Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Liverpool

Frá Egilsstöðum 6. nóvember 2020 í 3 nætur

Liverpool er fimmta stærsta borg Englands og einna þekktust fyrir fótboltaliðið sitt ásamt því að vera heimaborg Bítlanna. Borgin er staðsett á norð – vestur strönd Bretlands og er þekkt hafnarborg. Auk þess státar hún sér af því að vera sú borg í Bretlandi sem er með mestu afþeyjngarmöguleikana, söfn og gallerí.

Liverpool er afar sjarmerandi borg með skemmtilegu andrúmslofti, frábærum veitingastöðum og auðveld að rölta um þar sem hún er ekki mjög stór. Heimavöllur Liverpool er hinn sögufrægi Anfield og sannarlega þess virði að heimsækja hann. Einnig er Everton fótboltaliðið með leikvöllinn sinn Goodison Park, sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með, staðsett í Liverpool 

Þá má finna allar helstu verslanirnar við verslunargöturnar S.John Street, Paradise Street, Peter´s Lane og Church Street í hjarta Liverpool. Skemmtanalífið í Liverpool er aðallega við Concert Square og svo einnig við Slater Street, Wood Street og Seel Street svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru veitingastaðir og barir á hverju strái og oft mikið líf og fjör.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Áhugaverðir staðir

The Beatles Story
eitt stærsta tónlistarsafn Bítlanna enda Liverpool þeirra heimabær 

Albert Dock
Er á heimsminjaskrá Unesco, nýlegt bryggjuhverfi með mikinn arkitektúr. Flottir veitingastaðir eru hér

Liverpool Metropolitan Cathedral
Dómkirkjan í Liverpool, falleg bygging sem stendur hátt og gnæfir yfir borgina

Walker Art Gallery
styttur og málverk frá 13.öld til nútíma. Eitt af stærstu söfnum í Englandi, fyrir utan London

Museum of Liverpool
eitt af bestu söfnum Bretlands

Verslun

Mjög gott er að versla í Liverpool og fyrir þá sem vilja kíkja í verslanir þá eru 3 verslunarmiðstöðvarnar staðsettar í miðbæ Liverpool.

St. Johns Shopping Centre verslunarmiðstöðin er með um 100 verslanir.
Liverpool ONE verslunarmiðstöðinni má finna yfir 160 verslanir.
Í The Metquarter verslunarkjarnanum er að finna sérverslanir og outlet s.s. Hugo Boss, MAC og Armani Exchange.

Þá má finna allar helstu verslanirnar við verslunargöturnar S.John Street, Paradise Street, Peter´s Lane og Church Street í hjarta Liverpool.

Verslanir eru almennt opnar frá 09:30-20 mán.-fös., laugard. kl. 09:30–19 og frá kl. 11:00 – 17:00 á sunnudögum.

Matur & Drykkur

Fjöldi góðra veitingastaða eru í Liverpool.

Bæði eru þar breskir veitingastðir með kráarstemningu en einnig alþjóðlegir staðir sem bjóða uppá allskyns rétti. Flestir veitingarstaðir eru staðsettir í miðbænum eða á Albert Dock.

Skemmtanalífið

Skemmtanalífið í Liverpool er aðallega við Concert Square og svo einnig við Slater Street, Wood Street og Seel Street svo eitthvað sé nefnt.
Þarna eru veitingastaðir og barir á hverju strái og oft mikið líf og fjör.