Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Prag

Prag er sannarlega ein fegursta borg Evrópu! Ekkert jafnast á sögu og mannlíf borgarinnar.

Stórkostlegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu og hugsjónir, vísindi og listsköpun allt fram til dagsins í dag. Hradcany-kastalinn, stjórnarsetur í 1.000 ár, og Vitusarkirkjan sem gnæfa yfir borgina, iðandi Karlsbrúin, gamli bærinn með Staromestske-torgið, þröngar göturnar og Wenceslas-torgið; allt eru þetta ógleymanlegir staðir. Ekkert jafnast á við að rölta um götur Prag og drekka í sig mannlífið og söguna. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa og í borginni er einnig frábært að versla. Heimsferðir bjóða fjölbreytta gistingu auk spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina.

Verslanir og TaxFree

Verslanir eru almennt opnar frá 10:00─18:00 en margar ferðamannaverslanir eru opnar lengur. Flestar verslanir í miðborg Prag eru opnar alla laugardaga og margar á sunnudögum til kl. 18:00. Athugið að opnunartími verslana er breytilegur. Þá bendum við á að verslunarmiðstöðin Chodov er vinsæl meðal Íslendinga en hún er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbænum. Margar vinsælar fataverslanir, t.d H&M, eru í Prag og kristal, listmuni og flest sem hugurinn girnist má finna í búðum borgarinnar.

Samgöngur

Neðanjarðarlestarkerfið, metró, er gott og einfalt í Prag, aðeins 3 línur. Sporvagnar eru líka þægilegir í notkun og ganga þeir um alla borg. Kynnið ykkur bestu möguleikana milli gististaðar ykkar og miðborgarinnar. Stakir miðar gilda í alla almenningsvagna og lestir. Þeir eru seldir á flestum hótelum, á blaðsölustöðum, í neðanjarðarlestarstöðvum, sjálfsölum við biðstöðvar og víðar, en ekki í vögnunum sjálfum. Athugið að stimpla verður miðana í þar til gerðum kössum inni í vögnunum eða á biðstöðvunum áður en haldið er af stað. Á sölustöðum metró og í sjálfsölum er einnig hægt að kaupa miða sem gilda í lengri tíma.

Matur og skemmtun

Fjöldi góðra veitingastaða er í Prag og gestir munu ekki eiga erfitt með að finna „rétta“ staðinn. Hægt er að skoða alla helstu veitingastaði Prag á þessari vefsíðu: www.squaremeal.cz.

Tónleikar ─ menningarlíf

Það er gríðarlega fjölbreytt menningarlíf í Prag og tónleikar og listviðburðir alla daga víða í borginni. Hægt er að kaupa miða við innganginn eða á bókunarstofum TicketPro sem eru víða en einnig hægt að versla á netinu á www.ticketpro.cz. Frægustu tónleikasalirnir og leikhúsin eru Rudolfinum, aðsetur fílharmóníunnar í Prag, Estates Theatre, National Theatre, State Opera og Obecní Dum (Menningarhúsið). Athygli er vakin á afar áhugaverðum brúðuleikhúsum, „svörtum“ leiksýningunum (Black Theatre) og látbragðsleikjum þar sem tungumálakunnátta er ekki lykilatriði.

 

Áhugaverðir staðir

Það er fjöldi áhugaverðra staða sem ekki má fara á mis við í Prag.

Staromestské námestí/Gamlabæjartorgið.

Hér er hjarta gamla bæjarins, klukkuturninn frægi, Tyn-kirkjan o.fl.

Wenceslas-torgið

Sögusvið margra kunnra atburða 20. aldar, glæsilegt þjóðminjasafnið og iðandi mannlíf.

Karlsbrúin

Kennd við Karl IV, meistaraverk frá 14. öld, endalaus straumur fólks á gangi allan daginn.

Kastalinn

Pražský hrad, hið mikla mannvirki, gnæfir yfir borgina, stjórnarsetur í margar aldir. Ótrúleg saga og listir.

Vitusardómkirkjan í kastalanum.

Stórkostlegt dæmi um gotneskan arkitektúr, byggingasaga allt frá 14. öld.

Gullna gatan er innan kastalaveggjanna.

Litlar listasmiðjur og búðir í litlum húsum. Hér bjó Kafka um tíma.

Strahov-klaustrið.

Ofan við kastalann, með glæsilegu heimspeki- og guðfræðisalina. Hér var stærsta bókasafn Mið-Evrópu.

Gyðingahverfið – Josefov.

Samkunduhúsin (sýnagógur) með gyðingasögusöfnum, kirkjugarðurinn frægi og margt fleira.

Nikulásarkirkjan í Malá Strana.

Eitt fegursta dæmi um evrópskan barokkstíl.

Klementinum.

Núverandi þjóðarbókasafn, áður Jesúítaklaustur. Tónleikar oft í speglakapellunni.

 

Lengd flugs milli Íslands og Prag: 4 klst.

Gjaldmiðill: Czech Koruna (CZK)

Tungumál: Tékkneska

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Gamli bærinn í Prag – gönguferð 2.400 kr. /mann

Farþegar hittast við Menningarhúsið (Obecní Dům) við Republiky-torgið kl. 10.00. Gengið framhjá Púðurturninum, um verslunarsvæði, að Vaclav-torgi (Wenceslas square) og niður að hinu stórkostlega aðaltorgi gamla bæjarins, Staroměstské Náměstí. Þaðan er farið í Gyðingahverfið og áfram niður að Moldá og Karlsbrúnni þar sem ferðin endar. Á leiðinni er staldrað víða við enda saga, listir og áhugavekjandi atriði á hverju horni. Mælum eindregið með þessari ferð fyrir þá sem eru í fyrsta sinn í Prag og vilja ná áttum.

Kynnisferðin um gamla bæinn tekur um 3–4 klst.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Kastalahverfið í Prag – gönguferð 2.400 kr. /mann

Farþegar mæta við Menningarhúsið (Obecní Dům) við Republiky torgið kl. 10:00. Rútuferð upp á kastalahæðina þar sem gönguferðin hefst við Strahov-klaustrið. Byrjað á því að fræðast um klaustrið og njóta útsýnisins yfir borgina. Gengið niður á við, fram hjá helgidómum og höllum (Loreta, Černín höll. Schwarzenberg höll, erkibiskupshöllinni o.fl.), staldrað við og fjallað um söguna, listina og lífið. Gengið gegnum kastalaportin þrjú þar sem margt kemur á óvart, ekki síst hin stórfenglega Vitusar dómkirkja o.fl. Kaffihlé áður en haldið er áfram niður í hið einstaka Malá Strana hverfi með sínum sögufrægu götum og húsum. Ferðinni lýkur við hina fögru barokk kirkju heilags Nikulásar, skammt frá Karlsbrúnni. 

Vinsamlegast athugið að í þessari ferð er ekki farið inn í söfn og byggingar (nema dómkirkjuna) og rútuferð er eingöngu í upphafi ferðar.

Kynnisferðin um kastalahverfið tekur um 3–4 klst.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Kutná Hora og Beinakirkjan 6.900 kr. /mann

Kjörið tækifæri til að kynnast Tékklandi betur, náttúru, landslagi og lífi. Kutná Hora er afar falleg borg sem byggir á ríkri sögu og var á miðöldum kölluð silfurkista Bæheimska konungríkisins, vegna silfurnámanna sem þar var að finna. Borgin naut mikillar velmegunar og var alla tíð talin næst mikilvægasta borgin á eftir Prag, en veitti Prag jafnan mikla samkeppni á sviði menninga, efnahags og stjórnmála í gegnum aldirnar. Miðbær Kutná Hora hefur verið á heimsminjaskrá Unesco síðan 1995. En hér má enn sjá ríkmannlegt yfirbragðið hvar sem drepið er niður fæti, bæði hvað varðar íbúðahús fyrri tíma þegar hér bjuggu auðkýfingar og valdamenn sem og hin glæsilega dómkirkja borgarinnar, St. Barbara. Í miðbænum er einnig einstakt mannvirki frá 15. öld, bygging yfir vatnstanka bæjarbúa frá þeim tíma, en mannvirkið er talið einstakur minnisvarði um gotneskan arkitektúr og verkfræði. Í þessari ferð heimsækjum við einnig hina sérstöku „Beinakirkju“ í þorpinu Sedlec þar sem skreytingarnar m.a. altarisskrautið og ljósakrónurnar eru gerð úr beinum og höfuðkúpum manna. Skreytingarnar voru ekki hannaðar til þess að hræða gesti, heldur til að minna okkur á hversu líf mannskepnunnar er hverfult. Ekki missa af þessari ferð á einstakar slóðir.

Kynnisferðin um Kutná Hora tekur um 6–7 klst.
Innifalið í verði: Inngangur í Beinakirkjuna,St. Barbara dómkirkjuna og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Ath.uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.