Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Leyndardómar Granada. Granada er ein af þessum borgum Spánar sem allir verða að heimsækja alla vega einu sinni á ævinni. Borgin liggur í hlíðum Sierra Nevada fjallgarðsins, sunnarlega í Andalúsíu. Hið einstaka og leyndardómsfulla andrúmsloft sem einkennir Granada kemur fyrst og fremst frá hinni þekktu höll Alhambra og Generalife görðunum. Höllin og garðarnir voru byggð af Márum á stjórnartíma þeirra á Spáni og var höllin síðasta vígi Mára á Spáni áður en þeir voru flæmdir úr landi. Alhambra höllin sem trónir yfir borginni, er gimsteinn arkitektúrs Mára og gefur borginni þessa orku sem erfitt er að finna þó langt væri leitað. Alhambra þýðist sem “Hin Rauða” og var fyrst reist sem virki árið 889 ofan á gömlum rómverskum rústum en var svo breitt í höll á miðri 11 öld. Hún hefur að geyma langa og áhugaverða sögu um framþróun borgarinnar og ætti enginn sem heimsækir Granada að láta hana fram hjá sér fara. Arfleifð máranna er einnig að finna víðs vegar við götur og torg Granada. Í Granada er m.a. að finna tvö fræg hverfi, annars vegar gamla arabahverfið Albaícin en þar er m.a. að finna margar teterías eða tehús sem borgin er þekkt fyrir. Útsýnistaðurinn Mirador San Nicolás er einnig hér en hann er hvað þekktastur fyrir hið ótrúlega sólsetur sem lýsir Alhambra höllina þessum rauðu tónum undir mikilfengleika fjalla Sierra Nevada. Í hverfinu Sacromonte er að finna tugi hella þar sem sígaunar settust að á 18. öld og búa í enn þann dag í dag. Flamenco tónlistin á rætur að rekja til Sacromontes hverfisins og sagt er að ljóðskáldið Federico García Lorca hafi oft lagt leið sína þangað og samið ljóð við flamencosöngva. Í dag búa um 240.000 manns í Granada og þangað koma þúsundir erlendra nema í skiptinám á ári hverju. Basilikkur og kirkjur eru á hverju horni og þykja sumar þeirra ótrúlega fallegar eins og til dæmis Bacilica San Júan de Díos og Capilla Real. Lífleg strætin, skemmtilegir barir, veitingastaðir á heimsmælikvarða, frábærir tapas barir frá gamla tímanum, flamingo klúbbar og gott verðlag gera þessa borg einstaka!

Granada

Leyndardómar Granada

Granada er ein af þessum borgum Spánar sem allir verða að heimsækja alla vega einu sinni á ævinni. Borgin liggur í hlíðum Sierra Nevada fjallgarðsins, sunnarlega í Andalúsíu. Hið einstaka og leyndardómsfulla andrúmsloft sem einkennir Granada kemur fyrst og fremst frá hinni þekktu höll Alhambra og Generalife görðunum. Höllin og garðarnir voru byggð af Márum á stjórnartíma þeirra á Spáni og var höllin síðasta vígi Mára á Spáni áður en þeir voru flæmdir úr landi. Alhambra höllin sem trónir yfir borginni, er gimsteinn arkitektúrs Mára og gefur borginni þessa orku sem erfitt er að finna þó langt væri leitað. Alhambra þýðist sem “Hin Rauða” og var fyrst reist sem virki árið 889 ofan á gömlum rómverskum rústum en var svo breitt í höll á miðri 11 öld. Hún hefur að geyma langa og áhugaverða sögu um framþróun borgarinnar og ætti enginn sem heimsækir Granada að láta hana fram hjá sér fara.

 

Arfleifð máranna er einnig að finna víðs vegar við götur og torg Granada. Í Granada er m.a. að finna tvö fræg hverfi, annars vegar gamla arabahverfið Albaícin en þar er m.a. að finna margar teterías eða tehús sem borgin er þekkt fyrir. Útsýnistaðurinn Mirador San Nicolás er einnig hér en hann er hvað þekktastur fyrir hið ótrúlega sólsetur sem lýsir Alhambra höllina þessum rauðu tónum undir mikilfengleika fjalla Sierra Nevada. Í hverfinu Sacromonte er að finna tugi hella þar sem sígaunar settust að á 18. öld og búa í enn þann dag í dag. Flamenco tónlistin á rætur að rekja til Sacromontes hverfisins og sagt er að ljóðskáldið Federico García Lorca hafi oft lagt leið sína þangað og samið ljóð við flamencosöngva.

 

Í dag búa um 240.000 manns í Granada og þangað koma þúsundir erlendra nema í skiptinám á ári hverju. Basilikkur og kirkjur eru á hverju horni og þykja sumar þeirra ótrúlega fallegar eins og til dæmis Bacilica San Júan de Díos og Capilla Real.
Lífleg strætin, skemmtilegir barir, veitingastaðir á heimsmælikvarða, frábærir tapas barir frá gamla tímanum, flamingo klúbbar og gott verðlag gera þessa borg einstaka!

Kort

Kynnisferðir

Kynnisferð um Granada 3.900 kr. /mann

Í þessari 3 klst. kynnisferð munum við byrja á að heimsækja kapellu og dómkirkju Granada. Kapellan var byggð á árunum 1505 – 1517 og er grafreitur kaþólsku konungshjónana Ísabellu og Ferdinand sem voru við völd þegar Márar voru reknir frá Granada árið 1492 eftir 700 ára veru í borginni. Dómkirkjan var einnig byggð á 16.öld og er talin fyrsta dómkirkjan á Spáni byggð í endurreisnarstíl. Þessar tvær byggingar voru þær fyrstu sem byggðar voru í Granada eftir að kaþólsku konungshjónin náðu völdum í borginni.

Því næst heimsækjum við hverfið Alcaiceria sem var á tímum mára silkimarkaður. Rölt er um þröng strætin og sölubásar með handverki heimamanna skoðaðir. Albaycin er eflaust frægasta hverfi borgarinnar. Hverfið er byggt í hæð með útsýni yfir Alhambra höllina og því kjörin búseta fyrir málara og listamenn enda eru þeir stór hluti íbúa á hæðinni. Granada er mikil háskólaborg og tekur borgin á móti þúsunda innlendra og erlendra nema á ári hverju og er Albaycin hverfið sérstaklega vinsælt meðal stúdenta. Sjarmi hverfisins er mikill, götur þröngar, húsin falleg og ef þú villist er ekki ólíklegt að þú endir á notalegu torgi eða garði.

Ath. Ferðin er farin fótgangandi og því getur hún verið erfið fyrir þá sem eiga erfitt með gang.

Innifalið í verði: Íslensk fararstjórn, aðgangur í kapelluna og dómkirkuna.

Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Flamenco sýning í Sacromonte 3.900 kr. /mann

Einstakt tækifæri til að upplifa ósvikna flamenco sýningu í einum af mörgum hellum Sacromonte hverfisins en flamenco tónlistin á sér langa sögu í þessu hverfi. Hrynjandi gítarsins, söngurinn og dansinn flytja áhorfendur inn í heillandi heim Flamenco.

Farþegar eru sóttir á hótelin á milli 20:30 – 20:45 og hefst sýningin rúmlega 21:00. Á staðnum er boðið upp á drykk á meðan á sýningunni stendur. Hellirinn er staðsettur beint á móti Alhambra höllinni og því er afþragðs útsýni þegar út er komið.

Við nýtum tækifærið og göngum til nærliggjandi útsýnisstaðs þar sem við berum augum á upplýsta Alhambra í rökkvinu. Hellirinn er staðsettur á móti Alahambra höllinni og er útsýnið að henni einkar fallegt. Við höldum áfram að njóta fegurðar svæðisins og göngum að næsta útsýnisstað.

Innifalið í verði: Rúta til Sacromonte hverfisins. Aðgangeyrir á flamenco sýningu og einn drykkur.

Alhambra og Generalife 8.400 kr. /mann

Ómissandi kynnisferð fyrir alla sem heimsækja Granada! Alhambra höllin ásamt hinum undurfögru görðum Generalife hafa hefur verið á Heimsminjaskrá Unesco frá árinu 1984. Höllin er meistaraverk arkitektúrs Mára en einnig stolt bæjarbúa. Hún gnæfir yfir borginni og er stórbrotið mannvirki. Ahambra, sem þýðir “Hin Rauða”, var fyrst reist sem virki árið 889 ofan á gömlum rómverskum rústum. Á miðri 11. öld hófust endurbætur á virkinu sem umbreyttist í þessa fögru byggingu sem hún er í dag. Í glæsilegum görðunum sem umlykja byggingarnar er að finna alls kyns tré, plöntur og tjarnir. Innan hallarmúranna er einnig að finna höll Karls V en hann byggði höllina í endurreisnarstíl og nefndi eftir sjálfum sér. Alhambra hefur að geyma langa og áhugaverða sögu um framþróun borgarinnar og ætti enginn sem heimsækir Granada að láta hana fram hjá sér fara.

Innifalið í verði: Rúta til og frá Alhambra, aðgangseyrir í Alhambra og Generalife garðana, ensk fararstjórn, einnig heyrnatól með leiðsögn. Fylgd íslensks fararstjóra.

Lágmarksþátttaka 20 manns.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4