Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Porto

Porto er óviðjafnanleg borg á fleiri hátt en einn! 

Heimsferðir bjóða nú í fjórða sinn borgarferð í beinu flugi til Porto í Portúgal, en borgin var árið 2014 kjörin besti borgaráfangastaður Evrópu af Evrópubúum. Porto er önnur stærsta borg Portúgal og dregur landið nafn sitt af henni. Hér mætast mikil saga, falleg byggingarlist, blómleg menning, ljúffengur matur og mögnuð upplifun. Borgin stendur við Douro-ána, hún er mjög hæðótt og margar byggingarnar við Douro ána eru byggðar beint inn í klettana. Porto hefur sjarma allra þeirra bæja sem liggja við Douro ána en unnt er að rölta meðfram ánni á Ribeira árbakkanum, eða upplifa borgina með því að sigla um ána og upplifa þannig byggingarlistina, ótrúlegt landslagið og stórkostlegar brýr sem liggja yfir ána.

Gamli bærinn í Porto er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar eru göturnar þröngar og brattar, byggingarnar litríkar og fallegar og vekja upp þá tilfinningu að maður hafi ferðast aftur í tímann. Það er einstaklega skemmtilegt upplifa sögu borgarinnar á göngu og þú mátt ekki missa af gersemum eins og Bolsa höllinni. En Porto er ekki síður nútímaleg borg en söguleg. Nýrri hverfin eru full af einstöku andrúmslofti, lífi og mikilli grósku. Aðaljárnbrautarstöðin Sao Bento er skreytt með stórkostlegum myndum gerðum úr bláum og hvítum flísum sem kallast azeulejos. Við Avenida do Aliados breiðgötuna í hjarta Porto finnur þú m.a. ráðhúsið, einn frægasta píanóbar borgarinnar og fjölmörg kaffihús. 

Við Ribeira árbakkann standa veitingahús í röðum og við Ribeira-torgið  er mikið líf og fjör en þar eru fjöldi bara og veitingastaða. Þá eru hér merkilegar byggingar á borð við Dómkirkjuna en þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Frá Dom Luis brúnni er einnig stórkostlegt útsýni yfir Porto og yfir til bæjarins Vila Nova de Gaia handan árinnar, þar standa Púrtvínshúsin í röðum. 

Litríkar götur Porto bíða eftir þér! Sogaðu í þig andrúmsloft borgarinnar, uppgötvaðu portúgölsk sætindi og njóttu þess að bragða á heimsþekktum vínum Portúgala.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Áhugaverðir staðir

Cais de Gaia en þaðan er undurfagurt útsýni yfir borgina og þar er púrtvínið, eitt af þekktustu vínum heimsins upprunnið

Serralves safnið samanstendur af 2 byggingum sem eru jafnmikið listaverk og listaverkin sem húsin hýsa en safnið er umlukið stórfenglegum garði

Casa de Musica eða tónlistarhúsið er algjört meistaraverk hvað arkitektúr varðar en húsið var hannað af Rem Koolhaas

Sao Francisco kirkjan er ein af fallegustu kirkjum Evrópu, en kirkjan er þakin gulli frá gólfi uppí þak og algjörlega ómissandi að kíkja inní þessa fallegu kirkju

Cais da Ribeira er eitt af hverfum borgarinnar frá miðöldum sem býr yfir einstöku andrúmslofti en það er á heimsminjaskrá UNESCO

Dómkirkjan í Porto er frábrugðin mörgum kirkjum að því leyti að hún líkist virki að miklu leyti en kirkjan er frá 12. öld og er stærsta kirkjan í Porto

Clerigos turninn er táknrænt kennileiti borgarinnar en þaðan er frábært útsýni yfir borgina á toppi turnsins sem er 76 m hár en það þarf að fara upp 240 tröppur

Bolsa-höllin frá 19. öld þjónaði áður sem Kauphöll en höllin var byggð til að vekja hrifningu Evrópubúa og vinna sér inn trúverðugleika evrópskra fjárfesta

Dom Luis brúin er táknræn fyrir borgina en brúin var opnuð árið 1886 og átti þá metið fyrir lengsta járnbogann í heimi

Soares Dos Reis safnið er athyglisvert listasafn en það var fyrsta þjóðminjasafnið sem var hannað í Portúgal en þar má sjá minjar og listaverk úr fyrrum klaustrum

Miragaia hverfið er eitt fallegasta hverfið í Porto en það er frá miðöldum en það er á því svæði sem var fyrir utan borgarmúranna á svæði sem kallast „Arrabaldes“ en þar bjuggu áður Gyðingar og Armenar

6 brúa siglingu en það er sagt að það sé magnað að upplifa Porto á siglingu og sjá brýrnar allar

Borgarferð með sporvagni er stórskemmtileg leið til að sjá alla borgina

Smábærinn Guimarães

Guimarães er fallegur miðaldabær í 45 mínútna akstursfjarlægð en bærinn er álitinn vera fæðingarstaður Portúgals en fyrsti portúgalski konungurinn fæddist þar og þar lýsti Portúgal yfir sjálfstæði sínu.

Guimarães er á heimsminjaskrá UNESCO og var menningarborg Evrópu árið 2012. Bærinn er mjög fallegur með gömlum og vel varðveittum byggingum allt frá 15. öld. Auk fagurra bygginga eru þar skemmtileg og lífleg torg, þröngar hellulagðar götur, litrík kaffihús og sérverslanir sem selja fallegt handverk og framleiðslu heimamanna.

 

Verslun

Það er gott að versla í Porto en hér eru fjölmargar alþjóðlegar verslunarkeðjur líkt og H&M, Zara, Mango, Bershka, Stradivarius, Massimo Dutti og Primark ásamt fjölda innlendra verslana með listmuni. Verslunarmiðstöðvarnar eru flestar staðsettar í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá gamla bænum en einnig má finna eina við aðalverslunargötu borgarinnar.

Helst er Norte verslunarmiðstöðin norðan megin við ána en þar má finna H&M, Zara, Mango, Primark, Bershka, Stradivarius, Furla, Intimissimi, Aldo, iStore, Kiko, Massimo Dutti, Accessorize, Promod, Pull & Bear, Sephora, C&A og fleiri verslanir. Norte er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá aðallestarstöðinni í Porto.

Hér er einnig Parque Nascente verslunarmiðstöðin norðan við ána – í um 18 mínútna akstursfjarlægð frá lestarstöðinni. Helstu verslanirnar hér eru Benetton, Bershka, C&A, Intimissimi, Kiko, Pull & Bear, Seaside, Sephora, Stradivarius, Zara og Primark.

Þá er Arrábida verslunarmiðstöðin sunnan megin við ána í um 15 mínútna akstursfjarlægð en þar eru flestar helstu verslananna eins og H&M, Mango, Bershka, Stradivarius, Intimissimi, Aldo, Kido, Massimo Dutti en verslanirnar eru þó aðeins færri og hér er ekki Primark og aðeins Zara kids.

Þá er enn önnur verslunarmiðstöð, Mar verslunarmiðstöðin, einnig norðan megin en aðeins fjær en Norte eða í um 25 mínútna akstursfjarlægð en þar má finna yfir 200 verslanir. Helstu verslanirnar eru H&M, Bershka, Stradivarius, Zara, Mango, Fnac, Benetton, Promod, Pull & Bear, Massimo Dutti, C&A, Adidas, Foot Locker, Aldo, Ecco, Kiko, MAC ásamt fleiri verslunum.

Við aðalverslunargötuna Rua de Santa Catarina má þá finna verslanir Fnac, C&A, Pull & Bear, Zara, Promod, Intimissimi og Kiko ásamt fleiri verslunum en í hliðargötunum má svo finna margar innlendar verslanir með listmuni og aðrar fallegar vörur. Á götunni má einnig finna fjölmarga smásala sem selja portúgalskt handverk ásamt fleiru og stundum má sjá listafólkið framleiða listmunina á götunni. Þá er Via Catarina verslunarmiðstöðin einnig staðsett við götuna en þar má m.a. finna verslanirnar BodyShop, H&M, Kiko, Intimissimi ásamt fleiri verslunum. Nálægt Boavista hringtorginu eru einnig verslunarmiðstöðvar, eins og Cidade do Porto. 

Markaðir
Einn af skemmtilegustu og frægustu mörkuðum Portúgal er Mercado do Bolhao í Porto. Markaðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 1850 og er opinn alla virka daga milli kl. 07.00-17.00 og laugardaga milli kl. 07.00-13.00 en þar má finna ýmsan varning á borð við blóm, grænmeti, fiskmeti og kjötmeti ásamt fleiru. Þá er flóamarkaðurinn Vandoma þar sem finna má áhugaverðar vörur og gera góð kaup á notuðum fatnaði.

 

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á kynnisferðir í Porto og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Borgarferð

Porto er önnur stærsta borg Portúgal og dregur landið nafn sitt af henni. Hér mætast mikil saga, fallegur byggingarlist, blómleg menning, ljúffengur matur og mögnuð upplifun. Borgin stendur við Douro-ána, hún er mjög hæðótt og margar byggingarnar við Douro ána eru byggðar beint inn í klettana. Í borgarferðinni ökum um Porto og skoðum m.a. hina frægu Sao Francisco kirkju sem er ein af fallegustu kirkjum Evrópu, en kirkjan er þakin gulli frá gólfi upp í þak en algjörlega ómissandi er að skoða þessa fallegu kirkju. Þá skoðum við einnig Clérigos turninn sem var hannaður af Nicolau Nasoni og Bolsa-höllina sem var áður kauphöllin í Porto. Við tökum okkur ennig tíma til að upplifa stemmninguna á Ribeira árbakkanum. Þá skoðum við einnig hina gríðarlega fallegu Sao Bento járnbrautarstöðina en hún er skreytt með stórkostlegum myndum gerðum úr bláum og hvítum flísum sem kallast azeulejos. Síðast en ekki síst endum við ferðina í einum af hinum fjölmörgu vínkjöllurum í Vila Nova de Gaia, sunnan megin við Douro ána þar sem við fræðumst um sögu púrtvínsins og fáum að smakka púrtvínið.

Borgarferðin tekur um 3 klst.

Innifalið í verði: Rútuferð og íslensk leiðsögn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfarartíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Porto.

Miðaldarbærinn Guimarães

Við ökum um Minho-héraðið frá Porto til miðaldarbæjarins Guimarães, sem er álitinn fæðingarstaður Portúgals. Fyrsti portúgalski konungurinn fæddist þar og þar lýsti Portúgal yfir sjálfstæði sínu. Við komuna til bæjarins skoðum við kastalann og S. Michael kapelluna frá 11. öld og heyrum um sögu Portúgals. Við göngum framhjá höll Bragança hertoganna um þröngar gamlar götur niður í neðri hluta bæjarins. Við sjáum Nossa Senhora da Oliveira kirkjuna og Padrão do Salado minnismerkið, falleg gömul torg og margar vel varðveittar byggingar allt frá 15. öld. Í lok kynnisferðarinnar gefst tími til að kíkja aðeins í verslanir og fyrir síðbúinn hádegisverð (valkostur) áður en við ökum út á flugvöll.

Ferðin tekur um 5-6 klst.

Innifalið í verði: Rútuferð, íslensk leiðsögn. Ath! akstur út á flugvöll er ekki innifalinn í verði og þarf að bóka slíkt sérstaklega.

Kort

Click to view the location of the hotel

Flugsæti (báðar leiðir með tösku & handfarangri)