Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Róm

Borgin eilífa!
Menning árþúsunda, meistaraverk og einstakt andrúmsloft

Fararstjórar:  Ólafur Gíslason og Ingólfur Niels Árnason

Heimsferðir fljúga í beinu flugi til borgarinnar eilífu. Nú getur þú kynnst borginni og upplifað árþúsundamenningu í fylgd fararstjóra Heimsferða.

Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon-hofið. Skoðaðu hallir og meistaraverk endurreisnartímans, barokkkirkjur og stórkostleg meistarverk þeirra Rafaels og Michelangelos.

Róm var ein þekktasta borgin á tímum rómverska heimsveldisins, þekkt sem sjö hæða borgin, fyrir hið ljúfa líf sem og óskir ferðalanganna þegar þeir kasta 3 smápeningum í Trevi-gosbrunninn. Róm er og hefur verið vagga kaþólskrar trúar en Vatíkanið er sjálfstæð borg innan höfuðborgarinnar. Söguleg miðja borgarinnar er skráð á heimsminjaskrá UNESCO en þar má finna stórfenglegar og rómantískar rústir frá tímum Rómverja, Colosseum, gamlar kirkjur, íburðarmiklar styttur og tignarlega gosbrunna. Andrúmsloftið í Róm er blanda af þessari sögulegu arfleifð með heimsborgaraívafi en borgin er meðal vinsælustu borga Evrópu og í öllum heiminum meðal frægra, áhrifagjarna og fallegra borga.

Þeir sem ferðast til borgarinnar í dag geta átt erfitt með að sjá út hinar sjö hæðir Rómar. Kynslóðir bygginga hafa verið byggðar hver ofan á aðra auk þess sem háar byggingar í dölum hafa tilhneigingu til að gera hæðirnar minna áberandi en þær voru áður. Einnig eru greinilega fleiri hæðir en sjö, en á dögum Rómverja voru margar þeirra utan borgarmarka. Hæðirnar sem um ræðir eru allt frá Aventine í suðri til Quirinal í norðri.

Aðdráttarafl Rómar er ekki síður að finna þegar maður gengur um götur gömlu borgarinnar. Þú getur með skjótum hætti horfið úr mannmergð helstu ferðamannaleiðanna og fengið á tilfinninguna að þú sért í litlu miðaldaþorpi, ekki höfuðborg. Röltu um á svæðinu milli Piazza Navona-torgsins og Tíber-árinnar í Róm þar sem handverksmenn eru að störfum og selja verk sín. Svo er upplagt að rölta niður Guilia, þar sem finna má margar gamlar hallir.

Skoðaðu með okkur torgin í Róm, sérstaklega litríkt mannlífið á Piazza Navona, hinn fræga Trevi-gosbrunn og hið fræga Colesseum. Eyðum kvöldstund í gömlu miðborginni Trastevere og borðum gómsætan ítalskan kvöldverð eða einfaldlega röltum um þessa stórkostlegu borg, sogum í okkur mannlífið, njótum veitinga- og skemmtistaðanna og upplifum hvers vegna allar leiðir liggja til Rómar.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Helstu söfn

Í Róm má finna listasöfn á heimsmælikvarða en upplagt er að byrja á því að fara í þyrpingu listasafna á svæðinu Villa Borghese í Campo Marzio.
Galleria Borghese hýsir listaverkasafn sem áður var í einkaeign Borghese-fjölskyldunnar, Museo Nazionale di Villa Giulia er heimili heimsins stærsta Etruscan-listaverkasafns og Galleria Nazionale d'Arte Moderna hýsir mörg ítölsk listaverk ásamt nokkrum verkum eftir Cézanne, Modigliani, Degas, Monet og van Gogh. Að auki eru fjölmörg önnur listasöfn sem vert er að skoða.

Vatikan söfnin
Áhugaverð söfn með stórkostlegum listaverkum helstu listamanna í gegnum tíðina, safnað af páfum í aldanna rás. Heimsókn í Vatikansafnið lýkur í Sixtínsku kapellunni sem er einkakapella páfanna og hefur að geyma hin stórbrotnu listaverk Michaelangelos um sköpun heimsins, syndafallið og dómsdag.

Viale Vaticano - Sjá nánar á vefsíðu: http://mv.vatican.va/
  Opnunartími: Mán. – lau. 9.00 – 18.00. (Miðasala lokar kl. 16.00. Ath. Best er að panta miða fyrirfram). Lokað á sunnudögum (nema síðasta sunnudag hvers mánaðar).

Kapitol söfnin
Musei Capitolini hafa að geyma margar af helstu perlum listasögunnar m.a. eftir Titian, Bellini og Caravaggio. Auk úrvals höggmynda frá keisaratímanum í Róm.

Piazza del Campidoglio - Sjá nánar á vefsíðu: http://en.museicapitolini.org/
  Opnunartími: Þri. – sun. 9.00 – 20.00. Lokað á mánudögum.

Rómverska þjóðarlistasafnið
Museo Nazionale Romano - Villa Massimo hýsir ýmis merk listaverk og hversdagsmuni er gefa góða innsýn í líf borgarinnar til forna. Auk fjölda högg-, fresku- og mosaíkmynda gefur hér m.a. að lýta ýmiskonar verkfæri, borðbúnað, skartgripi og mynt. Piazza del Cinquecento (Framan við Termini aðaljárnbrautarstöðina).

Sjá nánar á vefsíðu: http://archeoroma.beniculturali.it/en/node/482
  Opnunartími: Þri. – sun. 9.00 – 19.45. Lokað á mánudögum.

Borghese safnið
Safnið hefur að geyma nokkur af helstu listaverkum Endurreisnar- og Barrokktímabilsins, m.a. eftir Antonello da Messina, Caravaggio, Raphael, Titian, Bellini, Canova og Bernini.

Piazzale del Museo Borghese - Sjá nánar á vefsíðu: http://www.galleriaborghese.it
  Opnunartími: Þri. – sun. 8.30 – 19.30. Lokað á mánudögum. (Ath. Nauðsynlegt er að panta miða fyrirfram).

Katakomburnar:
Við Via Appia í suðurhluta Rómar standa grafhýsi og hvelfingar kristinna manna allt frá 2. öld. Þær eru í senn áhrifaríkur og merkilegur vitnisburður um líf forkristinna manna í Róm. Nokkrar þeirra helstu eru:

Katakombur San Sebastiano
Via Appia Antica, 136
+39 06/7850350
Opið kl. 10.00 – 16.30
Lokað á sunnudögum

Katakombur San Callisto
Via Appia Antica, 110
+39 06/5130151
Opið kl. 9.00 – 12.00 / 14.00 – 17.00
Lokað á miðvikudögum

Katakombur Priscilla
Via Salaria, 430 
+39 06/86206272
Opið kl. 8.30 – 12.00 / 14.30 – 17.00
Lokað á mánudögum

Verslun

Róm er meðal þekktustu tískuborga heimsins og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Allir þekkja ítölsku hátískuvörumerkin Armani, Gucci og Prada en verslanir þeirra má einna helst finna á götunni Via del Corso. Á götunni Via Cola di Rienzo má finna verslanir Diesel, Benetton, Energy og Miss Sixty. Þá eru hér einnig verslanir H&M, Zara og Mango ásamt fjölmörgum öðrum.

Verslanir eru opnar frá kl. 09.30 – 13.00 og kl. 15.30 – 19.30 þriðjudaga til laugardaga. Margar verslanir í miðborginni loka ekki yfir miðjan daginn og hafa jafnvel opið á sunnudögum og mánudögum. Stórverslanir hafa rýmri opnunartíma. Verslanir með samfelldan opnunartíma eru einkum í verslunarhverfinu í nágrenni við Spænsku tröppurnar.

OUTLET - CASTEL ROMANO
Castel Romano er verslunarmiðstöð um 25 km. suður af Róm. Á þessum stað eru vörur frá um 110 fremstu hönnuðum veraldrar á einum stað: Gucci, Prada, Armani, Fendi, Burberry, Calvin Klein, Diesel, Guess, Valentino og fl. Vörurnar eru seldar með 30-70% afslætti. Sjá nánari upplýsingar um Castel Romano á vefsíðu: http://www.mcarthurglen.it/castelromano/en/the-outlet

Opnunartími: mán. – fim. 10.00 – 20.00 / fös. – sun. 10.00 – 21.00

Daglegar brottfarir eru frá Termini lestarstöðinni í Róm: kl. 10.00 / 12.30 / 15.00

Daglegar brottfarir frá Castel Romano til Termini lestarstöðvarinnar í Róm: kl. 11:15 / 13:45 / 17:00 / 20:00

*Góð regla er að spyrja bílstjórann hvort að sú heimferð sem óskað er sé ekki örugglega á þeim tíma sem er auglýstur. Verð á farmiða til og frá Castel Romano er 13 EUR á mann. Borgað er á staðnum. Um 45 mínútna akstur. Rútan stoppar beint fyrir utan aðalinnganginn í Castel Romano og fer til baka frá sama stað.

Matur

Rómversk matarmenning er með því besta sem gerist á Ítalíu.
Í Róm eru afar góðir veitingastaðir en Ítalía er þekkt fyrir „al dente“ pastarétti og eldbakaðar pítsur. Margir veitingastaðanna eru í mjög fallegu umhverfi rétt við torg, á götuhorni eða í notalegum hliðargötum, sérstaklega skemmtilegir þegar setið er úti á kvöldin. Hér er ekki hægt að mæla með neinni einni staðsetningu til að finna góðan veitingastað heldur má finna góða veitingastaði um alla Róm.

Veitingastaðirnir eru ótrúlega fjölbreyttir og á hverju götuhorni. Við nefnum hér nokkra sem eru í alfaraleið:

Boccondivino - Piazza in Campo Marzio 6 - Sími: +39 06/68308626
Al 34 - Via Mario de’Fiori 34 - Piazza di Spagna - Sími: +39 06/6795091
Antica Hostaria Al Vantaggio - Via del Vantaggio 35 - Piazza del Popolo - Sími: +39 06/3236848
Roma Sparita - Piazza di Santa Cecilia 24 - Trastevere - Sími: +39 06/58363165 - 06/5800757
Antica Pesa - Via Garibaldi 18 - Trastevere - Sími: +39 06/5809236
Romolo - Via Porta Settimiana, 8 - Trastevere - Sími: +39 06/5818284
Armando al Pantheon - Salita dei Crescenzi 31 - Sími: +39 06/68803034
Flavio al Velavevodetto (Slow Food) - Via Monte Testaccio 97 - Sími: +39 06/5746841
La Campana - Vicolo della Campana 18 - Sími: +39 06/6875273

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á kynnisferðir í Róm og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Vatikansafnið og Péturskirkjan

Hálfsdagsferð í Vatikanið þar sem við skoðum Vatikansafnið og veggmyndir Rafaels, Sixtínsku kapelluna með veggmálverkum Michelangelos, Péturskirkjuna og Péturstorgið. Við endum ferðina við Spænsku tröppurnar, þar sem eru veitinga- og kaffihús á hverju strái og glæsilegar sérverslanir.

Ferðin tekur um 4 klst.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir, heyrnartól og fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 14 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Ef bókað er úti hjá fararstjórum þarf að greiða í Evrum og þær eru 10% dýrari en bókað er fyrir brottför. Ekki er hægt að ábyrgjast að laust verði í kynnisferðir eftir að út er komið.

Sögustaðir Rómar

Hálfsdagsferð um forna sögustaði Rómar: Kólosseum, Forum Romanum, Kapitol hæð og Panþeon hofið. Við skoðum Kólosseum hringleikahúsið og fornminjarnar á hinum fornu Rómartorgum, áður en við höldum upp á Kapitol hæð, þaðan sem leið liggur til Panþeon hofsins. Ferðin endar á Navona torgi.

Ferðin um sögustaði Rómar tekur um 4 klst.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir, heyrnartól og fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 14 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Ef bókað er úti hjá fararstjórum þarf að greiða í Evrum og þær eru 10% dýrari en bókað er fyrir brottför. Ekki er hægt að ábyrgjast að laust verði í kynnisferðir eftir að út er komið.

Skemmtiganga í Róm

Hálfsdagsgönguferð um gamla bæinn. Við hefjum ferðina við Marcello leikhúsið, þaðan sem leið liggur í gegnum gyðingahverfið og yfir Tiberina-eyju í Tíberfljóti. Héðan þræðum við okkur í gegnum Trastevere hverfið í átt að kirkjunni S. Maria in Trastevere. Þaðan er haldið áfram og gengið yfir Ponte Sisto brúnna að útimarkaðinum á Campo dei Fiori (Blómatorg) þar sem gönguferðin endar. Þar er fjöldi veitingastaða og tilvalið að fá sér hádegisverð og njóta líðandi stundar.

Gönguferðin tekur um 4 klst.
Innifalið: Akstur og fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 14 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Ef bókað er úti hjá fararstjórum þarf að greiða í Evrum og þær eru 10% dýrari en bókað er fyrir brottför. Ekki er hægt að ábyrgjast að laust verði í kynnisferðir eftir að út er komið.

Pálskirkja og Katakomburnar

Hálfsdags kynnisferð um merkar slóðir frumkristninnar í Róm. Hér gefst einstakt tækifæri á að komast í beint og áþreifanlegt samband við uppruna okkar kristnu menningar. Við hefjum för á því að skoða Pálskirkju, sem upphaflega var reist á gröf hins helga postula á 4. öld e.Kr. Þaðan höldum við út á Via Appia, hinn forna og sögufræga veg til suðurs frá Róm. Hér skoðum við katakombur píslarvottsins Heilags Sebastians með sínum fornu rómversku grafhýsum og gröfum kristinna manna. 

Í lok ferðar er ekið út á flugvöll.

Ath! Farþegar skrá sig út af hótelum og taka farangurinn með í rútuna þar sem kynnisferðirn endar á flugvellinum.

Ferðin tekur um 4 klst.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir, heyrnartól og fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 14 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Ef bókað er úti hjá fararstjórum þarf að greiða í Evrum og þær eru 10% dýrari en bókað er fyrir brottför. Ekki er hægt að ábyrgjast að laust verði í kynnisferðir eftir að út er komið.

Kort

Click to view the location of the hotel