Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Lucca

Lucca er gullfalleg virkisborg í Toscana-héraðinu og var á 13. og 14. öld ein af valdamestu borgum Evrópu. Gamli bærinn er umlukinn gríðarmiklum borgarmúr. Nýtískuleg borgin hefur þanist út fyrir borgarmúranna en fyrir innan þeirra hefur tíminn staðið í stað, fallegar gamlar byggingar, hellulagðar götur og skemmtileg torg mynda einstaka umgjörð um borgina. Borgarmúrarnir eru samtals 4.200 metrar að lengd, bæði breiðir og háir. Að utanverðu eru þeir hlaðnir úr múrsteini en að innanverðu eru aflíðandi grasbrekkur þar sem plantað hefur verið trjám, ein tegund á hverri hlið múrsins. Það er bæði áhugavert og ánægjulegt að ganga eftir borgarmúrunum, hringinn í kringum gömlu borgina. Þaðan er útsýnið frábært yfir borgina og á sögulegar byggingar og fallega almenningsgarða.

Innan borgarmúranna eru sögulega byggingar, allt frá 7. öld. Í kringum þessar byggingar liðast þröngar götur, sneisafullar af verslunum, galleríum, börum, kaffihúsum og veitingastöðum. Aðaltorg Lucca eru Piazza San Martino en þar er dómkirkju borgarinnar frá 5. öld, Duomo di San Martino, og Piazza dell‘Anfiteatro, torg sem á öldum áður mun hafa verið hringleikahús. Borgin er fæðingarborg tónskáldsins Puccini og borgarbúar eru duglegir að heiðra minningu hans með margvíslegum hætti. Heimili Puccini er eitt af söfnum borgarinnar sem skemmtilegt er að heimsækja.

Lucca er falleg og heillandi borg sem býr yfir ótal áhugaverðum stöðum á sama tíma og hún er passlega lítil svo auðvelt er að komast um hana, njóta hennar og upplifa á sem bestan hátt. Þetta er ein af þessum fjölmörgu perlum í Toscana sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja. Borgin Pisa er 30 km suður af Lucca og til Flórens eru um 90 km.

Kort

Kynnisferðir

Gönguferð um Lucca

Hálfsdagsferð
m/íslenskri fararstjórn

Lucca er einn fallegast borg Ítalíu. Fæðingarborg tónskáldsins Puccini. Og borgarbúar duglegir að heiðra minningu hans með margvíslegum hætti. Heimili Puccini er eitt af söfnum borgarinnar sem skemmtilegt er að heimsækja. Lucca er lítil og þægileg borg fyrir gönguferðir. Gengið er um í gamla miðbænum um þröng hellulögð stræti, þar sem við skoðum kirkjur, turna og torg borgarinnar sem eru svo einkennandi fyrir borgina. Í gamla miðbænum er yfir 100 kirkjur! Göngunni lýkur í miðbænum. Þá er möguleiki að halda kynnisferðinni áfram á eigin vegum og fá sér góðan göngutúr á gamla borgar-múrnum sem umlykur borgina. Múrinn er rúmlega 4 km að lengd. Frá múrnum er frábært útsýni yfir borgina. Þá er einnig hægt að fara uppá topp Guinigi turnsins, sem er einn að mörgum turnum borgarinnar frá 14. öld. Þaðan er afar gott útsýni yfir borgina sér í lagi gamla miðbæinn. Eftirmiðdagurinn er frjáls að hætti hvers og eins.

Innifalið: gönguferð um Lucca, fararstjórn og heyrnatól.

San Gimignano borgin

Hálfsdagsferð
m/íslenskri fararstjórn

San Gimignano er einstaklega falleg miðaldaborg í hjarta Toskana. Íbúar borgarinnar eru um 8 þúsund. Borgin liggur mitt á milli borganna Siena og Flórens og stundum nefnd borg turnanna. Aðal einkenni borgarinnar eru turnar stórir sem smáir. Torre Grossa á Piazza del Duomom, dómkirkjutorginu, er þeirra hæstur um 54 metrar. Gamli miðbær borgarinnar er á heimsminjaskrá UNESCO, sökum þess hversu vel hann hefur verið varðveittur. Aðaltorg borgarinnar er Piazza della Cisterna, sem umlukið er fallegum miðaldarbyggingum. Það tekur um það bil klukkutíma að aka frá Lucca. Áætlað er að vera komin aftur til Lucca um kl.14:00.

Innifalið: akstur, kynnisferð um borgina, fararstjórn og heyrnatól.

Vínbóndi í héraðinu

Kvöldferð
m/íslenskri fararstjórn

Skemmtileg kvöldferð til Fattoria il Poggio Montecarlo. Þar verður boðið uppá kvöldverð að hætti heimamanna og vínsmökkun.

Innifalið: akstur, kvöldverður og vínsmökkun ásamt fararstjórn.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7