Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Verona

Verona er ein elsta og fegursta borg Ítalíu, borg frægustu elskenda allra tíma, Rómeó og Júlíu.

Verona er ein elsta og fegursta borg Ítalíu, borg menningar, lista, tísku og ekki síst rómantíkur, enda var hún heimkynni frægustu elskenda allra tíma, Rómeó og Júlíu. Hringleikahúsið fræga í borginni, Verona Arena, er frá 1. öld og í sama byggingarstíl og Colosseum í Róm en þar eru settar upp óperusýningar á sumrin. Innviðir hringleikahússins hafa varðveist að fullu en útviðirnir urðu fyrir skemmdum í jarðskálfta árið 1117.

Verona er í héraðinu Veneto á norðanverðri Ítalíu. Áin Adige rennur í gegnum borgina sem í búa um 270 þúsund manns. Vegna legu sinnar við mikilvæga samgönguleið milli Alpanna og Pósléttunnar varð Verona snemma hluti af hinu mikla Rómarveldi og geymir enn margar stórkostlegar minjar frá þeim tíma. Þekktust er Arenan, hringleikahúsið fræga, þar sem óperusýningar á heimsmælikvarða eru settar á svið undir berum himni á sumrin.

Á 13. öld komst Scaligeri ættin til valda og réð ríkjum í hartnær eina og hálfa öld. Fjölskyldan gerði Verona að metnaðarfullri höfuðborg sem varð að einni helstu menningar- og listamiðstöð landsins. Á þessum tíma gerðist sagan um Rómeó og Júlíu sem Shakespeare gerði ódauðlega í verki sínu. Svalir Júlíu eru enn á sínum stað og einnig hallir Scaligeri-fjölskyldunnar og ýmsar glæsibyggingar og listaverk sem setja svip sinn á miðborgina. Fjöldi ferðamanna flykkist árlega til Verona til að njóta menningarverðmæta, lista og sögu eða til að rápa á milli glæsilegra verslana eða veitingahúsa og njóta hins besta í mat og drykk.

Saga og listaverk á hverju horni

Fyrir unnendur sögu, menningar og lista er Verona gósenland. Hér eru örfá dæmi um hinar fjölmörgu minjar í Verona sem allir verða að skoða:

Arena, hið 2000 ára gamla rómverska hringleikahús við Piazza Bra. Óperusýningar undir berum himni á sumrin. Einstök upplifun.

Piazza Erbe er einstaklega töfrandi torg í gamla bænum með fögrum byggingum og líflegum markaði. Hérna var Forum Romanum til forna.

Piazza dei Signori torgið prýða glæsilegar byggingar, m.a. höll og íburðarmiklar grafir Scaligeri-fjölskyldunnar. Á miðju torginu er stytta af hinum eina sanna miðaldaritsnillingi Dante. Notalegt kaffihús kennt við hann er við torgið.

Castelvecchio-kastali frá 14. öld. Nú er þar stórkostlegt listaverkasafn.

Duomo-dómkirkjan og St. Anastasia eru merkilegar kirkjur með sögu allt frá 12. og 13. öld.

Casa di Giulietta, húsið hennar Júlíu með svölunum frægu, er við Via Cappello og Casa di Romeo, heimili Rómeó, er skammt undan.

Tomba di Giuletta, gröf Júlíu, er ásamt Freskusafninu við Via Shakespeare.

San Zeno Maggiore er talin ein fegursta kirkja Norður- Ítalíu í rómönskum stíl. Sérlega merkileg er útihurðin með „biblíu fátæka mannsins“, meistaraverk frá 11. og 12. öld.

Madonna di Lourdes, pílagríma- og útsýnisstaður ofan við borgina.

Verslun

Ítalir eru þekktir fyrir hönnun og tísku en í Verona má finna öll helstu tískuhúsin og fjölda sérverslana af ýmsu tagi. Enn sem komið er kjósa Ítalir frekar að versla í sérverslunum en í stórum verslunarmiðstöðvum. Í Verona er Via Mazzini aðalverslunargatan í miðbænum og liggur út frá Piazza Bra. Steinsnar frá miðbæ Verona er verlsunarmiðstöðin Adigeo sem opnaði vorið 2017 en þar er að finna yfir 130 verslanir. Þá státar verslunarmiðstöðin Le Corti Venete af fjölmörgum verslunum, þar á meðal H&M og Zara, en rúta á þeirra vegum stoppar gegnt við Hotel Mastino. Á hverjum degi er mikið líf í kringum ferðamannamarkaðinn á Piazza Erbe. Á laugardagsmorgnum er stór markaður við íþróttavöllinn og þriðja hvern laugardag er antíkmarkaður á torginu við San Zeno kirkjuna.

Matur og drykkur

Fjöldi góðra veitingastaða er í Verona. Borgarbúar eru ekki eingöngu miklir matgæðingar, líkt og aðrir Ítalir, heldur eru þekkt vínræktarsvæði og mikil ávaxta- og grænmetisrækt ásamt kjötvinnslu í næsta nágrenni borgarinnar. Allt þetta stuðlar að frábærri matargerðarlist.

Samgöngur

Í Verona er lestarstöð og ágætar lestarsamgöngur í allar áttir Frá kl. 6.10 - 23.00 fara rútur á 20 mínútna fresti milli flugvallar og lestarstöðvarinnar Porta Nuova í Verona og leigubílar eru ávallt til taks. Verona er mjög vel staðsett til að ferðast frá um alla Ítalíu eða til Austurríkis, Sviss, Frakklands, Slóveníu eða Króatíu.

Nokkrar vegalengdir frá Verona til viðmiðunar:

Peschiera við Gardavatn: 25 km
Feneyjar: 120 km
Rimini: 250 km
Milano: 165 km
Bologna: 140 km
Róm: 550 km

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Veróna gönguferð 4.400 /mann

Þægileg gönguferð um gamla bæinn í Veróna þar sem farþegar sjá helstu kennileiti borgarinnar og merka staði  Gengið um miðbæinn að tveimur undursamlega fallegum torgum  Piazza Erbe og Piazza Signori en þar má sjá hallir og grafhýsi Scaligeri fjölskyldunnar. Skammt þar frá eru „Casa Capuletti“  hús Júlíu með svölunum frægu. Ferðin endar við Piazza Bra torgið  með hinu heimsþekkta 2000 ára gamla hringleikahúsi (Arena), skoðum okkur um á staðnum. Frá Arenunni liggja leiðir til allra átta. Verslunargatan Via Mazzini svíkur engan og sjálfsagt að kíkja á vöruúrvalið þar. 

Gönguferðin tekur um 2 klst.

Innifalið: íslensk fararstjórn, aðgangur að Arenunni og heyrnartól.

Allar kynnisferðir eru háðar lágmarksþátttöku 20 manns. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar fyrir brottför er
ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð. Til að tryggja sér kynnisferð þarf að bóka 7 vikum fyrir brottför.
Þær ferðir sem bókaðir eru í Veróna greiðast í EUR og eru 10% dýrari.

Gardavatnið & veisla 13.500 /mann

Einhver fegursta ökuleið á Ítalíu þar sem ekið er meðfram bökkum Gardavatnsins og skoðaðir nokkrir af hinum fögru  bæjum sem  liggja við það.  Hér verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins,  né smábæjunum með litlum bæjarkjörnum, smáhöfnum og rómantískum gönguleiðum meðfram  vatninu, af gróðri, landslagi, stórbrotnum vegamannvirkjum og fagurri fjallasýn. Staldrað við á nokkurm völdum stöðum, þar sem hægt er að njóta stemmningarinnar og bragða á einhverju af því frábæra sem  Ítalir hafa uppá að bjóða í mat og drykk. Þeir bæir sem heimsóttir verða Í ferðinni  eru Sirmione, við suðurhluta vatnsins, Bardolino sem stendur við austurbakka vatnsins. Þar er haldið á góðan veitingastað í miðbænum þar sem ekta ítölsk veislumáltíð býður hópsins. Þá er ferðinni haldið áfram til Malcesine, sem stendur við norðaustur hluta vatnsins. Dvalið þar um stund áður en ekið er til baka til Veróna seinnipart dags. 

Ferðin til Gardavatnsins tekur um 12 klst.

Innifalið: akstur, ítölsk veislumáltíð í Bardolino og íslensk fararstjórn.

Allar kynnisferðir eru háðar lágmarksþátttöku 20 manns. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar fyrir brottför er
ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð. Til að tryggja sér kynnisferð þarf að bóka 7 vikum fyrir brottför.
Þær ferðir sem bókaðir eru í Veróna greiðast í EUR og eru 10% dýrari.

Feneyjarferð sigling 16.600 /mann

Hver maður þarf að koma einu sinn í lífinu til Feneyja. Dagsferð til þessarar einstöku borgar með öllum síkjunum og gondólunum, glæsibyggingum eins og  Markúsarkirkjunni og hertogahöllinni, Feneyjar-kristalnum  fræga og ótrúlegu mannlífi og heillandi sögu. Brottför frá Veróna er um kl. 08:30 og komið til Tronchetto í Feneyjum um kl. 10:00. Siglt með ferju að Markúsartorginu. Leiðsögn um torgið og nágrenni þess. Þá er frjáls tími þar sem farþegar geta skoðað sig betur um eða farið í hálfrar klukkustundar gondóla-siglingu um þröngu síkin í Feneyjum og út á Canal Grande að Rialto-brúnni, þetta er ómissandi upplifun ! Síðdegis er siglt til baka til Tronchetto. Áætluð brottför frá Feneyjum er um kl. 17:30 og komutími til Veróna um kl 19:30.

Innifalið: íslensk fararstjórn, akstur og sigling frá/til Markúsartorginu. 

Ekki innifalið: Gondólasigling og máltíð ekki innifalin.

Allar kynnisferðir eru háðar lágmarksþátttöku 20 manns. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar fyrir brottför er
ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð. Til að tryggja sér kynnisferð þarf að bóka 7 vikum fyrir brottför.
Þær ferðir sem bókaðir eru í Veróna greiðast í EUR og eru 10% dýrari.

Valpolicella héraðið 13.900 /mann

Matur & Vín
Skömmu fyrir hádegi á brottfarardegi er haldið í skemmtilega ferð. Ekið skammt útfyrir borgina um ávalar hæðir  Veneto héraðsins. Hér er  umhverfið frjósamt og  fagurt og víða má sjá vínakra og olívutré. Ítalía er eitt mesta vínfram-leiðsluland í heimi.  Umhverfi Veneto héraðs  er mikið augnayndi og afar einkennandi fyrir vínræktarhéruð Ítalíu, en á þessu svæði  fer fram  stór hluti af þeirri framleiðslu.  Vínin frá Valpolicella svæðinu  í kringum Verona eru líklega þekktustu vín héraðsins. Í upphafi  ferðar er stoppað og farþegar fá góða máltíð hjá vínbónda í héraðinu.  Þaðan er ferðinni haldið áfram og við heimsækjum  vín- og olífuolíu bónda í smábænum San´Ambrogio. Þar kynnir hann vörur sína fyrir farþegum og einnig er boðið að smakka á framleiðslunni.  Um 16:30 er haldið er af stað út á flugvöll. Farþegar taka töskur sínar með sér í rútuna, þar sem ferðin endar út á flugvelli.

Innifalið: akstur, vínsmökkun, máltíð og íslensk fararstjórn.

Athugið! Farþegar sem bóka þessa ferð þurfa ekki að bóka akstur út á flugvöll þar sem ferðin endar á flugvellinum.

Allar kynnisferðir eru háðar lágmarksþátttöku 20 manns. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar fyrir brottför er
ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð. Til að tryggja sér kynnisferð þarf að bóka 7 vikum fyrir brottför.
Þær ferðir sem bókaðir eru í Veróna greiðast í EUR og eru 10% dýrari.