Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Bratislava

Heimsferðir bjóða beint flug til Bratislava í Slóvakíu.

Falleg þykir höfuðborg Slóvakíu sem áður tilheyrði gömlu Tékkóslóvakíu. Þessi borg hefur allt sem hugurinn girnist, menningu, verslun, iðandi mannlíf og stórkostlegar byggingar á hverju götuhorni. Viðmót heimamanna er líflegt og fólkið er brosmilt.

Þessi fallega borg stendur við bakka Dónár sem liðast mjúklega í gegnum borgina sem er óhætt að segja að láti engan ósnortinn sem hana heimsækir. Borgin Bratislava er eina höfuðborgin í heiminum sem á landamæri að tveimur löndum, Austurríki og Ungverjalandi.

Hér er eins og í mörgum evrópskum borgum „gamli bærinn“ með sínum sögufrægu byggingum og miðkjarni borgarinnar þykir frekar lítill og þægilegur að ganga um og rata í. Urmul verslana, veitingastaða, bara og verslunarmiðstöðva er að finna í borginni og enn er verðlag nokkuð hagstætt miðað við margan áfangastaðinn og því hægt að gera vel við sig í mat og drykk. 

Menning og saga
Í borginni er miðstöð viðskipta, stjórnmála og menningar í landinu. Menning Slóvakíu hefur löngum verið í skugga hinnar tékknesku menningar þótt hún hafi auðvitað lifað sjálfstæðu lífi. Sérstaklega er hér rík þjóðsöngshefð og mörg svæði landsins hafa efnt til kennslu og fræðslu um slóvakískar tónsmíðar. Slóvakar eru stoltir af arfleifð sinni og víða er hægt að sjá sýningar eða sækja tónleika eftir slóvakíska höfunda.

Þjóðarbókhlaða Slóvakíu er í borginni Martin en Þjóðminjasafnið og Þjóðlistasafnið er að finna í Bratislava.

Hér er rík og fjölbreytt saga með tengsl til Austurríkis, Ungverjalands, Þýskalands og Tékklands og á hverju götuhorni eru stórkostlegar byggingar sem bera þess glöggt merki. Ber þar helst að nefna ráðhúsið, Óperuhúsið sem og óteljandi hallir og kirkjur.

Þegar Habsborgarar réðu mestu í Mið-Evrópu á árunum 1536-1783 var Bratislava höfuðborg ungverska konungdómsins og ber þess glögg merki í byggingarstíl og sögu. Borgin hlaut nafnið Bratislava árið 1919 en hafði áður verið þekkt undir þýska nafninu Pressburg.

Flestir Slóvakar eru kristnir, aðallega rómversk-katólskir (>60%). Mótmælendur eru aðallega kalvíns- og lúterstrúar. Mikill minnihluti aðhyllist réttrúnaðarkirkjuna eða aðra anga kristinnar trúar.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 3

Áhugaverðir staðir

Það er fjöldi áhugaverðra staða sem ekki má fara á mis við þegar maður kemur til Bratislava. 

Hér nefnum við nokkra:
Bratislava kastalinn (Bratislavský hrad) Aðal kennileiti borgarinnar. Þaðan er stórkostlegu útsýni yfir borgina og nágrenni.                

Devin kastalinn – rétt utan við  borgina. Kastalarústir frá 13.öld. Einstakt útsýni yfir Dóná. Rútur eða siglingar frá borginni.

Aðaltorgið (Hlavne Namestie) – torg gamla bæjarins. Hér er hjarta gömlu borgarinnar. 

Frantiskanske Namestie – torg á milli St. Michaels götu og Aðaltorgsins (Hlayne Namestie)

Elizabet kirkjan – litla bláa kirkjan í gamla bænum. Ein fallegast kirkja borgarinn í Art Nouveau stíl.

St. Martin´s dómkirkjan í gamla bænum - þarna hafa flestir ungversku keisararnir verið krýndir allt fram á  19.öld.

Solvak National Theatre – þjóðleikhús heimamanna við Hviezdoslay torgið.

Styttur borgarinnar – í miðborg Bratislava má finna skemmtilegar og óvenjulegar styttur.

Sigling á Dóná – hægt er að velja um lengri eða skemmri siglingar. Alltaf gaman að sjá borgina frá öðru sjónarhorni.

Veitingar & skemmtun
Fjöldi góðra veitingastaða er í Bratislava og gestir munu ekki eiga erfitt með að finna „rétta“ staðinn. Hægt er að skoða alla helstu veitingastaði Bratislava á þessari vefsíðu: http://www.bratislavaguide.com/restaurants

 

Verslun

Stærstu verslunarmiðstöðvarnar eru Polus, Palace, Aupark, Eurovea og Avion en þar er að finna helstu verslanir eins og Mango, Benetton, Adidas, Levi's, Kenvelo og Swarovski. H&M-verslanir er að finna í verslunarmiðstöðvunum Aupark, Eurovea og Avion en einnig eru H&M verslanir í miðbænum. 

Verslanir eru almennt opnar frá 10.00-18.00 en margar ferðamannaverslanir eru opnar lengur. Verslanir í miðborg Bratislava eru almennt opnar á laugardögum frá 9.00 – 12.00. Lokaðar á sunnudögum. Athugið að opnunartími verslana er breytilegur og upplýsingar eru einungis leiðbeinandi.

Rétt utan við miðborgina eru verslunarmiðstöðvar sem hafa opið alla daga vikunnar frá 10:00 – 21:00. Til dæmis: AUPARK og AVION sjá nánari upplýsingar á: http://www.bratislavaguide.com/shopping

Tax Free
Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-Free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  Ath. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um Tax-Free.

Kynnisferðir

Heimsferðir bjóða upp á tvær kynnisferðir í Bratislava og farþegar okkar eru hvattir til þess að kynna sér hvað er í boði. Kynnisferðir eru bókaðar á í bókunarferlinu eða hjá ferðaráðgjafa Heimsferða. Einnig er hægt að bóka hjá fararstjóra þegar út er komið ef enn er laust í ferðirnar. 

Vinsamlegast athugið að kynnisferðir með íslenskum fararstjóra eru háðar því að a.m.k. 20 manns bóki sig. Fararstjórar Heimsferða geta aðstoðað farþega við að bóka í ferðir með enskumælandi fararstjórum ef ekki næst næg þátttaka í ferð með íslenskum fararstjóra.

Ath. Ekki er hægt að greiða með kreditkortum ef bókað er hjá fararstjóra þegar út er komið og greiða þarf allar kynnisferðir í Evrum.
Ath. Farþegar fá upplýsingar um hvar þeir verða sóttir fyrir kynnisferðirnar úti hjá fararstjórum.

Kynnisferð um Bratislava

Föstudagur 20. apríl kl. 10.00

Skoðunarferð um helstu kennileiti Bratislava. Bratislava er höfuðborg Slóvakíu en hún er einnig stærsta borg landsins og miðstöð viðskipta og lista. Bratislava er eina höfuðborg heimsins sem á landamæri að tveimur löndum, Austurríki og Ungverjalandi. Afar falleg borg sem stendur á bökkum Dóná, sem rennur í gengum borgina. Þá er ekið að borgarkastalanum / Bratislava Castle, tilkomumikil bygging og eitt aðal kennileiti borgarinnar. Á kastalahæðinni er frábært útsýni yfir borgina og nágrenni hennar. Síðan er ekið til Gamla bæjarins þar sem tekin smá gönguferð þar sem við skoðum sögulegar byggingar, kirkjur, hallir, og ráðhús. Ferðin endar við gamla óperuhúsið.

Innifalið: Akstur, aðgangseyrir inn í höllina The Primate´s Palace og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför.  Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Bratislava.

Vínarborg

Laugardagur 25. apríl kl. 10:00

Dagsferð til Vínarborgar þar sem ekið er frá Bratislava til Vínar og er þessi ferð skemmtileg blanda af gamla og nýja tímanum. Keisaralegt yfirbragð setur mikinn svip á Vínarborg, enda var þar höfuð aðsetur austurrísku keisaranna í aldaraðir. Fallegar byggingar og hallir á nær hverju horni. Vínarborg ber titilinn tónlistarborg með reisn. Hér bjuggu Mozart , Beethoven, Schubert og Straussfeðgarnir ásamt mörgum öðrum. Mörg áhugaverð söfn eru í borginni og má t.d. nefna Listasögusafnið þar sem m.a. er hægt að skoða verk eftir Rembrandt , Rubens og Breugel . Í borginni eru margir frábærir veitingastaðir og barir að ógleymdum hinum fjölmörgu frægu Vínar-kaffihúsum. Í kynnisferðinni er byrjað á því að aka „Hringinn“ svokallaða, eða Ringstrasse, þar sem margar þekktustu og fegurstu byggingar borgarinnar er að finna: Ríkisóperan, Þinghúsið , Ráðhúsið, Listasögusafnið og margt fleira. Þá er ekið að Hundertwasserhúsinu, fjölbýlishúsi sem listamaðurinn Hundertwasser hannaði og er mjög litskrúðugt og sérkennilegt hús. Í eftirmiðdaginn er göngutúr um miðborgina þar sem við sjáum Stefáns kirkjan, keisarahallir Hofburg, glæsilegar verslunargötur, lifandi miðbær, Sachertertur og margt fleira kemur við sögu.

Ath! Munið að hafa vegabréfið meðferðis.
Innifalið: Akstur og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Bratislava.

Kort

Click to view the location of the hotel