Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Marrakech

22. apríl í 4 nætur

Marokkó er land dulúðar, ævintýra og stórbrotinnar náttúrufegurðar.  

Sahara eyðimörkin er einna þekktust en yfir landinu tróna svo hin tignarlegu Atlas fjöll. Veðurfarið yfir vetramánuðina er milt og notalegt. Menning og saga landsins lætur engan ósnortinn enda aldagömul og borgin Marrakech umvafin fallegum byggingum, moskum, höllum og sögufrægum stöðum. Marrakech er svo heillandi, seiðandi og suðræn með alla sína markaði og skemmtilegu andrúmslofti stórborgar. Sagði einhver „1001 nótt“?

Marrakech er forn konungsborg sem á rætur sínar að rekja til 11. aldar. Í dag er borgin fjórða stærsta borg Marokkó eftir Casablanca, Fez og Tanger. Í borginni er mikið um að vera, þá sérstaklega á miðbæjartorginu Djemaa El Fna en þar er einstök stemming. Á torginu má til dæmis sjá glæsilega dansara, ótrúlegt fimleikafólk leika listir sínar, aldna sögumenn, apa sem leika lausum hala og spilandi snákatemjara. Þar er margt að skoða, t.d. Koutoubia moskuna frá miðöldum, Bahia höllina og gamla borgarhlutann ásamt markaðnum sem er einskonar völundarhús sölubása. Að kvöldi dags breytist ásjón torgsins Djemaa El Fna en þá verður torgið að einum stærsta veitingastað í Marrakech – og framandi kryddlyktin fyllir loftið og gefur fyrirheit um góða máltíð. 

Sagt er að hvergi í Marokkó finnist betur þessi samruni gamla tímans og nútíma en í Marrakech, borgin dáleiði, töfri og kryddi upplifun þess sem sæki hana heim!

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Áhugaverðir staðir

Djemaa El Fna miðbæjartorgið
Á torginu er einstök stemning, en þar má til dæmis sjá glæsilega dansara, ótrúlegt fimleikafólk leika listir sínar, aldna sögumenn, apa sem leika lausum hala og spilandi snákatemjara. Að kvöldi dags breytist ásjón torgsins Djemaa El Fna en þá verður torgið að einum stærsta veitingastað í Marrakech – og framandi kryddlyktin fyllir loftið og gefur fyrirheit um góða máltíð. Við njótum hins einstaka andrúmslofts og þessa að horfa á dansara, götufimleika, apa sem sýna listir og snákatemjara ásamt öllu því sem ber fyrir augu.

Bahia höllin
Höllin var byggð á 19. öld fyrir yfirmann ríkisstjórnarinnar (grand vizier) á þeim tíma, sá maður var fyrrum þræll sem reis til valda en hann bjó í höllinni með konum sínum fjórum, 24 hjásvæfum og heilum helling af börnum.

Majorelle garðurinn
Jardin Majorelle var hannaður af franska málaranum Jacques Majorelle, sem eyddi 40 árum í að hanna þennan töfrandi garð.

Koutoubia moskan
Turn Koutoubia moskunnar gnæfir yfir Marrakech, en engin önnur bygging má vera hærri en pálmatré í Marrakech og er því Koutoubia moskan auðfinnanleg.

Medina, gamli borgarhlutinn
Ef þú vilt upplifa borgina á sama hátt og innfæddir er Medina staðurinn fyrir þig. Hér er bókað mál að þú týnist í þröngum götunum sem virðast vera búin til til að afvegaleiða þig og villa fyrir um.

Souk markaðurinn
Souk er einskonar völundarhús sölubása, sem neistar af lífi og sál.

Saadien grafhýsin
Grafhýsin prýða appelsínutré, fallega garða og fuglasöng. Hér er alltaf friður og ró, jafnvel þegar mikið er að gera.

Ben Youssef Madrasa
Íslamskur skóli frá 14. öld sem er afskaplega fallegur, arkitektúrinn og hönnunin á byggingunni og svæðinu í kring er einstakur.

Hammam
Heimsókn í Hammam (baðhús að hætti Marokkóbúa) felur vanalega í sér að afklæðast, fara í gufubað, fá nudd með húðskrúbb og henda sér í ískalda laug. Það eru mörg baðhús í Marrakech og verðið er vanalega milli 50 og 100 dirham.

El Badi höllin
Sagan segir að þegar höllin var afhjúpuð hafi soltánninn snúið sér að hirðfífli sínu og beðið um álit hans, hirðfíflið sagði þá: „Þetta munu vera stórkostlegar rústir.“. Höllin var byggð á 16. öld og nafnið hennar þýðir hið óviðjafnanlega.

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á þrjár kynnisferðir í Marrakesh og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig, en gott er að bóka kynnisferðirnar a.m.k. viku fyrir brottför tilað tryggja sér sæti. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum. Börn yngri en 12 ára greiða helming af verði.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Borgarferð um Marrakesh

23. apríl kl. 13:30 - 18:00
Marrakech er önnur stærsta borg Marokkó á eftir Casablanca og er einnig þekkt sem „Rauða perla suðursins“. Uppbyggingu þessarar fornu „Imperial city“ má rekja allt aftur til 11. aldar. Marrakech er heillandi í ljósi mismunandi þjóðerna hennar, íslamska og arabíska arkitektúrsins sem og allra litanna sem ber fyrir augu. Í Marrakech heimsækjum við íburðarmiklu Bahia höllina, Majorelle garðinn ásamt því að virða fyrir okkur Koutoubia moskuna að utan. Við skellum okkur á markaðinn „Souk“ sem neistar af lífi og sál og virðum fyrir okkur mannlífið á hinu fræga Djamaa El Fna torgi. Við njótum hins einstaka andrúmslofts og þessa að horfa á dansara, götufimleika, apa sem sýna listir og snákatemjara ásamt öllu því sem ber fyrir augu. Þetta er afar áhugaverð ferð þar sem við upplifum svo sterkt andstæðurnar í mannlífi þessarar þjóðar og komumst hvað næst hjarta Marokkó. Við ráðleggjum fólki að taka með sér vatnsflösku, sér í lagi ef heitt er í veðri.

Innifalið í verði: Akstur, aðgangseyrir í Bahia höllina og Majorelle garðinn ásamt íslenskri leiðsögn

Marrokkósk "Fantasia" Kvöldskemmtun

24. apríl kl. 20:00 - 23.30
Hér er slegið upp kvöldskemmtun á veitingastað sem sameinar bæði hefðbundna marokkóska matargerð og glæsilega þjóðlagahefð. Gestir fá að smakka marrokkóska matargerð og þjóðlagahefðir frá mörgum hlutum Marokkó eru sýndar. Á meðan þú nýtur kvöldverðarins er boðið uppá tónlist, dans að hætti heimamanna ásamt því að magadansarar sýna listir sínar. Eftir matinn munu reiðmenn á arabískum hestum slá botn í kvöldið með glæsilegri „Fantasia“ sýningu.

Innifalið í verði: Akstur, kvöldverður og íslensk fararstjórn. Ath drykkir eru seldir sér.

Reiðtúr á Kameldýrum

25. apríl kl. 11:00 - 13:00*
Þessi harðgerðu dýr hafa fylgt þessari þjóð um aldir og voru helstu fararskjótar eyðimerkunnar á árum áður, enda fætur þeirra hannaðir til að sökkva ekki niður í sandinn, þeir eru sterkir til burðar og geta verið án vatns svo dögum skiptir. Í þessari 2 klst ferð bregðum við okkur á bak og njótum sveitalífsins þar sem við ríðum í gegnum þorp og fylgjumst með hvernig innfæddir búa utan miðborgarinnar.

Innifalið í verði: Akstur og íslensk fararstjórn. *Ath! Tímasetning gæti verið breytileg eftir fjölda.