Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

 

Heimsferðir bjóða upp á einstakt tækifæri til að kynnast suðurhluta Króatíu og hina fallegu borg Dubrovnik. Flogið verður í beinu leiguflugi til Dubrovnik og gist á hótelum í nágrenni borgarinnar í 3 nætur. Öll hótel svæðisins eru fyrir utan borgina því engin hótel eru innan borgarmúranna. Boðið verður upp á fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir um ægifagurt nágrennið undir traustri leiðsögn fararstjóra Heimsferða.

 

Dubrovnik

Dubrovnik er ein fegursta höfnin við Dalmatíuströnd Króatíu. Það fyrsta sem vekur athygli eru hinir áberandi og veglegu borgarmúrar sem umlykja allan gamla bæinn, og síðan byggðin sem teygir sig upp í fallegar hlíðirnar fyrir ofan. Allt þetta rennur saman í eina mynd sem lætur Dubrovnik fyllilega standa undir nafni sem  “Perla Adríahafsins”. 

 

Í Dubrovnik búa aðeins um 45 þús. manns, en fáar borgir af þessari stærðargráðu geta státað af jafn merkri sögu og byggingum. Frá Placa, marmaralögðu göngugötunni í gamla bænum liggja leiðir að kirkjum, klaustrum, höllum og merkum söfnum og alls staðar má finna verslanir, kaffi- og veitingahús sem sum hver virðast vera í feluleik í mjóu, bröttu hliðargötunum upp að borgarmúrunum. Í gamla bænum eru engin hótel, en þeim mun fleiri veitingastaðir og líf.

 

Króatía býður uppá fegurstu strandlegju Evrópu og sjórinn tær og fallegur. Strendurnar eru yfirleitt kletta- eða malarstrendur, sjaldnar sandur, en víða er góð aðstaða fyrir sóldýrkendur á grasivöxnum svæðum eða á þar til gerðum stöllum. Um 1100 eyjar eru úti fyrir strönd Króatíu og ótrúleg náttúrufegurð alls staðar

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Kort

Click to view the location of the hotel