Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Búdapest

Perla Evrópu - ein eftirsóttasta borg Evrópu. Njóttu lífsins og verslaðu hagstætt!

Heimsferðir bjóða beint flug til Búdapest, en borgin iðar af lífi auk þess sem menningarlífið er með fjörugasta móti. Búdapest er höfuðborg Ungverjalands sem oft hefur verið nefnt matarkista Evrópu. Borgin stendur á einstökum stað við Dóná sem skiptir henni í tvennt: annars vegar er Búda, eldri hluti borgarinnar, sem stendur í hlíð vestan árinnar og hins vegar Pest.

Í Búda eru margar stórfenglegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar. Má þar nefna Kastalahverfið, sem gnæfir yfir borgina og hina stórfenglegu Matthíasarkirkju, rústir Aquincum, hinnar fornu borgar Rómverja, hellana og Gellért-hæðina með hinni 14 metra háu frelsisstyttu. Frá henni er frábært útsýni yfir Pest sem byggð er á sléttunni austan megin árinnar.

Í Pest er verslunarhverfið, leikhúsin og óperan. Þar blómstrar menningarlífið, en alla daga má velja um fjölda leiksýninga, tónleika eða listsýninga. Pest státar einnig af hinu fræga Hetjutorgi og þinghúsinu, sem er hið þriðja stærsta í Evrópu. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og í Búdapest er frábært að njóta góðra veitinga og kynnast þessari heillandi og fögru borg í fylgd með fararstjórum Heimsferða.

Menningarlífið
Í Búdapest er öflugt menningarlíf. Má þar helst nefna Tónlistarakademíuna, Music Academy, sem Franz Liszt stofnaði, Pestkonsertsalinn, þar sem óperettusýningar eru haldnar frá apríl út október og síðast en ekki síst Óperuna í Búdapest, þar sem Gustav Mahler og Puccini hafa m.a. haldið á tónsprotanum. Óperan er ein sú fegursta í Evrópu og ferð þangað einstök upplifun.

Söfnin
Söguna má víðast skynja í Búdapest. Ómissandi er að koma við í einhverju af fjöldamörgum söfnum borgarinnar og kynnast ríkri menningu hennar: Aquincum-safninu og rómverskum rústum, Listasafninu við Hetjutorgið, Þjóðlistagalleríinu við Búda-höllina, Þjóðarsafninu, þar sem sjá má yfirlit um sögu þjóðarinnar frá stofnun hennar, og Vínsafninu, en þar eru sýndar og seldar um 400 tegundir ungverskra vína sem gestum er boðið að bragða á. Menning borgarinnar er gríðarlega lífleg og við hvetjum farþega okkar til að upplifa hana.

Út að borða
Hér finnur þú veitingastaði af gamla skólanum með dæmigerðri ungverskri matargerðarlist, sem er ómissandi að prófa, innan um nýja glæsilega tískustaði þar sem fólk fer til að sýna sig og sjá aðra. Gundel er einn frægasti staðurinn, fornfrægur með frábærri þjónustu, ef eitthvað alveg sérstakt stendur til, og er staðsettur við Hetjutorgið. Á síðustu árum hefur opnað fjöldi nýrra spennandi staða í hæsta gæðaflokki. Má þar nefna Hemingway, Articsoka, Absint, Biarritz, Museum, Avant Garde, Bagolyvár og Cosmo. Hér er hægt að lifa í veislu í mat og drykk á ótrúlegu verði, mun hagkvæmara en við þekkjum á Íslandi. Með ferðagögnunum þínum fylgja upplýsingar um veitingastaði sem Heimsferðir benda á.

Verslun
Það er gott að versla í Búdapest, hvort sem þú leitar að fatnaði, listmunum, málverkum, leirlist, antík, skófatnaði eða postulíni. Verslanir eru almennt opnar frá kl. 10.00 til kl. 18.00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 10.00 til kl. 14.00. Verslunarmiðstöðvar eru opnar lengur og einnig um helgar. Aðalverslunarsvæðið er við Váci utca göngugötuna á milli Markaðarins og Vörösmarty-torgsins. Þá má finna t.d. H&M, C&A, Zara, Mango og fleiri verslanir sem Íslendingar þekkja. Einnig er þar að finna minjagripaverslanir og í Markaðnum við suðurenda göngugötunnar má finna allt milli himins og jarðar í bæði mat og handverki. Aðalverslunarmiðstöðvarnar eru Arena Plaza, West End City Center, Árkád og Mammut Center og ekki má missa af því í Búdapest að koma við á flóamarkaði þar sem ótrúlegustu hluti má finna.

Kastalahverfið
Kastalahverfið er hjarta gamla konungsdæmsins og einn fegursti hluti Búdapest. Þar er Konungshöllin, Torg heilagrar þrenningar, Matthíasarkirkjan, Turnar fiskimannanna með ótrúlegu útsýni yfir borgina, Turn Maríu Magdalenu og hellarnir, sem fyrstu íbúar svæðisins dvöldust í. Fólk kemur aftur og aftur í Kastalahverfið.

Lengd flugs milli Íslands og Búdapest: 4 klst.   

Gjaldmiðill: Forint (HUF)

Tungumál: Ungverska

Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1 klst. á veturna

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Gönguferð um Búdapest

Um er að ræða um 3 klst. gönguferð um miðborg Búdapest. Lagt af stað frá Váci göngugötunni við Vörösmarty-torgið gengið í átt að Dómkirkjunni og það markverðasta skoðað á leiðinni, fræðumst um svokallað "Brodway Budapest" þar sem hægt er að finna Óperuna, listaakademíuna og fjöldann allan af leikhúsum þetta er eitt af menningahverfunum í borginni. Að lokum förum við um gyðingahverfið en ferðin endar svo við stærsta bænahús Gyðinga í Evrópu. Mælum með þessari ferð fyrir þá sem vilja fræðast og kynnast miðborginni nánar enda blasir sagan við á hverju götuhorni. Athugið! Þessi ferð hentar aðeins þeim sem eiga auðvelt með gang.

Gönguferðin um Búdapest tekur um 3 klst. 

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Kynnisferð um Búdapest

Ekið um borgina með viðdvöl á völdum stöðum. Farið verður að hinu tilkomumikla Hetjutorgi og Borgargarðinum í Pest-hlutanum. Stutt ganga. Ekið verður framhjá glæsibyggingum eins og óperuhúsinu, Stefánskirkjunni og hinu stórbrotna þinghúsi og farið yfir Dóná og upp í Buda-hæðir. Þar er stoppað og gengið um kastalahverfið að Mattheusar-kirkjunni og Fiskimannavirkinu, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina. Einnig ekið upp á Gellert hæð með hinu fræga virki, Citadella og “frelsisstyttunni”. Athugið! Ferðin getur verið erfið fyrir þá sem eiga erfitt með gang þar sem stoppað er á völdum stöðum og farið er í smá göngutúra, á einum stað er mikið um tröppur. Ferðinni lýkur í miðbænum.

Kynnisferð um Búdapest tekur um 4 klst.

Athugið í þessari kynnisferð eru farþegar sem dvelja Pest megin í borginn sóttir á hótelin sem þeir dvelja á, en farþegar sem dvelja Buda megin í borginni þurfa að koma sér sjálfir á Hótel Korona sem er staðsett miðsvæðis í borginni.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Athugið! Uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Kvöldsigling á Dóná

Kvöldsigling á Dóná er einstök upplifun. Ljósum prýddar byggingar við ána skapa sérstakan rómantískan blæ. Við siglum á Dóná og njótum kvöldverðarstundar.

Fjórréttaður kvöldverður: Reykt gæsabringa með jarðsveppum og rauðrófum, heimalöguð kjúklingasúpa með grænmeti og núðlum, grísalundir með lauk-kartölflumús og hvítlaukssósu. Súkkulaðikaka með valhnetum og kaffi í eftirrétt.

Innifalið í verði: Sigling, fjórréttaður kvöldverður, fordrykkur (kampavín) og dinnertónlist.

Athugið! Farþegar þurfa að koma sér sjálfir til og frá bátnum - nánari upplýsingar gefa fararstjórar.

Szentendre

Nú bjóðum við aftur upp á hina geysivinsælu Szentender ferð. Keyrt verður til hins undurfagra bæjar Szentendre við Dóná, þar sem farið er í stutta gönguferð og hið einstaka Marsipansafn skoðað. Í þessari ferð er boðið upp á dæmigerðan ungverskan hádegisverð, gúllassúpu, drykk og köku í eftirrétt.
Sérstöðu bæjarins mótuðu Serbar sem settust þar að í lok 17. aldar er þeir voru á flótta undan Tyrkjum.
Í dag er bærinn einna líkastur lifandi safni. Fjöldi listamanna hefur sest þar að. Húsin eru áberandi litrík og verslanir, vinnustofur og söfn setja svip sinn á bæinn. Frjálst tími til að skoða og versla. Sjón er sögu ríkari.

Um 5 klst ferð – verð kr. 5.900 á mann
Innifalið í verði: Rútuferð, hádegismatur, aðgöngumiði í marsipansafnið og íslensk fararstjórn.