Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Marrakech - beint flug frá Akureyri

18. október í 4 nætur

Marokkó er land dulúðar, ævintýra og stórbrotinnar náttúrufegurðar.  

Sahara eyðimörkin er einna þekktust en yfir landinu tróna svo hin tignarlegu Atlas fjöll. Veðurfarið yfir vetramánuðina er milt og notalegt. Menning og saga landsins lætur engan ósnortinn enda aldagömul og borgin Marrakech umvafin fallegum byggingum, moskum, höllum og sögufrægum stöðum. Marrakech er svo heillandi, seiðandi og suðræn með alla sína markaði og skemmtilegu andrúmslofti stórborgar. Sagði einhver „1001 nótt“?

Marrakech er forn konungsborg sem á rætur sínar að rekja til 11. aldar. Í dag er borgin fjórða stærsta borg Marokkó eftir Casablanca, Fez og Tanger. Í borginni er mikið um að vera, þá sérstaklega á miðbæjartorginu Djemaa El Fna en þar er einstök stemming. Á torginu má til dæmis sjá glæsilega dansara, ótrúlegt fimleikafólk leika listir sínar, aldna sögumenn, apa sem leika lausum hala og spilandi snákatemjara. Þar er margt að skoða, t.d. Koutoubia moskuna frá miðöldum, Bahia höllina og gamla borgarhlutann ásamt markaðnum sem er einskonar völundarhús sölubása. Að kvöldi dags breytist ásjón torgsins Djemaa El Fna en þá verður torgið að einum stærsta veitingastað í Marrakech – og framandi kryddlyktin fyllir loftið og gefur fyrirheit um góða máltíð. 

Sagt er að hvergi í Marokkó finnist betur þessi samruni gamla tímans og nútíma en í Marrakech, borgin dáleiði, töfri og kryddi upplifun þess sem sæki hana heim!

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4