Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Heimsferðir bjóða upp á einstakt tækifæri til að kynnast suðurhluta Króatíu og hina fallegu borg Dubrovnik.

Flogið verður í beinu leiguflugi til Dubrovnik og gist á hótelum í nágrenni borgarinnar í 3 nætur. Öll hótel svæðisins eru fyrir utan borgina því engin hótel eru innan borgarmúranna. Boðið verður upp á fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir um ægifagurt nágrennið undir traustri leiðsögn fararstjóra Heimsferða.

 

Dubrovnik er ein fegursta höfnin við Dalmatíuströnd Króatíu.

Það fyrsta sem vekur athygli eru hinir áberandi og veglegu borgarmúrar sem umlykja allan gamla bæinn, og síðan byggðin sem teygir sig upp í fallegar hlíðirnar fyrir ofan. Allt þetta rennur saman í eina mynd sem lætur Dubrovnik fyllilega standa undir nafni sem  “Perla Adríahafsins”. 

Í Dubrovnik búa aðeins um 45 þús. manns, en fáar borgir af þessari stærðargráðu geta státað af jafn merkri sögu og byggingum. Frá Placa, marmaralögðu göngugötunni í gamla bænum liggja leiðir að kirkjum, klaustrum, höllum og merkum söfnum og alls staðar má finna verslanir, kaffi- og veitingahús sem sum hver virðast vera í feluleik í mjóu, bröttu hliðargötunum upp að borgarmúrunum. Í gamla bænum eru engin hótel, en þeim mun fleiri veitingastaðir og líf.

 

Króatía býður uppá fegurstu strandlegju Evrópu og sjórinn tær og fallegur.

Strendurnar eru yfirleitt kletta- eða malarstrendur, sjaldnar sandur, en víða er góð aðstaða fyrir sóldýrkendur á grasivöxnum svæðum eða á þar til gerðum stöllum. Um 1100 eyjar eru úti fyrir strönd Króatíu og ótrúleg náttúrufegurð alls staðar

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Áhugaverðir staðir

The old City Walls
Tignarlegur borgarmúr sem umlykur gamla bæinn og er allt að 2km langur og 6 metra háir og breiðir. Gaman að rölta meðfram múrnum en þar margir flottir útsýnisstaðir yfir Adríahafið og inn í gamla bæinn.

Stradun
Marmarlögð göngugata sem liggur í gegnum gamla bæinn og státar af mörgum kaffihúsum og veitingastöðum. Þarna er mikið mannlíf bæði á daginn og á kvöldin.

Dubrovnik Cathedral and Treasury
Dómkirkjan þar sem glæsileg málverk frá bæði ítölskum og dalmatískum listamönnum frá 16. og 18. öld.

Fleiri áhugaverð minnismerki sem má finna í Gamla bænum eru meðal annars: The City Gates, The Square of the Loggia, The Big Fountain of Onofrio og  St. Saviour Church.

Verslun

Dubrovnik er ekki þekkt fyrir stórar verslunarmiðstöðvar né markaði en í gamla bænum má finna litlar verslanir með allskyns listmuni, skartgripi og öðru handverki sem gleður ferðamanninn.

Ýmsa minni markaði má einnig finna í miðbænum þar sem hægt er að gera góð kaup á minjagripum ásamt fersku grænmenti, ávöxtum, kryddjurtum, olíum og öðrum afurðum beint frá býli.

Það eru nokkrar litlar verslunarmiðstöðvar staðsettar fyrir utan miðbæinn en þær verslanir sem þar eru, eru kannski lítt þekktar fyrir Íslendinga. Verslanir eru almennt opnar frá kl 08:00-21:00 alla daga vikunnar.

Tax Free
Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-Free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  Ath. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um Tax-Free.

Matur

Króatía er fræg fyrir fjölbreytta og ljúffenga matargerð, enda landið afar frjósamt.
Hér svipar matargerðinni til þeirrar ítölsku, mikið er um fisk, pasta, pizzur og grænmeti, en þó eru töluverð áhrif frá slavneskri og austurrískri eldamennsku. 

Króatar eru stoltir af víngerð sinni, en á Dalmatiu skaganum eru framleidd mörg af frægustu vínum landsins.
Fjöldi fallegra veitingastaða er í gamla bænum og við göngugötuna Riva og skemmtilegt er að njóta hinnar einstöku stemningar þar.

Kort

Click to view the location of the hotel