Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Glasgow

Glasgow er stærsta borg Skotlands en borgin er jafnframt ein besta verslunarborg Bretlands fyrir utan London. Borgin er afar lifandi og státar af töfrandi arkitektúr, frábæru úrvali verslunana, fjölbreytilegum veitingastöðum og börum ásamt fjörugu næturlífi.

Borgin hefur í gegnum árin breyst í það að vera miðstöð verslunar, menningar, ferðamannaiðnaðar frá því að vera gríðarlega mikil iðnaðarborg. Arkitektúrinn í borginni laðar að margan ferðamanninn en hér eru óteljandi byggingar í Viktoríu-stíl sem eru sérstaklega fallegar. Þá má einnig finna hér einstök meistaraverk eins af ástsælustu sonum borgarinnar, hins eftirminnilega og framúrskarandi arkitekts og hönnuðs Charles Rennie Mackintosh.

Glasgow er þekkt fyrir menningarlífið sem blómstrar þar, sérstakan stíl og vinalega borgarbúa en um 600.000 manns búa í borginni. Tugir safna eru í borginni sem vert er að skoða, t.d. Nýlistasafnið, sem er talið eitt besta safn sinnar tegundar og er staðsett í hjarta Glasgow. Þá er einnig ómissandi að fara á söfnin Kelvingrove Art Gallery And Museum og Hunterian Museum and Art Gallery.

Miðborgin sjálf er frekar lítil og því afar auðvelt að ganga um borgina. Í borginni er margt að sjá og upplifa, m.a. eitt aðaltorgið Georgs-torg, sem er staðsett fyrir framan Ráðhúsið en þar er mikið mannlíf, margt að sjá og fjöldi uppákoma. Svo má nefna Doulton gosbrunninn, sem er byggður úr leir, en hann er stærsti gosbrunnur sinnar tegundar í heiminum. Gosbrunnurinn stendur fyrir framan People´s Palace eða Höll fólksins sem ásamt Winter Gardens eða Vetrargarðinum er safn og glerhús sem staðsett er í Glasgow Green garðinum.

Í borginni er að finna fjölda verslana miðsvæðis og verslunarmiðstöðvar bæði miðsvæðis og svo aðeins utar. Gullna Zetan, eða Style Mile eins og heimamenn kalla þetta verslunarsvæði, er heiti yfir þrjár götur; Buchanan, Argyle og Sauciehall en þessar götur þykja hafa frábært úrval verslana og sérverslana. Helstu verslunarmiðstöðvarnar eru Princes Square, St. Enoch, Buchanan Galleries og Silverburn en státa af 20-100 verslunum, stærst er Silverburn og minnst Princes Square. Silverburn er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá miðbænum en hinar eru staðsettar miðsvæðis.

Veitingastaði er að finna eru út um alla borg, sérstaklega í hverfunum Merchant City og West End en þar eru einnig götusalar, markaðir og margt um að vera. Merchant City hefur gengið í gegnum endurnýjun árdaga og telst nú til menningarlegs hluta borgarinnar en þar er nú að finna vinsæla bari og veitingastaði í gömlum vöru- og verslunarhúsnæðum.

Samgöngur í borginni eru góðar en aðallestarstöð borgarinnar er við Argyle stræti. Hér ganga strætisvagnar reglulega um alla borg svo auðvelt er að fara endanna á milli. Þá er upplagt að hoppa upp í "hop on/hop off" túristavagnana vinsælu og kynnast þannig borginni og helstu merkisstöðum hennar á stuttum tíma. Það má svo alltaf fara aftur að þeim sem heilluðu mest og verja þá lengri tíma þar í það sinnið.

Kort

Kynnisferðir

Loch Lomond, Luss & Glengoyne Distillery 6.500 kr. /mann

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Hálfsdagsferð

Við byrjum túrinn á því að keyra til Luss sem er gamall víkingabær við Loch Lomond. Þar er frjáls tími til að skoða sig um eða setjast inn á sveitakrá. Frá Luss er svo haldið til Glengoyne Distillery en þar verður boðið upp á viskýheimsókn fyrir þá sem hafa áhuga og tekur túrinn um klukkutíma. Þaðan er ekið heim á hótel í Glasgow.

Innifalið í þessari ferð er akstur, viskíheimsókn og íslensk fararstjórn.

South Queensferry & Edinborg 6.500 kr. /mann

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Við hefjum ferðina okkar á því að keyra frá Glasgow til bæjarins South Queensferry þar sem við höfum tækifæri á að skoða hina heimsfrægu Forth Bridge (ca. klukkutíma keyrsla). Þaðan keyrum við til Edinborgar og þar verður tekinn hringur um Gamla og Nýja bæinn (ca. 1 klst og 30 mín). Þar ætlum við að kynna okkur sögu borgarinnar og í Nýja bænum munum við m.a. aka að húsinu þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson bjó þegar hann samdi þjóðsöng okkar Íslendinga. 

Í Gamla bænum er keyrt niður Royal Mile og að Holyrood höllinni, Arthur Seat og Scottish Parliament (Þinghúsinu). Eftir skoðunarferðina verður frjáls tími í borginni (ca. 3 klst) og þá er kjörið að næla sér í hádegismat og rölta aðeins um þessa fallegu borg. Að lokum er keyrt frá Edinborg aftur heim á hótel í Glasgow.

Innifalið í þessari ferð er akstur og íslensk fararstjórn. Ath hádegisverður er ekki innifalinn

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 3