Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Bratislava

Heimsferðir bjóða beint flug til Bratislava í Slóvakíu.

Falleg þykir höfuðborg Slóvakíu sem áður tilheyrði gömlu Tékkóslóvakíu. Þessi borg hefur allt sem hugurinn girnist, menningu, verslun, iðandi mannlíf og stórkostlegar byggingar á hverju götuhorni. Viðmót heimamanna er líflegt og fólkið er brosmilt.

Þessi fallega borg stendur við bakka Dónár sem liðast mjúklega í gegnum borgina sem er óhætt að segja að láti engan ósnortinn sem hana heimsækir. Borgin Bratislava er eina höfuðborgin í heiminum sem á landamæri að tveimur löndum, Austurríki og Ungverjalandi.

Menning og saga
Í borginni er miðstöð viðskipta, stjórnmála og menningar í landinu. Menning Slóvakíu hefur löngum verið í skugga hinnar tékknesku menningar þótt hún hafi auðvitað lifað sjálfstæðu lífi. Sérstaklega er hér rík þjóðsöngshefð og mörg svæði landsins hafa efnt til kennslu og fræðslu um slóvakískar tónsmíðar. Slóvakar eru stoltir af arfleifð sinni og víða er hægt að sjá sýningar eða sækja tónleika eftir slóvakíska höfunda.

Þjóðarbókhlaða Slóvakíu er í borginni Martin en Þjóðminjasafnið og Þjóðlistasafnið er að finna í Bratislava.

Hér er rík og fjölbreytt saga með tengsl til Austurríkis, Ungverjalands, Þýskalands og Tékklands og á hverju götuhorni eru stórkostlegar byggingar sem bera þess glöggt merki. Ber þar helst að nefna ráðhúsið, Óperuhúsið sem og óteljandi hallir og kirkjur.

Þegar Habsborgarar réðu mestu í Mið-Evrópu á árunum 1536-1783 var Bratislava höfuðborg ungverska konungdómsins og ber þess glögg merki í byggingarstíl og sögu. Borgin hlaut nafnið Bratislava árið 1919 en hafði áður verið þekkt undir þýska nafninu Pressburg.

Flestir Slóvakar eru kristnir, aðallega rómversk-katólskir (>60%). Mótmælendur eru aðallega kalvíns- og lúterstrúar. Mikill minnihluti aðhyllist réttrúnaðarkirkjuna eða aðra anga kristinnar trúar.

Verslun og gjaldmiðill
Hér er eins og í mörgum evrópskum borgum „gamli bærinn“ með sínum sögufrægu byggingum og miðkjarni borgarinnar þykir frekar lítill og þægilegur að ganga um og rata í. Urmul verslana, veitingastaða, bara og verslunarmiðstöðva er að finna í borginni og enn er verðlag nokkuð hagstætt miðað við margan áfangastaðinn og því hægt að gera vel við sig í mat og drykk. Stærstu verslunarmiðstöðvarnar eru Polus, Palace, Aupark, Eurovea og Avion en þar er að finna helstu verslanir eins og Mango, Benetton, Adidas, Levi's, Kenvelo og Swarovski. H&M-verslanir er að finna í verslunarmiðstöðvunum Aupark, Eurovea og Avion en einnig eru H&M verslanir í miðbænum. Athugið að verslanir í miðbænum eru lokaðar á sunnudögum í Bratislava en verslunarmiðstöðin Eurovea er opin frá kl. 10-21.

Slóvakar gengu í Evrópusambandið árið 2004 og hér er evran gjaldmiðill en áður höfðu þeir sama gjaldmiðil og Tékkar, korona. Hraðbankar eru um alla borg og best að nota þá til þess að verða sér út um gjaldeyri.

Kort

Kynnisferðir

Kynnisferð um Bratislava 4.900 kr. /mann

Skoðunarferð um helstu kennileiti Bratislava. Bratislava er höfuðborg Slóvakíu en hún er einnig stærsta borg landsins og miðstöð viðskipta og lista. Bratislava er eina höfuðborg heimsins sem á landamæri að 2 löndum, Austurríki og Ungverjalandi. Bratislava er afar falleg borg sem stendur á bökkum Dóná, sem rennur í gegnum borgina. Þá er ekið að Bratislava kastalanum, sem er tilkomumikil bygging og eitt aðalkennileiti borgarinnar. Á kastalahæðinni er frábært útsýni yfir borgina og nágrenni hennar. Síðan er ekið til gamla bæjarins þar sem tekin smá gönguferð þar sem við skoðum sögulegar byggingar, kirkjur, hallir, og ráðhús. Ferðin endar við gamla Óperuhúsið.

Kynnisferð um Bratislava er um 3 klst. ferð.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir inn í höllina The Primate´s Palace og íslensk fararstjórn.

Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Bratislava.

Devin kastali og vínsmökkun 5.900 kr. /mann

Ferðin hefst á bökkum Dóná þar sem ekið er meðfram gamla bænum og má þar sjá Bratislava kastalann, St. Martin dómkirkjuna, brýrnar yfir Dóná og nýja hverfið í Bratislava, svo eitthvað sé nefnt.
Stoppað er við magnaðar rústir hins forna Devin kastala, sem stendur fyrir ofan Danube og Morava árnar. Frá kastalanum er frábært útsýni og í góðu skyggni má sjá alla leið yfir til Austurríkis, þar sem kastalinn stendur nálægt landamærunum.
Kastalahverfið er heimsótt en þar áttu meðal annars Rómverjar og Keltar mikilvæg sæti þar til Napóleon sprengdi upp kastalana í kringum 1809. Þarna erum við inni á milli landamæranna og gamla járntjaldsins.
Ferðin endar með vínsmökkun á þeirra frægu vínafurðum eða svokölluðu „black currant wine“.
Innifalið: Akstur, aðgangseyrir inn í Devin kastala, vínsmökkun og íslensk fararstjórn.

Kynnisferðin um hinn forna Devin kastala og vínsmökkun tekur um 3 klst.
Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 2 dögum fyrir brottför. Ath! uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Farþegar fá upplýsingar um nákvæman brottfaratíma frá hóteli í kynnisferðirnar hjá fararstjórum við komu í Bratislava.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4