Beint flug yfir sumarmánuðina.
Verona er í norðausturhluta Ítalíu með tæplega 260 þúsund íbúum, og er henni oft lýst sem elstu og fegurstu borg landsins. Borgin stendur við ána Adige og er næst stærsta borg norður Ítalíu.
Verona er borg menningar, lista og rómantíkur. Hún var stofnuð á 1.öld f.Kr. en þar má finna minjar frá tímum Rómarveldis og ber þar hæst hringleikahúsið Arena. Árið 2000 var borgin skráð á heimsminjaskrá UNESCO vegna borgarskipulags og byggingarlistar. Í Verona eru óteljandi kirkjur, þröngar götur, gamlar brýr, listasöfn og gallerí, og þar er tilvalið að upplifa matarmenningu Ítala og fá sér aperitivo.
Shakespeare notaði Verona sem sögusvið í leikritum sínum; Rómeó og Júlíu og Herrarnir tveir frá Veróna. Þrátt fyrir að óvíst sé hvort Shakepeare hafi nokkurn tímann komið til Verona þá hefur harmleikurinn um Rómeó og Júlíu lokkað margan ferðamanninn til Verona og nærliggjandi borga. Ferðamenn heimsækja þá gjarnan Hús Júlíu og aðra staði tengda sögusviði Rómeó og Júlíu.
Í Verona geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi og hentar borgin vel í hefðbundna borgarferð, en er einnig vel staðsett fyrir þá sem vilja ferðast um Ítalíu. Frá Verona er innan við 3 tíma keyrsla til fagra Gardavatnsins, heillandi Feneyja, að skoða listaverkin í Flórens, til matarborgarinnar Bologna og fallegu strandanna á Rimini.