Golfdeild Heimsferða býður upp á spennandi valkost á Mallorca í fjögurra nátta helgarferð þann 31. október þar sem kylfingar leika golf við bestu aðstæður á glæsilegum golfvöllum í nágrenni Palma.
Boðið verður upp á tvo valkosti í gistingu. Annarsvegar á fjögurra stjörnu Iberostar Cristina hótelinu og hinsvegar á fimmstjörnu Iberostar Selection Llaut Palma hótelinu.
Bæði hótelin er einstaklega vel staðsett og stutt að skreppa í miðbæ Palma eða njóta sólarlagsins á ströndinni.
Vegna hagstæðra flugáætlunar þá ná kylfingar að spila hið minnsta 5 golfhringi á þessum 5 dögum. Lent verður á Palma flugvelli kl 12:50 á staðartíma og gefst því tími til að hefja leik þann daginn um fjögurleytið og spila fram að sólsetri. Næstu fjóra daga verður hægt að leika hið minnsta 18 holur á dag þar sem rástímar eru frá 9:00-09:40 á Son Vida og Son Muntaner með möguleika á auka golf eftir hádegi. Brottfarardagur nýtist fullkomlega þar sem heimflugið fer ekki í loftið fyrr en kl 21:10 um kvöldið og þá er hægt að spila áðurnefnda velli eða spila á Maioris sem er nálægt Palma flugvellinum.
Leikið verður á allra bestu völlum sem Palma svæðið býður upp á eða:
- Son Vida Golf
- Son Muntaner
- Maioris Golf
Löng helgi þar sem hver mínúta er nýtt í sól, golf og allt það besta sem Mallorca býður upp á. Frekari upplýsingar veitir Hörður (hordur@heimsferdir.is) eða Árni Páll (arnipall@heimsferdir.is)