Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
Helstu kostir
 • Nútímalegt
 • Veitingastaður
 • Loftkæling
 • Wi-Fi

Tryp Valencia Ocean Hotel

4
Helstu kostir
 • Nútímalegt
 • Veitingastaður
 • Loftkæling
 • Wi-Fi
Tilbaka

GISTING & VERÐ

 • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Tryp Valencia Ocean Hotel

 • Loftkæling
 • Strönd
 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Wi-Fi

Tryp Valencia Ocean er nútímalegt hótel sem er staðsett aðeins í um 10 mínútna fjarlægð frá ströndinni.

Hér er sólbaðsaðstaða með lítilli sundlaug og sólbekkjum. Snarl bar er við sundlaugina en þar er hægt að kaupa ýmsa kokteila og aðra drykki, einnig er þar hægt að fá léttar veitingar af ýmsum toga.

Hótelið býður upp á fjölbreytt morgunverðarhlaðborð og A la carte veitingastað í Miðjarðarhafsstíl. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi en þetta hótel býður upp á glútenlaust fæði. Vert er að taka það fram að gestir þurfa að láta móttökuna vita ef þeir óska eftir slíku fæði.

Herbergin eru stílhrein, rúmgóð og björt. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma og öryggishólfi sem rúmar fartölvur. Á baðherberginu er baðkar með sturtu, hárblásara og snyrtivörum.

Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og í nágrenni hótelsins er ýmiss konar afþreying, til dæmis Bioparc dýragarðurinn og Gulliver garðurinn en þar er að finna rennibrautir af ýmsum stærðum og gerðum fyrir börnin. Hér er einnig sædýrasafnið Oceanografic en það er stærsta sædýrasafn í Evrópu. Valencia er þekkt fyrir klasa bygginga og kallast því „borg lista og vísinda“ eða City of Arts and Science.

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Um gistinguna
A la carte veitingastaður
Bar
Hárblásari/Hárþurrka
Líkamsræktaraðstaða
Loftkæling
Sími
Sjónvarp í herb/íbúð
WiFi
Öryggishólf

Opinber stjörnugjöf:
4 stjörnur

Vefsíða:
www.melia.com/tryp-valencia-oceanic-hotel

Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti