Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Split

Split er gömul borg með einstaklega líflegu andrúmslofti.

Hún er næst stærsta borg Króatíu en þar búa um 200.000 manns. Borgin liggur við strönd Adríahafsins en við strandgötuna standa hótel, barir og veitingahús á milli pálmatrjáa. Borgin er talin vera 1700 ára gömul og þar er mikið af sögulegum minjum og fornmunum sem ná aftur til 500 f.Kr.

Gamli bæjarhlutinn í Split hefur byggst inn í og í kringum höll rómverska keisarans Díókletíusar. Höllin stendur að hluta til enn og prýðir bæði miðborg Split og er á heimsminjaskrá UNESCO. Markaðsbásar standa við hallarveggina þar sem Díókletíus gekk um forðum.

Í Split má njóta óperuuppfærslna á sumrin og tónlist af ýmsu tagi, t.d.  klapa sem er þjóðleg tónlist frá Dalmatía héraðinu. Á hallarsvæðinu stendur dómkirkjan í Split, St. Domnius, byggð á 13. Öld sem vel þess virði er að skoða.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Bærinn Torgir 3.900 /mann

Bærinn Trogir er á lista heimsminjaskrá UNESCO. Trogir er staðsettur á lítilli eyju á milli meginlands Króatíu og eyjunnar Ciovo. Afar fallegur bær sem er umkringdur miðaldar sögufrægum veggjum sem samanstendur af kastala, turni og höllum frá rómveska og gottneska endurreisnartímanum. Bærinn á sér langa og ríka sögu og er talinn einn best varðveitti rómveski/gottneski bærinn í allri Mið-Evrópu.

Um 1 klst akstur er frá Split yfir til Trogir. Gengið verður um bæinn ásamt íslenskri leiðsögn og gefinn verður frjáls tími í lokin. Brottför frá Trogir er um kl 14.00.

Innifalið í verði: Rútuferð og íslensk fararstjórn. 

Um 5 klst ferð

Gönguferð um miðbæðinn 1.800 /mann

Borgin Split er stærsta borgin á Dalmatian svæðinu. Í þessari ferð munum við rölta um þröngar götur miðbæjarins, sem mynda einsskonar völdunarhús í kringum Palace of Diocletians, sem er kastali byggður á 4. öld af rómverskum keisara. Þar skoðum við vel varðveitt kjallarahús og heimsækjum gamla musterið Jupiter, sem er staðsett á hinu forna Peristyle-torgi, sem í dag er Dómkirkjan og ein elsta bygging sinnar tegundar í heiminum.

Við munum einnig fara framhjá vernduðu borgarmúrunum (Golden og Silver Gates ), ganga í gegnum söguleg torg, líflega markaði og niður að göngugötunni Riva sem liggur meðfram sjávarsíðunni. Riva er  tilvalin staður til að rölta, versla og njóta.

Innifalið í verði: Íslensk leiðsögn.

Krka þjóðgarðurinn 6.900 /mann

Krka þjóðgarðurinn er nefndur eftir Krka ánni og nær yfir rúmlega 142 ferkílómetra svæði. Þessi garður er einn af áhugaverðustu stöðum Króatíu en hann er þekktastur fyrir stórkostlega fossa og þar á meðal fræga fossinn Skradinski Buk, sem er mjög óvenjulegur foss og talinn einn sá fallegsti í þjóðgarðinum. 

Eftir leiðsögnina um neðri hluta garðsins verður gefinn frjáls tími þar sem hægt verður að snæða hádegisverð, ganga um þorpið, njóta sín í fallegu landslagi eða jafnvel fá sér sundsprett.

Innifalið í verði: Rútuferð, aðgangur að þjóðgarðinum og íslensk fararstjórn.

Um 6 klst ferð

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 7 dögum fyrir brottför.  Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

 Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Split.