- Loftkæling
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Radisson Blu Plaza er staðsett í hjarta viðskipta- og verslunarhverfis borgarinnar, með almenningssamgöngur skammt frá hótelinu. Frír aðgangur að þráðlausu há-hraða internettenginu (WI-FI) á öllu hótelinu.
Veitingastaðurinn Plaza Restaurant og kaffibarinn Plaza Café, sem staðsettir eru á hótelinum, bjóða báðir upp á frábæra matseðla, bæði innlenda og alþjóðlega. Einnig er hér í boði glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
Herbergin eru innréttuð í nútímalegum og hlýlegum stíl en á herbergjunum er LED sjónvarp, loftkælingu, minibar, kaffivél og baðsloppar. Á baðberginu er stórt baðkar og sturta, einnig hárblásari og baðvörur.
Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum og skemmtistöðum. Mikið menningar- og listalíf er í borginni; leikhús, tónleikahús og fjöldi listamanna með vinnustofur og gallerí.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Um gistinguna
Bar | Já |
Fjarlægð frá flugvelli | 30 km |
Fjöldi herbergja/íbúða | 237 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Já |
Loftkæling | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Næsta metróstöð | 300 m |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Strætóstoppistöð | 0 m |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Já |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur