Flugfélag: Neos
Flugvöllur: Edinburgh International Airport
Flugtími: um 2 klst. og 30 mín.
Tungumál: Enska
Tímamismunur: +1 klst. á sumrin, 0 klst. á veturnar
Flatarmál Edinborgar: 264 km2
Fjöldi íbúa: um 490.000
Vegabréf: Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf
Gjaldmiðill: Sterlingspund (GBP)
Þjórfé: Ekki innifalið, tíðkast að gefa um 10%
Veðurfar: Meðalhiti í nóvember er um 5-10 gráður
Hagnýtar upplýsingar fyrir farþega
Farþegar geta nálgast hagnýtar upplýsingar um ferðina sína með því að smella á hlekkinn hér að neðan:
https://www.heimsferdir.is/hu/edinborg/
Farangursheimild
Farangur er innifalinn í öllum okkar ferðum, farþegum er heimilt að taka með sér eina tösku til innritunar og eina tösku sem handfarangur á mann. Frekari upplýsingar um þyngd á farangri o.fl. er að finna hér: https://www.heimsferdir.is/skoda/gott-ad-vita/farangursheimild/
Sætabókanir: Frekari upplýsingar er að finna hér https://www.heimsferdir.is/skoda/gott-ad-vita/satabokanir/
Sími, rafmagn og tölvur
Í Skotlandi er rafmagnið 220 volt og eru tengiklærnar með 3 ferkantaða pinna svo gott er að hafa millistykki meðferðis.
Ferðamannaskattur
Í Skotlandi þarf ekki að greiða ferðamannaskatt, en verið er að innleiða ný lög í landinu varðandi skattinn og gæti þetta því breyst í náinni framtíð.
Drykkjarvatn
Í Skotlandi er almennt gott vatn, en í öryggisskyni er farþegum ráðlagt að kaupa drykkjarvatn á flöskum.
8. nóvember kl. 09:00 - 11.00
Tveggja klukkustunda ferð sem gefur fólki góða mynd af Edinborg og sýnir hversu mikið borgin hefur upp á að bjóða. Við hefjum ferðina í nýrri hluta borgarinnar og ökum m.a. að húsinu þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson bjó þegar hann samdi þjóðsöng okkar Íslendinga.
Í Gamla bænum er stoppað fyrir neðan Edinborgarkastala og rölt upp að kastalanum. Þaðan er svo keyrt niður Royal Mile og að Holyrood höllinni, Arthur Seat og Scottish Parliament (Þinghúsinu).
Innifalið í þessari ferð er akstur og íslensk fararstjórn.
9. nóvember kl. 09:00 - 17:00
Þessi ferð er tilvalin fyrir þá sem vilja komast í verslunarleiðangur. Ekið frá Edinborg til Livingston (ca. 40 mín) en þar er að finna Livingston Designer Outlet og The Centre sem er stór verslunarmiðstöð.
The Centre er með yfir 155 verslunum og veitingastöðum, og Livingston Designer Outlet er með yfir 70 verslanir þar sem hægt er að fá merkjavöru á góðu verði. Nánari upplýsingar á vefsíðunum hér að neðan. Þeim sem eru á leið í jólainnkaupin er ráðlagt að taka með sér tómar ferðatöskur sem hægt er að taka með í verslanirnar eða hitta fararstjóra við rútuna kl. 13:00 og setja vörurnar í töskurnar. Livingston Designer Outlet: https://livingston-designer-outlet.co.uk/ The Centre Livingston: https://www.thecentrelivingston.com/
Innifalið í þessari ferð er akstur og íslensk fararstjórn.