Alcaidesa

Golfvellirnir og hótelið eru fallega staðsett við Miðjarðarhafið með glæsilegu útsýni yfir Gíbraltar. Tveir hágæða 18 holu vellir, Alcaidesa Links og Alcaidesa Heathland.

Frægustu golfvellir Spánar eru í næsta nágrenni, m.a. Valderrama, Sotogrande, San Rouge og La Reserva. Boðið er upp á skoðunarferðir til Gíbraltar, sem enginn ætti að missa af og ef næg þátttaka fæst, til La Canada á Marbella - stærstu verslunarmiðstöðvar á Costa del Sol ströndinni og Puerto Banus, frægu smábátahafnarinnar sem er rétt utan við Marbella. 

Tveir glæsilegir golfvellir 
Alcaidesa Links golfvöllurinn er ein af golfperlunum á Costa del Sol. Völlurinn var hannaður af Peter Ellis árið 1992 og hefur fengið margar viðurkenningar sem einn af bestu links-völlum á meginlandi Evrópu. Völlurinn liggur að hluta til meðfram 2 km langri Miðjarðarhafsströndinni með stórkostlegu útsýni yfir hafið og Gíbraltarklettinn. 
Alcaidesa Heathland golfvöllurinn er meira hæðóttur innanlandsvöllur með breiðum brautum, vötnum og einstöku landslagi. Margir telja að hann sé síst síðri en links-völlurinn. 

Hotel Aldiana**** 
Hótelið, sem samanstendur af 19 húsum, hverju með 16 herbergjum, er staðsett við Miðjarðarhafið með stórkostlegu útsýni yfir á Gíbraltarklettinn. Aldiana er þýsk hótelkeðja sem gerir mjög miklar kröfur um að matur og allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. Á svæðinu eru m.a. 10 tennisvellir, líkamsræktarstöð, innisundlaug, gufubað, 2 útisundlaugar, leikhús, næturklúbbur o.fl. Dagskrá er fyrir börn og unglinga allan daginn en á kvöldin eru skemmtisýningar í leikhúsinu og annað hvort lifandi tónlist eða diskótek við barinn á kvöldin en allir drykkir eru innifaldir. Á fimmtudagskvöldum er „gala-kvöld“ á hótelinu eða „black and white kvöld“ og er þá óskað eftir að sem flestir mæti í einhverju svörtu og hvítu – en, það er þó alls engin skylda.  Örstutt er síðan niður á mjög góða strönd þar sem hægt er að synda eða ganga klukkustundum saman í flæðarmálinu en sjórinn þarna er einstaklega tær. 

Golfvellirnir og klúbbhúsið eru á hæð fyrir ofan hótelið og því sér hótelið og golfvöllurinn um að skutla kylfingum hnökralaust á tveimur 8 manna skutlum upp í klúbbhús og til baka reglulega, eða á u.þ.b. 10-15 mínútna fresti. Kylfingar geta á morgnana smurt sér brauð og tekið með sér ávexti og vatn út á golfvöll. Sérstakur „golfers lunch“ er líka á hótelinu  kl. 14-17 á daginn. Á hótelinu öllu er mjög gott þráðlaust netsamband.


Innifalið í verði ferðar:
     
Flug til og frá Jerez    Flutningur á golfsettum Ótakmarkað golf nema brottfarardaga    Gisting með öllu inniföldu
Flugvallaskattar Rútur til og frá flugvelli, 85 mín Golfbílar 27 holur á dag og æfingaboltar  Fararstjórn

Kort

Click to view the location of the hotel
Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti