Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Písa eða Lucca - Toscana héraðið á Ítalíu

Örfá sæti laus!

26. september í 3 nætur - Beint flug frá Akureyri

Heimsferðir bjóða nú 3ja nátta ferð til Písa eða Lucca í beinu flugi til Pisa. Báðar borgirnar eru hluti af Toscana héraðinu sem er eitt það frjósamasta á Ítalíu, bæði með tilliti til matar, drykkjar og lista.

Stórbrotin saga og menning Ítalíu er á hverju strái í þessum fögru borgum og héraði. Aldagömul ólífutré, vínviður, frjósamar hlíðar með ávaxtatrjám og blómaangan er sannarlega hluti af þessum ítölskum töfrum. Einnig verður í boði kynnisferð til Flórens.

 

Pisa er yndislega falleg borg með skemmtilegum strætum og heimsfrægum minjum. Borgin er rómuð fyrir stórkostlegar byggingar við dómkirkjutorgið. Dómkirkjan er bygging frá 11. öld. Þar er líka að finna Babtisterium, marmaraklædd kúpul-bygging og hinn frægi Skakki turninn í Písa sem borgin er hvað þekktust fyrir.

Lucca er gullfalleg virkisborg í Toscana héraðinu og var á 13. og 14. öld ein af valdamestu borgum Evrópu. Gamli bærinn er umlukinn gríðarmiklum borgarmúr. Nýtískuleg borgin hefur þanist út fyrir borgarmúranna en fyrir innan þeirra hefur tíminn staðið í stað. Fallegar gamlar byggingar, hellulagðar götur og skemmtileg torg mynda einstaka umgjörð um borgina. Lucca er falleg og heillandi borg sem býr yfir ótal áhugaverðum stöðum á sama tíma og hún er passlega lítil svo auðvelt er að komast um hana, njóta hennar og upplifa á sem bestan hátt.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Áhugaverðir staðir

Pisa
Cathedral of Santa Maria Assunta - undurfögur dómkirkja er frá 10. öld
Skakki turninn - klukkuturn kirkjunnar Santa Maria Assunta, byggður á 11. öld
Campo Santo - kirkjugarður/grafhýsi með fallegum garði
Museo Nazionale - þjóðminjasafn Pisa
Santa Maria dell Spina - ein fallegasta kirkja Pisa, lítil kirkja á árbakkanum
Palazzo dei Cavalieri - torg sem prýðir höll frá 15. öld
Ponte di Mezzo - brúin er 89 m löng og var byggð árið 1947

Lucca
Lucca Cathedral - dómkirkja Lucca er umtöluð á Ítalíu fyrir fegurð sína
San Michele in Foro - einstök kikrja sem var í byggingu frá 7. öld upp til 12. aldar
Torre delle Ore - varnarturn frá 13. öld, frábær útsýnisstaður
Torre Guingi - 45 m turn með garði á toppnum

Flórens
Flórens er án efa ein af fallegustu borgum heims, enda hefur borgin að geyma ófáar minjar á heimsminjaskrá UNESCO.
 Hinn ótrúlegi fjöldi listaverka á jafnlitlu svæði gerir Flórens að einni fjölsóttustu borg veraldar. Til  borgarinnar kemur mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári til að njóta einstakrar fegurðar þessarar borgar sem er sannkölluð vagga listar og menningar. Flórens er einnig mikil miðstöð matar og víns og allt umhverfis borgina er mikil vínrækt og má þar sérstaklega nefna Chianti svæðið sem liggur á milli Flórens og Siena. Borgin stendur á bökkum árinnar Arno. Heimsókn til Flórens er svo sannarlega samfelld upplifun sem er ógleymanleg hverjum sem það reynir.

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á kynnisferðir í Pisa í haust og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðirnar eru háðar því að a.m.k. 30 manns bóki sig (20 manns í vínsmökkuninni). Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Vínsmökkun

Sunnudagur 29. september
3-4 klst. 

Skemmtileg ferð á brottfarardegi. Brottför frá hótelum rétt fyrir hádegi að Torre a Cenaia vínekrunni sem er í um 25 mínútna akstri frá Písa. Toskana er sennilega eitt  frægasta vínræktar hérað á Ítalíu og þaðan koma mörg af dýrustu og bestu vinum landsins. Umhverfið er frjósamt og  fagurt og víða má sjá vínakra og olífutré. Smakkaðar verða fjórar víntegundir  ásamt annarri hefðbundinni  framleiðslu á þessu svæði eins og pylsum, osti og fleira

Innifalið í verði: Akstur vínsmökkun og íslensk fararstjórn.

ATH! lágmarksþátttaka er 20 manns 
ATH! farþegar sem bóka þessa ferð þurfa ekki að bóka akstur  út á flugvöll þar sem ferðin endar á flugvellinum.

Gönguferð um Pisa

Stutt gönguferð fimmtudaginn 26. september kl 17:00 (að staðartíma) um miðborg Pisa.

Farþegar hitta fararstjóra Heimsferða við “Skakka turninn” og fara í létta göngu í um klukkustund til að kynnast borginni betur. Fararstjórar munu auðkenna sig með íslenska fánanum.

Ferðin er skipulögð þannig að farþegar fái tilfinningu fyrir borginni og átti sig betur á staðháttum.

Enginn aðgangeyrir í merkar minjar er innifalinn í þessari ferð.

Æskilegt er að farþegar bóki ferðina fyrir brottför frá Íslandi. Verð 2.000 kr.

Kort

Click to view the location of the hotel