La Gomera

Tecina-völlurinn er óvenjulegur golfvöllur þar sem hægt er að njóta tilkomumikils útsýnis, og sjávarsýnar frá öllum teigum og flötum vallarins. Völlurinn er nokkuð krefjandi 18 holu par 71 völlur í hæsta gæðaflokki og til þess fallinn að kylfingar eigi þar einstaka golfupplifun.

Tecina Golf á La Gomera Tecina-golfvöllurinn er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Hotel Jardin Tecina en einnig er boðið upp á akstur út á völl. Völlurinn er 18 holur, par 71, með einstöku útsýni yfir Atlantshafið og El Teide, hæsta fjall Spánar sem er á nágrannaeyjunni Tenerife. Á vellinum er æfingasvæði, púttsvæði, vipp svæði, sandgryfjur og klúbbhús með bar, veitingastað og golfverslun. 

Af vellinum er stórfenglegt útsýni yfir náttúrufegurð eyjunnar La Gomera, yfir Atlantshafið og El Teide. Það sem heillar golfspilarana þó mest er landslagið sem þeir spila í en landslag Tecina-golfvallarins á sér ekki hliðstæðu.

Kylfingar sem kjósa að ganga völlinn eru keyrðir upp á fyrsta teig þar sem kerrurnar bíða eftir þeim. Þeir sem spila á golfbíl keyra sjálfir upp á fyrsta teig. Við fyrsta teiginn er púttflöt og lítill golfskáli og er útsýnið þaðan stórkostlegt. Hæðarmunurinn á milli fyrsta teigs sem er hæsti punktur vallarins og 18. flatar sem er lægsti punkturinn er 175 metrar. Brautirnar eru leiknar þvert á hlíðina og niður í móti svo kylfingar njóta sjávarsýnar af hverri braut vallarins. Það er nokkuð sem fáir golfvellir í heiminum geta státað af. Við einstaka hönnun þessa heimsklassagolfvallar var tekið með í reikninginn að flestir kylfingar eru ferðamenn sem vilja njóta golfleiksins í góðu umhverfi og notalegum félagsskap. Því hafa svæðin í kringum brautirnar verið hönnuð þannig að þau séu þægileg og er mikið pláss í kringum flatirnar. Þrátt fyrir það reynir á betri kylfinga að spila staðsetningargolf og að setja höggin réttu megin á brautir og flatir til að ná sem bestu skori. Margar brautirnar eru það eftirminnilegar að þær festast í minni kylfinganna sem bestu og fallegustu golfbrautir sem þeir hafa leikið.

Ferðalýsing 
Ferðin byrjar í Keflavík með brottför kl 09:30 og lent á Tenerife Sur flugvellinum kl 15:15. Þaðan er tekin rúta niður á höfnina í Los Cristianos þar sem báturinn til La Gomera býður. Rútuferðin tekur um það bil 15 mínútur en báturinn fer til La Gomera kl 19:00. Það gefur hópnum 60-90 mín að skoða sig um og fá sér hressingu en farangurinn verður geymdur í rútunni á meðan.   

Siglingin til San Sebastian á La Gomera tekur rúmar 45 mínútur. Í San Sebastian förum við aftur í rútu og ekið í rúmar 30 mínútur á áfangastaðinn Tecina Golf sem er við strandbæinn Santiago. Leiðin liggur upp í fjöllin í rúmlega 900 metra hæð og aftur niður á strönd að hótel Tecina Golf þar sem tekið verður vel á móti hópnum og snæddur kvöldverður.  

Á heimferðardögum er lagt af stað frá hótelinu Tecina Golf um 10.30 leytið og farið með rútu sem fylgir hópnum alla leiðina á flugvöllinn. Keyrður verður fjallvegurinn til baka til San Sebastian, báturinn tekinn til Los Cristianos á Tenerife, farið aftur í rútuna og keyrt á flugvöllinn Tenerife Sur. 

Hotel Jardin Tecina Golf Resort**** 
"Jardin Tecina" er fallegt hótel á La Gomera Kanaríeyjunni en eins og nafnið bendir til (jardin þýðir garður) er hótelið umvafið fallegum garði og þar er að finna yfir 50 tegundir af litríkum garðplöntum, frá öllum heimshornum og skapar þessi gróðursæld einstaklega fallegt umhverfi. Hér er um að ræða gistingu í tveggja manna herbergjum (smáhýsi) sem eru öll búin loftkælingu, mini-bar, sjónvarpi og baðherbergi með hárþurrku.  Á hótelinu er einnig hægt að komast í alls konar snyrti og heilsumeðferðir en þar er heilsulindin Club Burganvilla starfrækt, fáið frekari upplýsingar um kostnað og þjónustu á hótelinu. Á hótelinu eru 5 veitingastaðir, allt frá hlaðborðsveitingastöðum til "gourmet" staða við sjávarsíðuna og hægt að velja um ferskt sjávarfang eða hina dæmigerðu matseld Kanaríeyjanna.  

 

Láttu Tecina á La Gomera ekki framhjá þér fara!  

Innifalið í verði ferðar:

 

 

Flug 

Ferðir til og frá flugvelli (með rútu til bátsins)

Traust íslensk fararstjórn

Flugvallarskattar 

Gisting á Hotel Jardin Tecina. Morgun- og kvöldverður innifalinn

 

Flutningur á golfsettum 

7 daga ferðir: 6 golfdagar

 

 

14 daga ferðir: 12 golfdagar

 

 

 

Bókaðu

Kort

Click to view the location of the hotel
Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti