Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Golfferð - Alcaidesa

4
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Hotel Aldiana Alcaidesa

  • Allt innifalið
  • Golfhótel
  • Loftkæling
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Wi-Fi

Glæsilegt strandhótel sem býður fjölbreytta þjónustu.

Þetta fallega hótel er hannað eins og lítið þorp og stendur í fjallshlíð með fallegu útsýni yfir að Gíbraltar og í góðu skyggni má sjá yfir til norðurhluta Afríku.

Hér eru 2 afar glæsilegir golfvellir, annars vegar Alcaidesa Links sem er ein af golfperlunum á Costa del Sol. Völlurinn var hannaður af Peter Ellis árið 1992 og hefur fengið margar viðurkenningar sem einn af bestu links-völlum á meginlandi Evrópu. Völlurinn liggur að hluta meðfram 2 km langri Miðjarðarhafsströndinni með stórkostlegt útsýni yfir hafið og Gíbraltarklettinn. Hins vegar er Alcaidesa Heathland sem er meira innlandsvöllur með breiðum brautum, vötnum og skemmtilegu landslagi.

Þar sem golfvellirnir og klúbbhúsið eru nokkuð ofar en hótelið býður hótelið akstur til og frá klúbbhúsinu fyrir gesti sína og er ferð í boði á 10–15 mínútna fresti. Frá hótelinu er um 2–3 mínútna gangur niður að ströndinni, en þar eru sólbekkir og lítill bar.

Hér er afar fjölbreytt þjónusta, 2 sundlaugar í sundlaugargarðinum ásamt 1 innisundlaug. Hér er heilsulind (spa) sem gestir geta notað að kostnaðarlausu. Þá eru hér einnig barir og veitingastaðir, líkamsræktaraðstaða og tennisvellir – sem sagt eitthvað fyrir alla.

Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum. 

Herbergin eru vel búin með sjónvarpi, loftkælingu, síma, ísskáp og svölum eða verönd. Þá er mjóg góð sturta á baðherbergjum.

Þetta hótel er í eigu þýskrar hótelkeðju sem leggur gríðarlegan metnað í að allur aðbúnaður sé fyrsta flokks og mikil krafa er um gæði í mat og drykk til handa gestum hótelsins.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Afar góður valkostur með gríðarlega fjölbreyttri þjónustu og flottri aðstöðu.

Um gistinguna
Bar
Fjarlægð frá strönd 150 m
Fjöldi hæða 3
Garður
Heilsulind/Spa
Ísskápur
Loftkæling
Móttaka Já, allan sólarhringinn
Sjónvarp í herb/íbúð
Sundlaug
Svalir/Verönd
Tennisvöllur
Veitingastaður
WiFi
Þrif, oft í viku Daglega
Öryggishólf

Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti