Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Granada – borg hinna þúsund kastala. Granada er ein af þessum einstöku borgum Spánar sem allir verða að heimsækja allavega einu sinni á ævinni. Hún liggur við rætur Sierra Nevada fjallgarðinn, sunnarlega í Andalúsíu og var síðasta vígi Máranna en arfleifð þeirra er að finna víðsvegar við götur og torg Granada. Hið einstaka og leyndardómsfulla andrúmsloft sem einkennir Granada kemur fyrst og fremst frá hinni þekktu höll Alhambra en Íslamskan og arabískan byggingarstíl er að finna víðsvegar um borgina. Granada státar af frábærum Tapas börum frá gamla tímanum, og enginn ætti að missa af hinu sögufræga arabíska hverfi “Albayzín” en þar er að finna Teterías eða Tehús sem borgin er þekkt fyrir. Alhambra höllin trónir svo yfir Granada, full af íslömskum arkitektúr og fallegum skrúðgörðum og gefur borginni þessa orku sem erfitt er að finna þó langt væri leitað. Alhambra, þýðist sem “Hin Rauða”, var fyrst reist sem virki árið 889 ofan á gömlum rómverskum rústum en var svo breitt í höll á miðri 11 öld. Hún hefur að geyma langa og áhugaverða sögu um framþróun borgarinnar og ætti enginn sem heimsækir Granada að láta hana fram hjá sér fara. Mirador San Nicolás er svo annar staður í arabíska hverfinu sem er hvað þekktastur fyrir hið ótrúlega sólsetur sem lýsir höllina þessum rauðu tónum undir mikilfengleika Sierra Nevada fjallgarðsins. Basilikkur og kirkjur eru svo á hverju horni og þykja sumar þeirra ótrúlega fallegar eins og til dæmis Bacilica San Júan de Díos og Capilla Real. Lífleg strætin, skemmtilegir barir, veitingastaðir á heimsælikvarða, flamingo klúbbar og frábært verðlag pakka svo ferð til þessarar einstöku og fallegu borgar allveg inn.

Granada

Granada – borg hinna þúsund kastala.

Granada er ein af þessum einstöku borgum Spánar sem allir verða að heimsækja allavega einu sinni á ævinni. Hún liggur við rætur Sierra Nevada fjallgarðinn, sunnarlega í Andalúsíu og var síðasta vígi Máranna en arfleifð þeirra er að finna víðsvegar við götur og torg Granada. Hið einstaka og leyndardómsfulla andrúmsloft sem einkennir Granada kemur fyrst og fremst frá hinni þekktu höll Alhambra en Íslamskan og arabískan byggingarstíl er að finna víðsvegar um borgina. Granada státar af frábærum Tapas börum frá gamla tímanum, og enginn ætti að missa af hinu sögufræga arabíska hverfi “Albayzín” en þar er að finna Teterías eða Tehús sem borgin er þekkt fyrir.

Alhambra höllin trónir svo yfir Granada, full af íslömskum arkitektúr og fallegum skrúðgörðum og gefur borginni þessa orku sem erfitt er að finna þó langt væri leitað. Alhambra, þýðist sem “Hin Rauða”, var fyrst reist sem virki árið 889 ofan á gömlum rómverskum rústum en var svo breitt í höll á miðri 11 öld. Hún hefur að geyma langa og áhugaverða sögu um framþróun borgarinnar og ætti enginn sem heimsækir Granada að láta hana fram hjá sér fara. Mirador San Nicolás er svo annar staður í arabíska hverfinu sem er hvað þekktastur fyrir hið ótrúlega sólsetur sem lýsir höllina þessum rauðu tónum undir mikilfengleika Sierra Nevada fjallgarðsins. Basilikkur og kirkjur eru svo á hverju horni og þykja sumar þeirra ótrúlega fallegar eins og til dæmis Bacilica San Júan de Díos og Capilla Real.

Lífleg strætin, skemmtilegir barir, veitingastaðir á heimsælikvarða, flamingo klúbbar og frábært verðlag pakka svo ferð til þessarar einstöku og fallegu borgar allveg inn.


Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti