Lanzarote er falleg eyja með stórbrotna náttúru, einstakar strendur og fjölskylduvænar gistingar. Eyjan er staðsett 140 km frá strönd Afríku og er ein af Kanaríeyjunum. Eyjan er þekkt undir nafninu “Eyja eldfjallanna” enda minnir hún stundum á Ísland með sitt einstaka landslag, svartan sandinn og stórbrotnar strendur. Eyjan hefur verið á skrá yfir verndarsvæði UNESCO síðan 1993.
Á árum áður lifðu eyjaskeggjar helst á landbúnaði eða fiskveiðum og voru heimili þeirra oft kennd við atvinnugrein íbúa. Þeir sem stunduðu fiskveiðar voru með bláa hlera fyrir gluggum en bændur með græna. Húsin voru öll máluð hvít og var lengi vel ekki heimilt að mála húsnæði í öðrum lit. Eyjan var því mjög stílhrein og byggingar bera þess enn merki í dag, þó töluvert hafi verið byggt og málað í öðrum litum í kringum ferðaiðnaðinn. Í dag er helsta atvinnugreinin ferðaþjónusta, en töluverður fjöldi ferðamanna heimsækja eyjuna allt árið um kring.
Heimsferðir bjóða gistingar í strandbæjunum Puerto del Carman og Playa Blanca sem báðir bjóða upp á góðar gistingar sem henta bæði pörum og fjölskyldum. Puerto del Carmen er staðsettur í 10 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Arrecife. Í bænum er mikið líf og fjör og í aðalgötu bæjarins, Las Playas, er að finna fjölda veitinga- og kaffihúsa og ýmsar verslanir. Einnig er stutt að skreppa inn í höfuðborgina Arrecife. Í strandbænum Playa Blanca er aðeins rólegra yfirbragð en þó er þar fjöldi af veitingahúsum og ýmis afþreying. Bærinn hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðustu ár, þar er skemmtileg göngugata og við enda hennar er falleg smábátahöfn.
Fjölbreytt afþreying er í boði á Lanzarote en mikið er gert úr ferðum í kringum landslagið og er þar efst á blaði heimsókn í Timanfaya þjóðgarðinn. Á eyjunni er mikil vínrækt þar sem aðallega er framleitt hvítvín, rauðvín og sætt desertvín. Heimsókn í vinekruna La Geria er einstaklega skemmtileg en hún er ein sú elsta á eyjunni. Þar vex vínviðurinn upp úr svörtum sandinum.
Á eyjunni eru tveir golfvellir, Lanzarote Golf Resort, góður 18 holu, par 72, völlur staðsettur við Puerto del Carmen. Golf Costa Teguise er 18 holu völlur staðsettur við rætur eldfjalls rétt við Arrecife. Þá er fjölbreytt afþreying fyrir yngri kynslóðina eins og vatnsrennibrautagarðar og fyrir þá sem hafa áhuga á köfun er fjölbreytt úrval bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Fararstjóri: Hrönn Ægisdóttir
Smelltu hér til að skoða hagnýtar upplýsingar um Lanzarote
Á Lanzarote má finna skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
| Timanfaya þjóðgarðurinn | Timanfaya myndaðist í eldgosi í kringum 1730. Mjög sérstakt og litríkt landslag. |
| Vatnsrennibrautargarðar | Aqualava Water Park er vatnsrennibrautagarður staðsettur á Playa Blanca |
| Dýragarður | Rancho Texas Lanzarote Park er staðsett í Puerto del Carmen, þar má sjá ýmsa fugla, skriðdýr, höfrunga o.fl. Einnig er boðið upp á kántrý skemmtikvöld tvisvar í viku. |
| Vínekrur | Á Lanzarote er mikil vínrækt og er sérstakt að heimsækja vínekrur og sjá hvernig vínviðinn vex upp úr svörtum sandinum. |
| Jameos del Agua | Lista- menningar- og þjónustumiðstöð í hraunhelli á norðurhluta Lanzarote. Þar er veitingastaður, sundlaug og safn. |
| Köfun | Mjög vinsælt er að snorkla eða kafa í kringum Playa Blanca. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. |
| Verslanir | Áhugaverðir verslunarsvæði er m.a. - Biosfera Plaza Shopping Centre í Puerto del Carmen - Lanzarote Open Mall í Arrecife - Marina Lanzarote í Arrecife |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.