Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Sevilla

Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu, rómantísk og yndisleg borg í alla staði!

Heimsferðir bjóða beint flug til Sevilla, höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni.

Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. dómkirkjunni, þeirri þriðju stærstu í heimi, Giralda-turninum og Alcázar-höllinni. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar, s.s. Santa Cruz, er einstök stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni.

Sevilla er fjórða stærsta borg Spánar, staðsett í um 80 km fjarlægð frá ströndum Andalúsíu og er höfuðborg Andalúsíu-héraðsins. Í Sevilla skín sólin í allt að 300 daga á ári. Borgin er mikil iðnaðar- og menningarborg og er hún aðallega fræg fyrir upphaf flamengótónlistar og dansa og einnig fyrir nautaatið, þjóðaríþrótt Spánverja. Í héruðunum í kring er einnig mikil landbúnaðarræktun eins og t.d. sítrusávextir og ólífur.

Tapas og flamengó ─ ekta spænsk menning

Áin Guadalquivir rennur í gegnum borgina og er Triana-hverfið hinum megin við ána, en þar er að finna mjög skemmtilega tapasbari og flamengóstaði. Einnig er mikið líf meðfram ánni á kvöldin og í görðunum meðfram henni en þar er hægt að setjast niður og skoða mannlífið. Það er óhætt að segja að borgin iði af mannlífi ásamt fjörugu næturlífi.

Santa Cruz hverfið var áður hverfi gyðinga og voru sumar kirkjanna þar áður bænahús gyðinga. Hverfið liggur að Alcázar-hverfunum og frá Patio de Banderas er mjög fallegt útsýni yfir dómkirkjuna. Dómkirkjan er sú þriðja stærsta í heimi og upp úr kirkjunni rís hátt bænaturninn Giralda sem márar byggðu á sínum tíma. Frá turninum er glæsilegt útsýni yfir borgina. Við hliðina á kirkjunni er höllin Alcázar, sem er gríðarlega stór og falleg höll í anda byggingarstíls máranna. Þar eru fallegir hallar- og skrúðgarðar ásamt gosbrunnum og fleiru. Í borginni eru margir fallegir skrúðgarðar og falleg torg eins og t.d. Plaza de España.

Frábært að versla

Eins og kom fram að ofan er óendanlegt úrval verslana í Sevilla. Aðalverslunargöturnar eru Sierpes og Tetuán, sem liggja samsíða auk margra hliðargatna út frá þeim báðum. Við annan enda þeirra eru Plaza del Duque torgið og La Campana, þar sem t.d. El Corte Inglés er. Þarna má finna mörg þekkt vörumerki eins og t.d. Zara, Mango og H&M sem Íslendingar ættu að þekkja vel. Einnig eru víða markaðir sem hægt er að gera góð kaup á í margs skonar varningi.

Kort

Kynnisferðir

Borgarferð 4.900 kr. /mann

Í borgarferðinni færðu yfirsýn yfir miðbæ Sevilla, höfuðborg Andalúsíu og það helsta sem borgin hefur að bjóða. Þú kynnist einstakri sögu Sevilla og fallegum gömlum byggingum borgarinnar, sem og þröngum strætum og torgum. Ferðin er rútu- og gönguferð.

Fyrst er ekið eftir árbakkanum, til torganna Plaza de España og Plaza de América. Að ökuferðinni lokinni er gengið um Santa Cruz hverfið, að Dómkirkjunni í Sevilla, einni stærstu dómkirkju í heimi, að gömlu Konungshöllinni, sem er enn í notkun og Vestur-Indía skjalasafninu. Ferðinni lýkur við ráðhús borgarinnar á San Fernando-torgi en þaðan er örstutt í verslunargöturnar Sierpes og Tetuan.

Athugið að ekki er akstur heim á hótel að bæjarferðinni lokinni. Nú er um að gera að njóta borgarinnar á eigin vegum það sem eftir lifir dags.

Bæjarferðin tekur um 3-4 klst.
Innifalið: Akstur og íslensk fararstjórn.

Vinsamlegast athugið að lágmarksþátttaka í kynnisferð með íslenskum fararstjóra er 20 manns. Kynnisferðir verður að bóka og greiða á skrifstofu Heimsferða í síðasta lagi viku fyrir brottför til að tryggja sér sæti.

Ronda 7.900 kr. /mann

Borgin Ronda er ein sú stórbrotnasta og sögufrægasta á Spáni. Borgarstæðið er sérstaklega merkilegt og hefur mikið aðdráttarafl því að borgin er byggð á þverhníptum björgum í 750 metra hæð yfir sjávarmáli. Hið mikla El Tajo gljúfur Guadalvinárinnar skiptir borginni í tvennt og brýrnar þrjár yfir gljúfrið eru ægifagrar og merkileg mannvirki frá 17 öld.

Ronda hefur verið nefnd sem upphafsstaður nútíma nautaats og til marks um það má finna í borginni elsta nautaatshring spánar, Plaza de Toros de Rona sem byggður var 1784. Ár hvert fer þar fram merkileg hátíð sem nefnist Feria Goyesca. Um er að ræða nokkurs konar uppskeruhátíð nautabana þar sem bestu nautabanar ársins leika listir sínar. Fyrir nautabana er það mikill heiður að vera valin í það einvala lið sem að þar kemur fram.

Ronda hefur að geyma margar fallegar og sögufrægar byggingar. Meðal annars má nefna Dómkirkjuna og fleiri kirkjur byggðar á 14.-15. öld, Mondragón höll eða Palacio de Mondragón, sem sagan segir að hýst hafi Márakonung að nafni Add el Malik á 14. öld og síðar hinn kaþólska konung Fernando og Isabellu drottningu. Í dag gegnir höllin hlutverki helsta og merkasta safns Ronda.

Við heimsækjum vinsælasta vínsafn Ronda, Bodegas La Sangre de Ronda. Safnið bíður upp á vínsmökkun og fræðslu um helstu vínþrúgur svæðisins í einstöku umhverfi. Íbúar Ronda eru mjög stoltir af sinni vínframleiðslu og eru staðfastir þegar kemur að vinnslu þess og fornum siðum. Áhugafólk um vín og vínframleiðslu ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Bodegas La Sangre de Ronda.

Ferðin til Ronda tekur um 5-6 klst.
Innifalið: Akstur og íslensk fararstjórn.

Vinsamlegast athugið að lágmarksþátttaka í kynnisferð með íslenskum fararstjóra er 20 manns.
Kynnisferðir verður að bóka og greiða á skrifstofu Heimsferða í síðasta lagi viku fyrir brottför til að tryggja sér sæti.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4