Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Aðventuferð til Heidelberg

0
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Aðventan í Heidelberg

6. desember – 10. Desember 2019
Fararstjóri: Erla Erlendsdóttir

Heidelberg stendur við ána Neckar og er að flesta mati ein rómantískasta borg Þýskalands. Borgin er mikil háskólaborg og iðar af lífi. Yfir borginni gnæfir tignarlegur kastali og gamlar hallarrústir frá 13. öld sem eru upplýstar á kvöldin og setja rómantískan svip á borgina. Ein lengsta göngugata í Þýskalandi, Hauptstrasse er lífæð og hjarta bæjarins með fjölda verslana, veitingastaða og iðandi mannlíf. Í Þýskalandi er almennt mjög gott að versla og Heidelberg er engin undantekning þar á. Gamli bærinn er með þröngum götum og gömlum húsum sem mörg hver hafa að geyma skemmtileg kaffi- og matsöluhús, stúdentaknæpur og smáverslanir.

Jólamarkaðurinn í Heidelberg er með eldri og þekktari jólamörkuðum í Þýskalandi. Hann opnar í lok nóvember og er opin fram að jólum og stemmningin er aldeilis frábær. Miðbærinn er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur og fallegar byggingar borgarinnar búa til einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í skreyttum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi.

Innifalið: Flug til og frá Frankfurt, skattar, 1 taska /20 kg, gisting í 4 nætur með morgunverðarhlaðborði. Gönguferð í fylgd fararstjóra um Heidelberg.  Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. 

Ferðatilhögun

Dagur 1 – Flug til Frankfurt

6.Desember / föstudagur
Flug með Icelandair til Frankfurt. Brottför kl 7:35, lending kl 12:00 að staðartíma. Ekið frá flugvelli til Heidelberg um klukkutíma akstur. Gist verður á Hótel Crown Plaza Heidelberg City Center 4* Eftir innritun á hótel er boðið uppá stutta vettvangskönnun með fararstjóra um næsta nágrenni hótelsins.

Dagur 2 – Bæjarferð - gönguferð

7. desember / laugardagur
Tveggja tíma gönguferð um Heidelberg. Á göngu er best og skemmtilegast að kynnast gamla bænum í Heidelberg, bænum sem listamenn hafa keppst um að skrifa um, mála, lofsyngja eða dásama á annan hátt í gegnum tíðina. Þannig er borgin orðin ódauðleg og í hugum margra ein rómantískasta borg Þýskalands. Stúdentalíf, sagan, athyglisverðar byggingar, þröngar götur, áin Neckar, brýrnar, verslanir, veitingastaðir, jólastemmning og margt fleira ber á góma í göngu um bæinn. Gönguferðinni lýkur í miðbænum.  Tilvalið tækifæri til að taka litla lest sem gengur upp að kastalanum sem gnæfir svo tignarlegur yfir bænum. Þaðan er gaman að njóta útsýnisins yfir borgina en einnig að skoða hallarsvæðið og  berja augum eina stærstu víntunnu heims, sem þarna er að finna. 

ATH: Lestarferð og aðgangur að kastalanum er ekki innifalið í verði.

Dagur 3 – Bæjarferð - gönguferð

8. desember / sunnudagur

 

Gönguferðin um Heidelberg verður einnig á dagskrá í dag. Farþegar hafa val um hvort þeir fari í gönguferðina á laugardegi eða sunnudegi. Fyrir þá sem ekki hyggja á gönguferð í dag er þetta góður dagur til að njóta aðventustemningarinnar, ylja sér við jólaglögg og hlusta á fallega tónlist.  

Dagur 4 – Heidelberg

9. desember / mánudagur
Frjáls dagur til þess að njóta lífsins í þessari fallegu borg.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti