Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Palma de Mallorca

Palma de Mallorca er nýr borgaráfangastaður hjá Heimsferðum sem spennandi er heim að sækja og sérlega vel til þess fallinn að dvelja yfir langa helgi.

Eyjan Mallorca státar af heillandi umhverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð og fallegum bæjum, hver með sínum sérstaka karakter og yfirbragði. Hér er frábært að lifa og njóta og þreytist maður aldrei á að flakka um og upplifa þessa fallegu miðjarðarhafseyju.

Höfuðborgin Palma liggur á suðvestur hluta eyjarinnar og teygir sig meðfram strandlengjunni. Þar býr nánast helmingur eyjarbúa og er borgin því hjarta eyjarinnar.

Í Palma má finna margar fallegar byggingar og söguminjar í bland við nútímann. Dómkirkjan eða La Seu, er eitt af aðal kennileitum borgarinnar enda gríðarlega falleg bygging sem hönnuð er í gotneskum stíl á 13 og 14 öld.

 

Gaman er að rölta um gamla borgarhlutann enda er hann mjög sjarmerandi með þröngum götum sem iða af mannlífi. 

Paseo del Borne er aðal breiðgatan en þar eru lúxus verslanir á borð við Rolex, Louis Vuitton og Tous. Útfrá Plaza Mayor liggja fleiri verslunargötur með þekktum alþjóðlegum verslunum eins og H&M, Mango og Zöru. Hér er auðvelt að gera vel við sig í mat og drykk enda mikið úrval af huggulegum veitingastöðum sem bjóða uppá gómsæta miðjarðarhafsrétti, tapas og spænsk vín. 

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Áhugaverðir staðir

La Seu Cathedral – Rómönsk-Kaþólsk kirkja byggð í gotneskum stíl, 44 metra há og er næst hæsta gotneska kirkja í heiminum

Castell Bellver – Kastalinn og furuskógurinn í kringum hann einkennir Palma

Es Baluard Museum of Modern & Contemporary Art – Nútímalistasafn

Arababöðin – Hammam böð frá 9. & 10. öld, en á þeim tíma var Palma Arabísk borg að nafninu Medina Mayurqa

Ströndin – steinsnar frá miðbænum, sólaðu þig á milli þess að skoða gamlar minjar og menningu

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á kynnisferðir í Palma de Mallorca í haust og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Drekahellar & perlubærinn

Föstudaginn 1. nóvember kl. 10.00 

Drekahellarnir eru einstakt náttúruundur sem enginn má láta framhjá sér fara. Um er að ræða dropasteinshella sem voru þúsundir eða milljónir ára í myndun og eru í raun ólýsanlegir. Ekin er falleg leið yfir láglendið Mallorca í áttina að bænum Porto Cristo. Hellarnir eru neðanjarðar við eitt stærsta neðanjarðarvatn heims, kallað Martelvatnið, en þar má heyra fallega tónlist spilaða frá litlum bátum sem eru á vatninu. Áður en haldið er tilbaka, verður komið við í bænum Manacor, hins þekkta perlubæjar, og þar skoðum við perluverksmiðjuna, en Majorica perlurnar þeirra eru vel þekktar um allan heim.

Innifalið í verði: Akstur, aðgangseyrir í hellana og íslensk fararstjórn. Ath hádegisverður er ekki innifalinn.

Borgin Palma & tapas

Laugardaginn 2. nóvember kl. 10.00 

Palma er höfuðborg Mallorca og jafnframt stærsta borg eyjunnar. Borgin hefur margt uppá að bjóða en hér er mikið af huggulegum veitingastöðum, falleg söfn, úrval verslana og er hinn gamli bæjarhluti hennar sérstaklega sjarmerandi. Í þessari ferð skoðum við meðal annars Dómkirkjuna (La Seu) sem er stórkostleg bygging sem hönnuð er í gotneskum stíl og á meðal fallegri kirkja á Spáni. Hún er heimsfræg fyrir sína lituðu glerglugga og þar má sjá fjölmarga gripi sem hafa varðveist um aldanaraðir. Einnig verður farið í heimsókn í Bellver kastalann sem þykir mjög sérstakur þar sem hann er hringlaga bygging en þaðan er skemmtilegt útsýni yfir borgina og höfnina. Ferðin endar í tapas (smáréttir) að hætti heimamanna en tapas er þjóðarréttur Spánverja.

Innifalið í verði: Akstur, aðgangseyrir í Dómkirkjuna, hádegisverður og íslensk fararstjórn