Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Zagreb

Zagreb er höfuðborg Króatíu og ein stærsta borg landsins. Borgin skiptist í þrennt; þúsund ára gamla Gornji grad (efri bæinn), nítjándu aldar gamla Donji grad (neðri bæinn) og svo hið nútímalega Novi Zagreb svæðið (nýja Zagreb).

Zagreb er lífleg og kemur á óvart en víða um borgina eru torg og opin svæði og hér átt þú eftir að sjá hvernig gamli tíminn mætir nýja tímanum. Mannlífið er engu líkt og menningin er heillandi. Sögulegar minjar er að finna innan um skýjakljúfa í borginni en mögnuð mannvirki eru á hverju horni.

Í hjarta borgarinnar í Gornji grad (efri bænum) er að finna forsetahöllina, tvíturna dómkirkjuna, hina þekktu St. Mark's kirkju með litríka flísalagða þakinu, króatíska stjórnarráðið auk fjölda safna og listasafna sem er að finna í fallegum göngugötum. Þá er þar einnig að finna göngugötuna Ul. Ivana Tkalčićeva með fjölda útikaffihúsa og sérverslana en það er dásamlegt að ganga um götuna.

Í Donji grad (neðri bænum) er að finna aðaltorgið, Ban Jelačić, en þar eru gjarnan settir upp útimarkaðir. Þá er þar fjöldi verslana, veitingahúsa, kaffihúsa og garða ásamt aðalverslunargötunni Ilica. Rétt við aðalverslunargötuna er 360° útsýnisturninn og skammt frá er safnið um Broken Relationships.

Novi Zagreb (nýja Zagreb) myndaðist eftir seinni heimsstyrjöldina en var reistur fjöldi háhýsa og íbúðablokka, svæðið gæti verið áhugavert fyrir þá sem vilja skoða arkitektúrinn.

Zagreb er gjarnan kölluð "borg safnanna" en hér eru mörg áhugaverð söfn, t.d. Croatian Naive Art safnið, Mestrovic safnið og áðurnefnda Broken Relationships safnið. Þá er hér einnig að finna nokkurn fjölda listasafna sem bjóða upp á sýningar yfir gamla og nýja list. 

Hér er menningar- og menntamiðstöð landsins og þar er m.a. lista- og vísindaakademíur og Zagrebháskóli, sem var stofnaður árið 1669. Leikhúslíf og tónlist er í hávegum höfð í Zagreb og mælum við með því að þú heimsækir þjóðleikhúsið þar í borg en það er í nýbarokkbyggingu.

Njóttu þess að ganga um fallegar götur í borginni og andaðu að þér menningu hennar. Upplagt er að njóta þeirra merkisstaða sem Zagreb hefur upp á að bjóða með því að nýta sér góðar samgöngur en sporvagnar og lestar ganga víða ásamt strætisvögnum. Hér eru túristarútur sem ganga allan daginn en hægt er að fara í þær og úr þeim þegar hentar. 

Oft er besta upplifunin fengin með því að ganga um göturnar og virða fyrir sér byggingalistina og sögu borgarinnar, t.d. í gamla bænum, en þar er Lortscak turninnn og Dolac markaðurinn og hinar töfrandi götur, Mesnicka og Tkalčićeva.

Í borginni er gott að njóta lífsins og hin einstaka blanda miðalda turna, 19. alda halla, útimarkaða, forna kirkja, torga og fjöldi safna og útikaffihúsa gera Zagreb að hinni fullkomnu borg að kanna í helgarferð.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Áhugaverðir staðir

Gamli bærinn The Upper Town
Gamli hluti borgarinnar er á efra svæði Zagreb og annaðhvort er gengið upp tröppur eða teknir þar til gerðir sporvagnar. Þar kemst ferðamaðurinn í návígi við fallega menningu Zagreb, sögufræga staði og þar trónir efst St. Mark´s kirkjan.

Museum of Broken Relationships
Eitt af mörgum söfnum í Zagreb. Þetta safn er með þeim vinsælli að skoða.

Maksimir Park og Zagreb Zoo
Grasagarður sem leiðir þig að fallegum dýragarði.

Zagreb Eye
360° yfirsýn af útsýnispalli. Staðsett í hjarta Zagreb á 16. hæð Zagreb Skyscraper turnsins.

Zagreb Cathedral
Dómkirkjan í Zagreb er ein sú tilkomumesta sem þú sérð, byggð í gotneskum stíl. Þetta er hæsta bygging Króatíu.

Kravata
Mikið sótt verslun í gamla bænum sem selur hálstau. Þess má geta að bindið á uppruna sinn í Króatíu.

Verslun

Það er hagstætt að versla í borginni en aðalverslunargatan í miðbænum er Ilica Street og þá eru einnig verslunarmiðstöðvar víðs vegar um borgina.

Aðal göngugata Zagreb heitir Ilica en þar er fjöldinn allur af verslunum. Bæði eru þar helstu verslunarkeðjur heims en einnig mikið er af vinsælum minni verslunum og ekki gleyma að rölta niður hliðargöturnar en þar má gjarnan finna fallegar verslanir með innlendum varningi.

Vinsælasta verslunarmiðstöð Zagreb er Arena Centar en þar er mikið úrval og verslanir fjölbreyttar. City Center, One West og Avenue Mall eru einnig vinsælar.

Verslunarmiðstöðvarnar eru opnar  frá kl 09.00-21.00 alla daga en opnunartími verslana í gamla bænum getur verið breytilegur.

Vinsælt er að versla antikvörur í Zagreb og eru þessar verslanir víða.

Vinsælasti útimarkaðurinn er Herlic Flea Market en hann er opinn frá kl.07:00 – 14.00, miðvikudag til sunnudags. Þar kennir ýmissa grasa og fá gestir gjarnan gott innlit í menningu Króatíu í gegnum mat og muni. Hér þykir sjálfsögð kurteisi að prútta.

Matur

Verðlag í Króatíu er hagkvæmt og er því tilvalið að gera vel við sig í mat og drykk.

Fjölmargir frábærir veitingastaðir eru hér sem bjóða upp á allt það sem hugurinn girnist. Við mælum með því að þú gerir eins og heimamennirnir - finnir þér gott kaffihús og horfir á heiminn líða hjá á meðan þú njótir hinnar gómsætu króatísku matargerðar.

Króatía er fræg fyrir fjölbreytta og ljúffenga matargerð, enda landið afar frjósamt.
Hér svipar matargerðinni til þeirrar ítölsku, mikið er um fisk, pasta, pizzur og grænmeti, en þó eru töluverð áhrif frá slavneskri og austurrískri eldamennsku. 

Króatar eru stoltir af víngerð sinni, en á Dalmatiu skaganum eru framleidd mörg af frægustu vínum landsins.
Helstu bjórtegundir Króata eru Ožujsko og Karlovačko. 

Fjöldi fallegra veitingastaða er í gamla bænum og við göngugötuna Riva og skemmtilegt er að njóta hinnar einstöku stemningar þar. 

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á kynnisferðir í Zagreb og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. 

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 7 dögum fyrir brottför.  Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í ZagrebKynnisferð um Zagreb

Um 3 klst ferð 

Zagreb er ein stærsta borgin í Króatíu og er þar margt fallegt og merkilegt að sjá.

Farþegar eru sóttir með rútu á hótelin og ekið að Ban Jelacic torginu. Þaðan er gengið í gegnum miðbæinn þar sem við byrjum á að skoða The scale model sem er skemmtilegt líkan af borginni. Göngum að Dómkirkjunni en Dómkirkjan í Zagreb er hæsta bygging í Króatíu og einstakur minnisvarði um gotneskan arkitektúr. Göngum um Gradec hverfið og í gegnum markaðinn á torginu og að Tkalciceva stræti þar sem alltaf er líf og fjör. Markaðstorgið er staður fólksins, þarna kennir ýmissa grasa og prýða margir básar tréleikföng eða dúka sem bera mark sitt af sögu Króatíu. Við höldum leiðinni áfram að The Stone gate en þar er margt að skoða eins og Saint Mark kirkjan, þinghúsið ofl. Við göngum svo að hinu áhugaverða safni Museum of Broken Relationships, Church of Catherine, Tower Lotrscak og Strossmayer göngugötunni svo fátt eitt sé upp talið.

Ferðinni lýkur í miðbænum.

Innifalið í verði: Rútuferð, staðarleiðsögumaður og íslensk leiðsögn.

Stríðssaga Króatíu, Tito og Kumrovec

Um 7 klst ferð

Stórskemmtileg ferð sem gefur sannanlega góða innsýn í sögu og menningu Króatíu.

Við byrjum daginn á klukkustunda löngum akstri til þorpsins Kumrovec. Þorpið er þekkt fyrir að vera fæðingarstaður Tito, forseta fyrrum Júgóslavíu. Við skoðum safnið Staro Selo (gamla þorpið) sem er svokallað opið safn, svipað og Árbæjarsafnið okkar. Þar fáum við að skyggnast inn í veröld 19. og 20. aldarinnar í Króatíu, sjáum hús og lifnaðarhætti til sveita þess tíma. Við skoðum einnig bernskuheimili og fæðingarstað Titos. Að þessu loknu ökum við að fallegum veitingastað á leiðinni aftur til borgarinnar og borðum saman hádegisverð sem býður upp á mat frá Zagorje héraðinu.

Á leiðinni til Zagreb fræðumst við um stríðssögu Króatíu og Balkansskagastríðið. Við endum rútuferðina í miðbænum og göngum saman að tveimur söfnum, Museum of War photography og Memorial center þar sem farþegar geta sett sig betur inn í stríðssögu Balkanskagastríðsins sem geysaði í lok síðastu aldar. Ferðin endar  í miðbænum.

Innifalið í verði: Rútuferð, íslensk fararstjórn, aðgöngumiðar að söfnum og málsverður með drykkjum

Kort

Click to view the location of the hotel