkó.

Gist er í glæsilegum Junior Svítum þar sem útsýnið af svölunum er yfir sundlaugargarðinn eða golfvöllinn.
Eftir golfhring er hægt að slaka á við sundlaugarbakkann eða skella sér í glæsilega heilsulind hótelsins og láta þreytuna líða úr sér.

Tveir golfvellir eru á svæðinu; The Championship Course og Tikida Course. Golfvellirnir tveir eru glæsilegir og bjóða upp á allt sem golfarar sækjast eftir á heimsklassa golfsvæði.

Á Championship vellinum hafa farið fram mót á öllum stigum Evrópsku PGA mótarraðarinnar en uppsetning á teigum vallarins gera völlinn einstaklega ánægulegan fyrir kylfinga af öllum getustigum.

Tikida Course var nýlega endurbyggður og bíður upp á stórskemmtilegar 18 holur þar sem völlurinn spilast í kringum 5.500m af gulum teigum og 4.700m af rauðum og ætti því að henta öllum kylfingum.

INNIFALIÐ Í VERÐI:

 • 9 nætur í dbl Junior Svítu
 • Morgun- og kvöldverður
 • Beint leiguflug á AGADIR með flugvallasköttum og flutning á golfpoka
 • Rútur til og frá hóteli í Agadir
 • 6x golfhringir á Golf Du Soleil
 • 1x golfhringur á Golf De L´Ocean
 • 1x golfhringur á Tazegzout Golf
 • Akstur til og frá hóteli á golfvelli (L´Ocean og Tazegzout)
 • Fararstjórn

Bóka í Tikida Golf Palace

Sofitel Thalassa Sea & Spa 5 nætur og Hyatt Place Taghazout í 4 nætur - Golftvenna

Sofitel Thalassa er stórglæsilegt ***** hótel við eina allra fallegust strönd Marokkó.
Hótelið býður upp á allt sem 5 stjörnu glæsihóteli sæmir þar sem gestir geta notið þess að slaka á við sundlaugarbakkan, á einkaströnd hótelsins eða í glæsilegustu heilsulind Agadir og njóta veitinga á heimsmælikvarða.

Hyatt Place Taghazout er annað stórglæsilegt ***** hótel sem situr tignarlega í hlíðum Atlas fjallgarðsins með einstakt útsýni yfir ströndina og golfskálann á hinum glæsilega Tazegzout velli. Hótelið býður upp á allt sem ferðamenn eiga von á frá 5 stjörnu hóteli, frábær veitingarstaður þar sem matreiðslumenn rækta eigið grænmeti og kryddjurtir í garð hótelsins. Heilsulind hótelsins er afar glæsileg og ekki skemmir fyrir fyrsta flokks líkamsræktarsalur. Herbergin eru rúmgóð og nýtískuleg.

INNIFALIÐ Í VERÐI:

 • 5 nætur SOFITEL TALASSA í dbl Superior herbergjum með sundlaugar og sjávar sýn
 • 4 nætur HYATT PLACE í dbl herbergjum með sjávarsýn
 • Morgun- og kvöldverður
 • Beint leiguflug á AGADIR með flugvallasköttum og flutning á golfpoka
 • Rútur til og frá hóteli í Agadir
 • 3x golfhringir á Golf Du Soleil
 • 2x golfhringur á Golf De L´Ocean
 • 3x golfhringur á Tazegzout Golf
 • Akstur til og frá hóteli á golfvelli (L´Ocean og Tazegzout)
 • Fararstjórn

Golftvenna

Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti