Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Ljubljana

Ljubljana - Hin leynda perla Slóveníu í beinu leiguflugi, yndisleg borg sem heillar alla!

Heimsferðir bjóða upp á frábærar helgarferðir til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu, sem alltof fáir þekkja. Slóvenía, „litla fallega og friðsæla landið sólarmegin í Ölpunum“, er áfangastaður sem hefur slegið rækilega í gegn hjá farþegum Heimsferða undanfarin ár. Slóvenía er nyrsta og jafnframt þróaðasta land fyrrum Júgóslavíu.

Í Ljubljana búa um 300.000 manns. Á hæð ofan við bæinn gnæfir Ljubljana-kastalinn með stórkostlegu útsýni yfir borgina. Áin Ljubljanica liðast um borgina og er gamli bæjarhlutinn í Ljubljana staðsettur á milli kastalans og árinnar. Það er einstakt að rölta með ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu, fjöldi stúdenta og ungs fólks setur sérstakan svip á borgina en borgin er mikil háskólaborg og þarna er virtur tónlistarháskóli og háskóli.

Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum og skemmtistöðum. Mikið menningar- og listalíf er í borginni; leikhús, tónleikahús og fjöldi listamanna með vinnustofur og gallerí. Í gamla bæjarhlutanum eru margir veitingastaðir, barir, kaffihús og skemmtilegar verslanir. Má þar nefna t.d saltverslun þar sem er hægt að kaupa skemmtilegar gjafavörur, t.d gróft matarsalt, saltað súkkulaði, baðsalt og baðskrúbb og margt fleira sniðugt, einstaklega skemmtileg verslun.

Í Ljubljana eru margir skemmtilegir miðbæjarmarkaðir með fallegu handverki og mat og má þá nefna t.d. markaðinn sem er staðsettur meðfram ánni en hann er alltaf opinn á sunnudagsmorgnum. Þangað kemur fólk frá nærliggjandi sveitum og bæjum sem selur vörur sínar og þar er einnig ungt listafólk að selja vörur sínar. Virkilega gaman er að kíkja á markaðinn og skoða hvað er í boði, bæði nýtt og gamalt.

Margar verslanir eru í Ljubljana, bæði sérverslanir af öllu tagi og stórar verslunarmiðstöðvar eins og City Park og BTC. Þær eru aðeins fyrir utan miðbæinn og tekur einungis 5─10 mínútur að fara þangað með leigubíl. Þar eru fjölmargar verslanir með þekkt vörumerki eins og H&M, Zara, Mango og fleiri verslanir. Einnig má finna mjög góðar og ódýrar skóbúðir. Verðlag í Ljubljana er mjög hagstætt og góður aðbúnaður fyrir ferðamenn.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 3

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Borgarferð – gönguferð 1.900 /mann

Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, er ótvírætt ein af leyndu perlum Evrópu. Í borginni búa um 300 þúsund manns og miðborgin iðar af lífi, enda óvenju hátt hlutfall af ungu fólki, stúdentum og listamönnum sem búa þar. Yfir borginni gnæfir Ljubljana kastali, um miðborgina liðast litla áin Ljubljanica og beggja vegna við ána er mikið líf og fólk í alls kyns erindagjörðum, verslanir, listamannasmiðjur, kaffihús og veitingastaðir. Í gönguferð um miðbæinn kynnumst við helstu kennileitum og byggingum og fræðumst um lífið í bænum. Við Presernov-torg og brýrnar þrjár, liggja leiðir til allra átta. Við sjáum dómkirkjuna, hinn líflega og stóra markað, skemmtilegar götur og byggingar gamla bæjarins, förum að Kongresni-torgi og sjáum Fílharmoníuna, háskólann, þinghúsið, óperuna, þjóðminjasafnið og ýmislegt fleira áður en gönguferðin endar. Gönguferðin endar í miðbænum um hádegisbil.

Gönguferðin tekur um 2 klst.  
Innifalið í verði: Íslensk leiðsögn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns. Bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför en uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Athugið! Nákvæmur brottfarartími í ferðir verður auglýstur á staðnum. Farþegar fá nánari upplýsingar um hvar þeir verða sóttir í kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum, en yfirleitt er um 3-4 staði að ræða svo þetta taki sem styðstan tíma og hægt sé að láta hverja kynnisferð fyrir sig byrja sem fyrst án þess að þurfa koma við á mörgum hótelum áður.

Fjallaperlan Bled 10.900 kr. /mann

Í huga margra er fjallaperlan Bled í Slóveníu einn fegursti staður Alpanna. Bled er lítill ferðamannabær við samnefnt vatn í faðmi fallegra fjalla í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Ljubljana. Í miðju vatninu er lítil eyja sem setur sérstakan svip á landslagið en myndin fullkomnast af kastalanum sem gnæfir uppi á kletti fyrir ofan. Í Bled er farið í stutta kynnisferð um staðinn og upp í kastalann, og siglt er á hinum þekktu “pletnabátum” útí eyju. Frjáls tími til að fá sér göngutúr um fallegt landið, rölta um bæinn og fá sér eitthvað í svanginn, t.d. kaffi og “kremsnita” (sérstök kaka frá Bled) áður en haldið er til baka. Áætluð koma tilbaka á hótel er um kl. 17:00.

Ferðin til Bled tekur um 7 klst.
Innifalið í verði: Rútuferðir, sigling, aðgangseyrir í kirkjuna og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Athugið! Nákvæmur brottfarartími í ferðir verður auglýstur á staðnum. Farþegar fá nánari upplýsingar um hvar þeir verða sóttir í kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum, en yfirleitt er um 3-4 staði að ræða svo þetta taki sem styðstan tíma og hægt sé að láta hverja kynnisferð fyrir sig byrja sem fyrst án þess að þurfa koma við á mörgum hótelum áður.

Postojna hellarnir og Predjama kastali 11.900 kr. /mann

Dropasteinshellarnir í Postojna eru meðal stærstu, fegurstu og frægustu neðanjarðarhella í heimi. Yfir 20 km af göngum, sölum og náttúrulistaverkum . Í milljónir ára hafa neðanjarðarár grafið sér leið um karst jarðveginn og eru enn að. Vatnið sem seytlar niður, myndar síðan nokkurs konar grýlukerti sem verða að ótrúlegum og litríkum listaverkum. Niðri í hellunum er einnig að finna hina mjög sjaldgæfu og forvitnilegu veru, mannfisk (Proteus Anguinus). Ekið frá Ljubljana í um 1 klst. Farið er niður í hellana í ferðamannalest, um 4 km. Þá tekur við gönguferð í 1-1 ½ km á góðum stígum. Örlítill hæðarmunur en allir sem eiga ekki í erfiðleikum með gang fara þetta léttilega. Í lokin er lestin tekin upp aftur og alls tekur þessi ferð rúmlega klukkutíma. Haldið er áfram til Predjama kastala sem er í um 12 km fjarlægð frá hellunum. Kastalinn er byggður inn í klettavegg og einstakur í sinni röð. Inni er afar áhugavert safn. Eftir skoðunarferð um kastalann er haldið til baka til Ljubljana. Áætluð koma tilbaka á hótel er um kl 15:00.

Ferðin til Postojana og Predjama tekur um 6 klst.
Innifalið í verði: Ferðir, aðgangseyrir í hella og kastala og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Athugið! Nákvæmur brottfarartími í ferðir verður auglýstur á staðnum. Farþegar fá nánari upplýsingar um hvar þeir verða sóttir í kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum, en yfirleitt er um 3-4 staði að ræða svo þetta taki sem styðstan tíma og hægt sé að láta hverja kynnisferð fyrir sig byrja sem fyrst án þess að þurfa koma við á mörgum hótelum áður.