Sól
Borg
Golf
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Zagreb

Zagreb er  höfuðborg Króatíu og ein stærsta borg landsins. Borgin er lífleg og kemur á óvart, en hún er vísindaleg, efnahagsleg og stjórnsýsluleg miðja landsins. Króatía er sannkölluð perla Suðaustur-Evrópu en hér færðu Miðjarðarhafsupplifun með mildu veðri.

Víða um Zagreb eru torg og opin svæði og hér átt þú eftir að sjá hvernig gamli tíminn mætir nýja tímanum. Mannlífið er engu líkt og menningin er heillandi. Sögulegar minjar er að finna innan um skýjakljúfa í borginni en mögnuð mannvirki eru á hverju horni.  Hér eru mörg áhugaverð söfn, staðir og kirkjur að skoða, t.d. Croatian Naive Art safnið, Mestrovic safnið og Museum of Broken Relationships,  kaþólska kirkjan Cathedral, sem er ein hæsta kirkja í heimi, Mirogoj kirkjugarðurinn sem er einn sá fallegsti í Evrópu. Nokkur fjöldi listasafna er hér að finna sem  bjóða upp á sýningar yfir gamla og nýja list. Hér er menningar- og menntamiðstöð landsins og þar er m.a. lista- og vísindaakademíur og Zagrebháskóli, sem var stofnaður árið 1669. Leikhúslíf og tónlist er í hávegum höfð í Zagreb og mælum við með því að þú heimsækir þjóðleikhúsið þar í borg en það er í nýbarokkbyggingu.

Njóttu þess að ganga um fallegar götur í borginni og andaðu að þér menningu hennar. Upplagt er að njóta þeirra merkisstaða sem Zagreb hefur upp á að bjóða með því að nýta sér góðar samgöngur en lestar ganga víða og strætisvagnar. Hér eru túristarútur sem ganga allan daginn en hægt er að fara í þær og úr þeim þegar hentar. Oft er besta upplifunin fengin með því að ganga um göturnar og virða fyrir sér byggingalistina og sögu borgarinnar, t.d. í gamla bænum, en þar er Lortscak turninnn og Dolac markaðurinn og hinar töfrandi götur, Mesnicka og Tkalcica.  

Íbúar Zagreb þykja hjálplegir og vinalegir og ensk er töluð víða. Verðlagið er hagkvæmt og er því tilvalið að gera vel við sig í mat og drykk. Fjölmargir frábærir veitingastaði eru hér að finna sem bjóða upp á allt það sem hugurinn girnist. Fjölbreyttar verslanir og verslanakeðjur af ýmsum toga eru á hverju götuhorni. Hér er gott að njóta lífsins og hin einstaka blanda miðalda turna, 19. alda halla, úti markaða, forna kirkja, gera Zagreb að hinni fullkomnu borg að kanna.

Kort

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 3