Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Lissabon

Heimsferðir bjóða beint flug til Lissabon í Portúgal sem oft er kölluð San Francisco Evrópu.

Lissabon er stærsta borg og jafnframt höfuðborg Portúgals. Borgin á sér mikla sögu og menningu en er að sama skapi mjög nútímaleg borg. Hún er mjög hæðótt og er byggð á sjö hæðum, sem gerir hana eina af fallegustu borgum Evrópu en borgin er oftar en ekki kölluð San Francisco Evrópu.

Margar merkilegar byggingar og styttur eru við hvert fótmál í miðborginni. Gömul og falleg hverfi setja sinn svip á borgina. Má þar á meðal nefna Baixa, Chiado, Alfama, Bairro Alto og Rossio en öll eiga þau heillandi sögu, hvert á sinn hátt. Gaman er að ganga um miðbæinn, þar er mikið um litlar og þröngar götur en fyrir þá sem vilja skoða meira af borginni er hægt að fara með kláfi upp og niður hæstu brekkurnar.

Samgöngur
Mjög gott aðgengi er að neðanjarðarlestum í miðborginni og auðvelt að komast á milli staða. Einnig er strætis- og sporvagnakerfið fyrsta flokks. Um 40─50 mín keyrsla er frá flugvellinum og að miðbæ Lissabon en sá tími fer alfarið eftir umferð, sem getur verið gríðarleg á háannatíma dagsins.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Áhugaverðir staðir

Pena-kastalinn í Sintra 
Kastalinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Belém höllin (Palácio Nacional de Belém)
Lillableik höll, dvalarstaður forseta Portúgal.

Vasco de Gama brúin (Ponte Vasco de Gama)
Byggð yfir Tagus fljótið, er lengsta brú Evrópu, 17,2km.

Þjóðargarðurinn (Parque das Nações)
Hannaður fyrir Heimsýninguna í Lissabon 1998 (Expo 98). 

Ajuda höllin (Palacío Nacional da Ajuda) 
Íburðamikil höll sem byggð var fyrir konungsfjölskyldu Portúgala árið 1755, eftir jarðskjálftan mikla. 

Carmo-klausturleifarnar (Ruínas do Convento do Carmo)
Rústir rómverskrar kirkju og klausturs sem standa enn óhreyfðar frá jarðskjálftanum mikla sem skók borgina 1. nóvember  1755. Áhrifamikil sjón og í göngufæri frá miðbænum.

Kastali heilags Georgs (Castelo de Sao Jorge)
Kastalinn og virkisveggir hans gnæfa  yfir borgina og fara varla fram hjá neinum. Elsti hluti kastalans var byggður af Rómverjum á 6. öld og státar kastalinn af 18 turnum.

Vefsíða: castelodesaojorge.pt/en

Belém-turninn (Torre de Belém)
Turninn var byggður á fyrri hluta 16. aldar til að minnast landafunda landkönnuðarins Vasco de Gama. Turninn er á lista yfir Heimsminjar Sameinuðu þjóðanna og er eitt helsta tákn Lissabon.

Landafundamerkið (Monumento aos Descobrimentos)
52 metra hár minnisvarði við bakka Tagus fljóts sem táknar heimsveldastefnu Portúgala á 15. og 16. öld. Þar má sjá líkneski 33 þekktustu landkönnuða Portúgala.

Jerónimo-klaustrið (Mosteiro dos Jerónimos)
Einstaklega falleg bygging í svokölluðum Manúalisma byggingarstíl. Þetta gríðarlega stóra klaustur og kirkja var sett á heimsminjaskrá árið 1983 og er fagurlega skreytt innan sem utan. 

Kristsstyttan (Cristo Rei)
Styttan var reist árið 1959 til þakkar guði, fyrir að hlífa Portúgal fyrir hörmungum seinni heimstyrjardar. Styttan er um 100 m há og hægt er að komast upp á topp.

Santa Justa lyftan (Elevador de Santa Justa)
Erfitt getur verið að finna lyftuna, en hún er vel falin milli bygginga við þröngar götur miðbæjarins. Lyftan var upphaflega byggð árið 1874. Á toppnum er kaffihús og fallegt útsýni.

Verslunartorgið (Praça do Comércio)
Einnig þekkt sem Terreiro do Paço, staðsett við Tagus á og markaði upphaf byggðar á miðbæ Lissabonn. Frá torginu liggur bein leið gegn um Rossio hverfið.

25. Apríl brúin (Ponte 25 de April)
Oft nefnd systurbrú Golden Gate brúarinnar San Francisco. Mikilfengleg brú yfir Tagus flótið sem dregur nafn sitt af byltingunni miklu 25. apríl 1974, þegar hinum grimma einvaldi Salazar var vikið frá völdum.

Söfnin

Borgarsafnið (Museu da Cidade)
Saga Lissabon frá upphafi til dagsins í dag.
Vefsíða: museudacidade.pt/Paginas/Default.aspx

Chiado-safnið (Museu do Chiado)
Fremsta nýlistarsafn Portúgals er kennt við Chiado-hverfið.

Sæfara safnið (Museu de Marinha)
Vefsíða: museu.marinha.pt/pt/Paginas/default.aspx

Fado safnið (Museu do Fado)
Vefsíða: museudofado.pt/

Flísasafnið (Museu do Azulejo)

Verslun

Baixa er aðalverslunarhverfi borgarinnar og þar er hægt að gera góð kaup á munum sem framleiddir eru í Portúgal, s.s. leðurvörum og skóm. Einnig eru þar verslanir sem innihalda merkjavörur. Velþekktar erlendar verslunarkeðjur á borð við H&M, Zara, Adidas og Diesel eru meira og minna staðsettar í Chiado-hverfinu.

Aðalverslunarmiðstöðvarnar eru Colombo, Centro Vasco de Gama og El Corte Inglés.
Colombo er ein stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu með yfir 400 verslanir, opin frá kl. 10.00─24.00. Vert er að taka fram að í Colombo má m.a. finna verslunina Primark.
Amoreiras er elsta og sögufrægasta verslunarmiðstoð borgarinnar.
Armazens do chiado, þar má finna mikið úrval bóka- og hlómplötuverslana.
Þá er Centro Vasco de Gama með um 170 verslanir og opin frá kl. 09.00─24.00.
El Corte Inglés frá kl. 10.00─22.00.

Í Lissabon er einnig að finna Free Port Outlet, í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Lissabon en þar er opið frá kl. 10.00─22.00. Þar má finna yfir 140 verslanir og fjölmarga veitingastaði. Þá er Free Port Outlet einnig með litla rútu sem gengur frá Pombal-torginu.

Tax Free
Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  ATH. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um tax-free.

Veitingastaðir & næturlíf

Fjöldi góðra veitingastaða er í Lissabon. En kokkasnilld Portúgala felst ekki í úrvals-matsölustöðum einum og sér, heldur spannar matarmenningin gervalt samfélagið, frá heimilismatseld til frægra "Piri Piri" kjúklingaréttastaða, sjávarréttastaða, Fado og smáréttastaða.  Á flestum góðum sjávarréttastöðum borgarinnar má finna íslenskt sjávarfang matreitt á einstakan hátt og dálæti ferðamanna á hinum fræga og bragðsterka "Piri Piri" kjúklingarétti er löngu orðið víðfrægt.

Matarmenningin er mikil í borginni og veitingastaðir oft reknir af fjölskyldum sem bjóða rétt dagsins eða „Pratos do dia“ fyrir sanngjarnt verð.
Hvert landsvæði Portúgals hefur sína sérrétti sem oftast innihalda kjöt eða fisk. Saltfiskur eða bacalhau á portúgölsku er sérstaklega vinsæll í landinu enda sagt að Portúgalar kunni 365 leiðir til að elda saltfisk en „Bacalhau à Brás“ og „Bacalhau à Gomes de Sá“ eru vinsælustu aðferðirnar ásamt „Bacalhau de Porto“.

Einnig er mikið um sætindi, og ber þá helst að nefna hið fræga „Pastéis de Belém“ sem er nokkurs konar eggjatart-eftirréttur en rétturinn er afar vinsæll á samnefndum stað í Belem-hverfinu. Portúgalar hafa einnig þróað sína eigin skyndibitamenningu en rétturinn „Francesinha“ er þar vinsælastur, gerður úr brauði, pylsum, kjöti, osti og sósu sem m.a. samanstendur af viskíi og bjór en rétturinn er oftast nær borinn fram með frönskum kartöflum.

Hægt er að skoða nokkra veitingastaði inn á vefsíðum eins og:
www.lonelyplanet.com/portugal/lisbon/restaurants
www.golisbon.com/food/golisbon-favourites.html
www.tripadvisor.com/Restaurants-g189158-Lisbon_Estremadura.html
www.sr-fado.com (Mjög vinsæll Fado veitingastaður)

Þá er næturlífið mjög fjörugt í borginni og þar er að finna úrval klúbba, bara og tónlistarhúsa.
Bairro Alto er aðalhverfið hvað næturklúbba og bari varðar auk þess sem mjög vinsælt er að skemmta sér í Las Docas hverfinu en þar má finna fjölmörg diskótek, bari og veitingastaði. Las Docas er staðsett við hina þekktu „25. apríl“ brú.

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á kynnisferðir í Lissabon og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Borgarferð

Lissabon er ein af fallegustu borgum Evrópu og á sér mikla sögu og menningu. Sagt hefur verið að besta leiðin til þess að kynnast þessari fallegu borg og upplifa það sem hún hefur upp á að bjóða, sé að villast í gamla borgarhlutanum. Þar er auðvelt að gleyma sér á rölti um hin þröngu steinlögðu stræti, heimsækja söfn, kaffihús og virða fyrir sér mannlífið. En Lissabon er mjög stór borg og að meðtöldum úthverfum telur borgin rúma þúsund ferkílómetra, sem að er um það bil þreföld stærð Reykjavíkur. Því getur verið tilvalið að hefja dvölina á skoðunarferð um borgina með fararstjórum Heimsferða og kynnast betur því sem borgin hefur upp á að bjóða.

Lissabon á það sameiginlegt með Róm, Istanbúl og San Francisco að vera byggð á hæðum og fer það ekki framhjá þeim sem að hyggur á göngur milli borgarhlutanna. Útsýni frá hæðunum er tilkomumikið og það ásamt byggingalist, menningu, sögu og veðursæld gerir borgina eina af eftirsóttustu borgum Evrópu heim að sækja. Í borgarferðinni verður ekið á milli helstu kennileita Lissabon.

Borgarferðin tekur um 4 klst.
Innifalið í verði: Rútuferð og íslensk leiðsögn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 7 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Lissabon

Fjallaþorpið Sintra

Hæðir Sintra eru einn fallegasti og sögufrægasti staður Portúgal. Sintra hæðir er fyrsti staður Evrópu sem settur var á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Saga Sintra og þau menningarlegu verðmæti sem að finna má í bænum eru ógleymanleg þeim sem ganga þar um í fyrsta sinn. Bærinn hefur að geyma lítil þröng stræti umlukin fallegum byggingum og þeir sem að hann heimsækja hafa oftar en ekki vitnað í Byron lávarð, skáldið víðfræga, sem að kallaði Sintra Eden á jörð. Rómantískara andrúmsloft verður vart fundið.

Bærinn Sintra byggðist upp vegna nálægðar sinnar við Þjóðarhöllina (Palace National). Höllin er sérstaklega mikilfengleg en hún er ein af fáum stærri byggingum sem að byggðar voru í rómönskum byggingarstíl og stendur á næsta tindi við virkið. Útsýni frá höllinni er einstaklega fallegt og hallargarðurinn einn sá fallegasti í Portúgal.
Náttúrufegurð Sintra er einstök og tala heimamenn um Sintra sem grænasta og gróðursælasta stað Portúgal.

Ferðin til Sintra tekur um 6-7 klst.
Innifalið í verði: Rútuferð og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 7 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Lissabon.

Kort

Click to view the location of the hotel