Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Barcelona

Barcelona
Borgin sem allir elska! Iðandi mannlíf og stórkostleg menning!

Í Barcelona er auðvelt að njóta sín enda iðar þessi einstaka borg af lífi, hvort sem er um hábjartan daginn eða um miðjar nætur. Borgin bókstaflega býður upp á allt sem hugurinn girnist en Barcelona er stórkostleg menningarborg þar sem helst ber að nefna listasöfn Miró og Picasso. Þá fanga byggingar borgarinnar athygli manns á hverju götuhorni og gamli hluti borgarinnar Barrio Gotico, þar sem fyrstu byggingarnar risu á 13. öld, er einstakur. Römbluna (Las Ramblas) þekkja allir en alls konar veitingastaðir, kaffihús og barir eru eftir henni endilangri. Ekki má heldur gleyma ströndinni og Ólympíuþorpinu sem hafa líka mikið aðdráttarafl. Þá er matur og drykkur hér í hæsta gæðaflokki og tapas- menningin er einstök. Um alla borg er hægt að finna verslanir og verslunarmiðstöðvar sem gera borgina að einstakri verslunarborg.

Verslun
Í Barcelona er frábært að versla. Hönnun, tískufatnaður, antík og listmunir. Stórglæsilegar verslanir er að finna á Diagonal-breiðgötunni, auk þess sem gaman er að rölta á milli smáverslana í Barrio Gotico. Í kringum Katalóníutorgið (Plaza Catalunya) eru stórverslanir, s.s. H&M, Zara, Mango og El Corte Inglés, og svo ber að nefna hina glæsilegu Maremagnum, sem er byggð á uppfyllingu í miðri höfninni.

Veitingastaðir
Margir framsæknustu veitingastaðir Evrópu eru í Barcelona. Þú getur valið spennandi nútímastaði með „nouvelle cuisine“ eða gamla heillandi staði í Barrio Gotico. Við Ólympíuhöfnina er einnig einstakt úrval veitingastaða.

Næturlíf
Mjög skemmtilegt mannlíf er á veitingastöðum, börum og diskótekum í kringum Ólympíuhöfnina. Þar hefst gleðin gjarnan á kvöldin. Einnig er fjöldi diskóteka og skemmtistaða í nágrenni Römblunnar (Las Ramblas). Fyrir listunnendur er ómissandi að líta við á Parallel-breiðgötunni þar sem flest leikhús og tónleikasalir borgarinnar eru. Í Pueblo Español á Montjuïc-fjalli eru flamengósýningar og ýmsar aðrar uppákomur.

Menningarlífið
Menningarlífið er með ólíkindum í þessari fögru borg, enda hafa margir frægustu synir Spánar fæðst, búið og unnið í Barcelona. Tónleika finnur þú daglega í borginni, hvort sem er klassík, djass, einhverja alþjóðlega poppstjörnu eða hinn hefðbundna flamengó. Liceu , óperuhöllin, Palau de Musica með klassík og óperur, listasöfn Picassos, Mirós og Dalís eru þarna og þjóðlistasafnið Museu Nacional d’art de Catalunya (MNAC) hefur að geyma minjar Katalóníu. Nýlistasafnið (MACBA) er nýjasta afrek hins heimsfræga arkitekts Richard Meyers. Safnið var reist í miðju Raval-hverfinu og hýsir nýstárlegar sýningar nútímalistamanna.

Samgöngur
Neðanjarðarlestin er þægilegur og hagkvæmur ferðamáti. Aðrir kjósa leigubíla, sem eru ódýrir, og ekkert mál er að nota strætó, sem gengur eftir öllum aðalgötum. Einnig er Bus Turistic góður kostur. Hann fer reglulega frá Katalóníutorginu (Plaza Catalunya) og stoppar á fjölda athyglisverðra staða í borginni. Frábær aðferð til að kynnast borginni í rólegheitum.

Ferðamannaskattur í Barcelona
Þann 1. nóvember 2012 var settur á ferðamannaskattur í Barcelona. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við stjörnugjöf hótelanna. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Kort

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 9