- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Nýlegt og gott hótel sem er staðsett í Smichov-hverfinu við Andel-verslunarmiðstöðina í Prag og einungis um 100 metrar í næstu metróstoppistöð.
Það tekur um 10 mínútur að fara með lest niður í miðbæ. Hægt er að ganga að Wenceslas-torginu og tekur sú ganga um 20 mínútur. Á hótelinu er veitingastaður, bar, móttaka og þráðlaus internettenging (Wi-Fi) í móttöku.
Hótelið er með 225 herbergi, öll með loftkælingu, baðherbergi með sturtu, síma og gervihnattasjónvarpi og þráðlausu internetaðgengi (Wi-Fi).
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Einfaldur og góður kostur!
Um gistinguna
Bar | Já |
Fjöldi herbergja/íbúða | 225 |
Fjöldi hæða | 6 |
Handklæðaskipti, oft í viku | Daglega |
Hárblásari/Hárþurrka | Nei |
Internetaðstaða | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Nei |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Nei |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Já |
Þrif, oft í viku | Daglega |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
3 stjörnur