Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Edinborg

Flug frá Egilsstöðum 7. nóvember í 3 nætur

Edinborg er höfuðborg Skotlands, einstakleg falleg og sögurík borg sem er afar sjarmerandi.

Í Edinborg búa um 480 þúsund manns en stærð borgarinnar er afar hentug. Edinborg er nógu stór til að hafa alla þá kosti sem stórborgir bjóða, fjölbreytt mannlíf, fyrsta flokks verslanir og veitingastaði - en borgin er að sama skapi ekki of stór þannig að auðvelt er að rata um borgina á skömmum tíma.

Gamli og nýi bærinn
Gamli bærinn í borginni er frá miðöldum og þykir einstakur en þar er að finna mikinn fjölda bygginga frá þeim tíma sem þykir einstakt.  Þá er nýi bærinn er í georgískum stíl með fallegum görðum og skartar fallegum og tilkomumiklum neo-klassískum byggingum. Þá eru bæði gamli og nýi bærinn í Edinborg skráðir saman á heimsminjaskrá UNESCO en sambland þessara bæja gerir það að verkum að borgin býður stöðugt upp á síbreytilegt sjónarhorn. Yfir borginni vakir svo hinn mikilfenglegi Edinborgarkastali sem setur svip sinn á borgina.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 3

Áhugaverðir staðir

Það er fjöldi áhugaverðra staða sem vert er að skoða þegar maður kemur til Edinborgar. Ekki missa af þessum.

The Palace of Holyroodhouse
Höll Elísabetar Bretadrottingar í Skotlandi en einstaklega fallegir garðar eru umhverfis höllina.

Edinburgh Castle
Tilkomumikill kastali sem gnæfir yfir borgina. Kastalinn er um leið kennileiti borgarinnar en þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Kastalinn er enn í notkun, en þar er mikið að sjá og skoða enda um að ræða ótrúlega sögu og listir. 

Craigmillar Castle
Mikilfenglegur kastali sem byggður var af auðugum kaupmanni á 17. öld en þar dvaldi Mary drottning Skota í frítímum sínum.

Royal Botanic Garden
Fallegur grasagarður með úrvali suðrænna blóma og trjáa. Garðurinn er ekki stór en afar áhugaverður og vel skipulagður.

Princes Street Gardens
Frægur fyrir blómaklukkuna sem er í stóru beði við horninngang garðsins. Þess virði að fá sér göngu þar.

Witchery Tours
Draugaganga, gengið um þröngar götur gamla miðbæjarins í Edinborg og hlýtt á draugasögur á leiðinni.

The Scottish Parliament
Holyrood, stendur rétt fyrir ofan höllina, neðst á Royal Mile.

The Whiskey Heritage Center
Þetta setur er rétt fyrir neðan kastalann, þar sem frætt er á mjög lifandi og skemmtilegan hátt hvernig viský verður til. Í lokin er öllum boðið staup af viskýi.

St. Giles kirkjan
Blasir við rétt neðan við gatnamót Royal Mile og Bank Street á Royal Mile. Er þess virði að skoða og sjá sökum aldurs og sögu en ekki síst fyrir það að einn glugginn er gerður af meistarahöndum Leifs Breiðfjörðs sem stundaði listnám í Edinborg á sínum tíma.

Söfnin

Children´s Museum
Safn neðarlega á The Royal Mile. Enginn aðgangseyrir í safnið. Heimsókn sem kemur við alla sem eitt sinn hafa verið börn. Safnið sérhæfir sig í mismunandi tímabilum leikfanga, skóla, söngva og leikja barna frá ýmsum tímabilum.

The Scottish Wisky Museum
Þar sem kennt er á mjög lifandi og skemmtilegan hátt hvernig viský verður til. Í lokin er öllum boðið staup af viskýi.

Gallery of Modern Art
Tækifæri fyrir alla listunnendur en hér má sjá verk listamanna samtímans.

National Museum of Scotland
Nýtt og glæsilegt safn sem var opnað 1998, skartar sögu Skotlands í máli og myndum.

Verslun

Það er æðislegt að versla í Edinborg
Verslanir eru almennt opnar frá 09:00-19:00 og frá kl 10:00 – 18:00 á laugardögum og sunnudögum en margar ferðamannaverslanir eru opnar lengur.

Flestar verslanir eru í miðborginni en aðalverslunargatan í borginni heitir Princes Street og við Royal Mile götuna er mikið af verslunum fyrir ferðamenn sem bjóða ekta skoskar vörur og verslanir í dýrari kantinum en einnig eru margar verslanir við North Bridge og George Street. Þá er Rose Street upplagt fyrir þá sem vilja líta á skartgripi eða hvíla lúin bein yfir skosku öli eða viskýi en gatan er þekkt fyrir fjörugt kráarlíf.

Verslunarmiðstöðvar eru m.a. Princes Mall / Waverley Center og St. James Mall á horni Princes götu og Leith Walk. Gaman er að geta þess að verslunin Jenners er ein elsta verslunin í borginni en hún var stofnuð árið 1838. Þá er hægt að versla margt hagnýtt og ódýrt í Argos vöruhúsinu, en það er við 11-15 North Bridge.

Tax Free
Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  ATH. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um tax-free. Athugið það er ekki söluskattur á barnafatnaði, leikföngum né bókum.

Matur

Fjöldi góðra veitingarstaða er í Edinborg og gestir munu ekki eiga erfitt með að finna “rétta” staðinn. 
Hér eru örfáir:

North Bridge Brasseria (skoskur) 20 North Bridge
Witchery by the Castle (skoskur)  352 Castlehill Royal Mile
Giuliano's (ítalskur) 18-19 Union St
Dome (grill room and bar) 14  George St New Town
Kweilin (kínverskur) 19-21 Dundas Street
Viva Mexicó (mexikanskur) 41 Cockburn Street.

Kort

Click to view the location of the hotel