Myndir - Heimsferðir
Krít
Lætur engan ósnortinn

Gríska eyjan Krít lætur engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu og yndislegum eyjaskeggjum!

Krít er stærsta gríska eyjan og hefur fengið gælunafnið þröskuldur Evrópu vegna einstakrar staðsetningar sinnar, en hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku. Hér skiptast á stórkostlegt fjalllendi með snæviþöktum fjallstoppum og dásamleg strandlengjan sem ávallt heillar sólþyrstan ferðalanginn. 

Ekta grísk menning Þessi eyja grípur alla sem þangað koma með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti eyjarskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum af sinni alkunnu snilld svo áratugum skiptir án þess þó að tapa sérkennum sínum. Hér er enn að finna ekta gríska menningu í þorpunum þar sem karlar og konur hittast undir húsvegg eða á kaffihúsum í lok dags og skrafa saman um daginn og veginn. Sagan drýpur hér af hverju strái og m.a. segir að Seifur sjálfur, æðstur grísku guðanna, hafi fæðst á eyjunni Krít. Þá töfra eyjarskeggjar fram það besta úr hráefni sínu og sameina gríska og Miðjarðarhafsmatarmenningu af stakri snilld. Ferskmeti, kjöt, fiskur og grænmeti bragðast einstaklega vel með góðu víni og ostum þeirra eyjarskeggja. Veitingastaðir ─ verslun ─ næturlíf Heimsferðir fljúga til Chania sem er önnur stærsta borg eyjunnar á norðurströnd Krítar. 

Þetta er lífleg borg með mikið úrval af veitingastöðum og fjörugt næturlíf. Þar er mjög fallegur „gamli bær“ sem setur sinn sjarma á borgina. Út frá borginni liggur löng og falleg sandströnd og þar liggja margir litlir strandbæir þar sem hótel Heimsferða eru staðsett, en þó er aldrei lengra til Chania en 10─11 km. Allir bæirnir hafa sín einkenni og alls staðar eru veitingastaðir, barir og kaffihús og kjósi menn að sletta úr klaufunum er næturlífið fjörugt. 

Á Platanias og Agia Marina svæðinu er þó mest um fjörugt næturlíf en rólegra er á öðrum svæðum. Hvort sem við erum að tala um bari, næturklúbba eða rómantík ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Afþreying er af ýmsum toga, finna má go-kart brautir, hér er vatnsskemmtigarður og minigolfvellir svo fátt eitt sé talið. Í borginni Chania eru sífellt að bætast við verslanir og nú er þar að finna H&M, Zara, Diesel, Strativarios, Pull&Bear og Oysho, og Jumbo og Sephora og Bershka, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að gera góð kaup í öðrum varningi eins og t.d. leðurvörum, matvörum, skartgripum og ýmiss konar minjagripum og svo er stór markaður opinn á hverjum degi í Chania – en hver þarf svo sem að versla þegar hægt er að sleikja sólina og veltast um í hlýjum sjónum alla daga? 

Grísk stjórnvöld hafa sett lofstlagsskatt á gistirými og rukka hann á staðnum. 

3* hótel - 5€ per dag per herbergi 
4* hótel - 10€ per dag per herbergi 
5* hótel - 15€ per dag per herbergi 

Smelltu hér til að skoða hagnýtar upplýsingar um Krít

 

Fararstjórar Heimsferða á Krít eru Guðrún Þorsteinsdóttir og Sonja Magnúsdóttir.

 

Kynnisferðir Heimsferða - Krít

 

Sveitasæla á Krít         Íslensk fararstjórn
Heilsdagsferð

Þetta er ekta sveitaferð þar sem við fáum að kynnast aðeins sögu og menningu Krítar og fræðast aðeins um ræktun og hvernig krítverjar nýta sínar helstu afurðir.

Í ferðinni munum við heimsækja lítið fjölskyldufyrirtæki sem býr til dásamlegar náttúrulegar snyrtivörur úr þeim afurðum sem finnast hér á eyjunni, heimsækja aðra fjölskyldu sem er bæði með vínrækt og ólífutré og hefur fengið fjöldann allan af alþjóðlegum verðlaunum bæði fyrir vínin sín og ólífuolíurnar en þar munum við bæði fræðast um ræktunina og fá að smakka olíur og vín. Við förum í lítinn bæ þar sem er að finna eitt elsta ólífutré í heimi, skoðum helli sem Krítverjar hafa einnig notað sem kirkju, borðum ekta krítverskan hádegisverð í garði upp í sveit og förum í gamla fiskimannabæinn Kolymbari þar sem við munum skoða fallegt munkaklaustur.

Verð: Koma síðar 

Greiða þarf aukalega inn í klaustrið og hellinn.

Taka með: Þægilega skó, hatt, vatn og myndavél.

Vinsamlegast athugið að í klaustrinu þarf að vera í pilsi eða buxum sem ná niður fyrir hné og einnig þarf að hylja berar axlir.

 

Elafonissi ströndin      Ensk fararstjórn
Heilsdagsferð

Elafonissi ströndin er talin vera ein af fallegustu ströndum í Evrópu og er þekkt fyrir sínar hvítu og ljósbleiku strendur og kristaltæran sjóinn.

Ströndin er á suðvestur horni Krítar og á leiðinni er ekið í gegnum fallega fjallabæi. Ekið verður beint á ströndina og stoppað þar í um 5 klukkustundir. Á leiðinni til baka er gert stutt stopp þar sem hægt er að fá sér smá göngutúr upp í dropasteinshellinn Agia Sofia þar sem er að finna litla kirkju.

Verð: Koma síðar 

Taka með: Sundföt, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn og myndavél. Hægt að versla mat og drykki á ströndinni.

 

Knossos, Heraklion og Reþymnon      Ensk fararstjórn
Heilsdagsferð

Ferðinni er haldið til Knossos þar sem við fáum að kynnast Mínósarmenningunni sem er talin vera fyrsta hámenning Evrópu.

Við hverfum meira en 4000 ár aftur í tímann þar sem við göngum um rústir einna hinna stórkostlegu halla þessarar gömlu borgar og fræðumst um grísku goðafræðina, sögu, menningu og lifnaðarhætti Mínósanna.

Eftir að við höfum skoðað Knossos er svo ekið til höfuðborgar Krítar, Heraklion, þar sem er frjáls tími til þess að kynnast aðeins betur sögu Krítar með því að skoða einstaka muni á fornleifasafninu eða ganga um borgina.

Á leiðinni til baka er ekið til Reþymnon og stoppað þar í eina klukkustund. Þar er gaman að ganga um fallega gamla bæinn eða fá sér hressingu niður við höfnina.

Verð: Koma síðar 

Greiða þarf aukalega 15,00€ inn í Knossos og ef gestir vilja skoða líka safnið í Heraklion þá er hægt að kaupa miða sem gildir bæði í Knossos og á safnið og er verðið þá 20,00€. Yngri en 18 ára fá frítt og eldri en 65 ára fá 50% afslátt (þarf að sýna skilríki).

Taka með: Sólarvörn, hatt, vatn, smá nesti og myndavél.

Santorini                      Ensk fararstjórn

Heilsdagsferð

Santorini er sannkölluð töfra eyja og er hún einstaklega falleg. Landslagið er stórkostlegt, byggingarstíllinn með hvítu húsin sem virðast hanga í klettunum og útsýnið frá bæjunum er engu öðru líkt.

Siglt er frá borginni Reþymno til Santorini og tekur siglingin um þrjár klukkustundir hvor leið. Á eyjunni er stoppað í höfuðstaðnum Fira og bænum Oía sem er einn fallegasti bærinn á eyjunni. Báðir þessir staðir eru mjög sjarmerandi með sinn einstaka arkitektúr, fallegar, þröngar göngugötur og stórkostlegt útsýni yfir öskjuna.

Verð: Koma síðar 

Taka með: Þægilega skó til þess að ganga í, peysu eða jakka til að hafa á bátnum, hatt, vatn og myndavél. Hægt að versla léttar veitingar og drykki um borð á bátnum.

 

Samaria Gljúfrið          Ensk fararstjórn
Heilsdagsferð

Samaría gljúfrið er lengsta gljúfur í Evrópu og ómissandi fyrir göngugarpa að ganga það. Þetta er einstaklega falleg og skemmtileg gönguleið með stórkostlegri og fjölbreyttri náttúru.

Gangan hefst í um 1200 metra hæð yfir sjávarmáli á Omalossléttunni og við endann á gljúfrinu er að finna strandbæinn Agia Roumeli. Þar er tilvalið að fá sér sundsprett í tærum sjónum eftir gönguna og þar er líka að finna nokkra veitingastaði til þess að fá sér að borða. Seinnipartinn er svo siglt með bát yfir til Sougia þar sem rútan bíður til þess að aka farþegum aftur til baka á hótelið.

Verð: Koma síðar 

Greiða þarf aukalega í gljúfrið og fyrir bátinn. Börn yngri en 18 ára fá frítt inn í gljúfrið. Börn yngri en 5 ára fá frítt í bátinn og börn frá 5 ára til 15 ára borga hálft gjald fyrir bátinn.

Taka með: Góða skó sem styðja vel við ökla og auka sokka, sundföt, sandala, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn, nesti og myndavél.

 

Imbros Gljúfrið            Ensk fararstjórn
Heilsdagsferð

Imbros gljúfrið er staðsett á suður hluta Krítar í Hvítu fjöllunum og er þekkt fyrir sjaldgæfa flóru og mikla náttúrufegurð. Gljúfrið sjálft er 7 km á lengd og hefst gangan við bæinn Imbros sem er staðsettur í 800m hæð yfir sjávarmáli. Þetta er þægileg og ekki mjög erfið ganga og vel hægt að fara með börn sem eru vön fjallgöngum. Eftir gönguna er farið á ströndina í Frangokastello þar sem hægt er að fá sér sundsprett í sjónum.

Verð: Koma síðar 

Greiða þarf aukalega í gljúfrið.

Taka með: Góða skó og auka sokka, sundföt, sandala, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn, nesti og myndavél.

 

Jeppasafarí í Hvítu fjöllunum              Ensk fararstjórn
Heilsdagsferð

Þetta er sveitaferð þar sem ekið er um falleg sveitaþorp á leiðinni upp í Hvítu fjöllin sem er annar hæsti fjallgarðurinn á Krít. Þar er fræðst um líf smalanna, líferni þeirra og búsetu. Stoppað er á nokkrum fallegum útsýnisstöðum í ferðinni. Einnig er ekið í gegnum appelsínudalinn og hádegisverður borðaður á krítverskri tabernu í bænum Theriso sem er við endann á samnefndu gljúfri. 

Verð: Koma síðar . Hádegisverður innifalinn.

Taka með: Sólarvörn, hatt, vatn og myndavél.

 

Matreiðslunámskeið     
Hálfsdagsferð

Farið er í bæinn Kissamos þar sem mæðgurnar Eleni og Chrisoula ætla að kenna okkur að elda ekta krítverskan mat í garðinum heima hjá sér.

Hópurinn mun matreiða bragðgóða rétti með krítverskum innihaldsefnum eins og extra-jómfrúar ólífuolíu, ljúffengum ostum, fersku grænmeti og kryddjurtum úr garðinum þeirra.

Meðan beðið er eftir að maturinn sé eldaður í ofninum er gengið um garðinn og skoðuð grænmetis- og kryddjurtaræktun, ávaxta- og ólífutré og fræðst um hvernig ólífuolían er búin til.

Þegar maturinn er tilbúinn gæðum við okkur saman á matnum úti í garði og fáum að smakka á vínunum sem þær rækta með.

Verð: Koma síðar 

 

Skemmtisigling
Hálfsdagsferð

Þetta er mjög skemmtileg sigling og tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Siglt er frá bænum Kolymbari til Menies strandarinnar sem er falin perla þar sem hægt er að synda og snorkla í kristalstærum sjónum. Einnig er hægt að fá sér stuttan sundsprett að ströndinni, slaka þar á í sólbaði eða ganga upp að fornum rústum. Einnig er gert annað stopp þar sem hægt er að synda inn í hella.

Verð: Koma síðar 

Taka með: Sundföt, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn, nesti og myndavél.

Snorkl
Hálfsdagsferð

Ævintýraferð þar sem farið er út á spíttbát frá gömlu höfninni í Chania í áttina að Akrotiri hæðinni. Þar er stoppað á tveimur mismunandi stöðum til þess að snorkla. Sjórinn þar er kristaltær og þar er yfirleitt að finna kolkrabba, stjörnufiska, ígulker og mismunandi fiskategundir.

Verð: Koma síðar 

Taka með: Sundföt, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn og myndavél.

 

Köfun
Hálfsdagsferð

Það er algjört ævintýri að prófa að kafa og upplifun sem er engu öðru lík. Þeir sem eru að prófa að kafa í fyrsta skiptið fá grunnkennslu til þess að læra á búnaðinn og farið er yfir öll öryggisatriði. Þá er farið í grunnan sjó til þess að læra að nota búnaðinn og þaðan er svo farið í smá köfunarleiðangur þar sem er kafað niður á c.a. 10 metra dýpi.

Þeir sem eru með köfunarréttindi fara út á spíttbát þar sem það er kafað á tveimur mismunandi stöðum þar sem m.a. er farið í stórkostlega hella.

Einnig er boðið upp á námskeið þar sem hægt er að taka köfunarréttindi.

Verð: Koma síðar 

Taka með: Sundföt, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn og myndavél.

 

SUP/Róðrarbretti
Hálfsdagsferð

Það er mjög gaman að fara á róðrarbretti og hægt er að velja um tvær mismunandi ferðir sem eru báðar einstakar upplifanir. Það er boðið upp á ferð þar sem farið er yfir í Lazareta eyjuna þar sem litlu strendurnar eru skoðaðar og hægt að fá sér sundsprett í kristaltærum sjónum. Einnig er boðið upp á sólsetursferðir þar sem er farið meðfram strandlengjunni, gert stopp fyrir sundsprett og svo er sólarlagsins notið út á sjónum áður en haldið er til baka.

Verð: Koma síðar 

Taka með: Sundföt, handklæði, sólarvörn, hatt, vatn og myndavél.

 

ATH. Til að skrá sig í ferðirnar og fá nánari upplýsingar um dagsetningar eða tímasetningar er hægt að mæta í viðtalstíma fararstjóra eða hringja í þjónustusíma sem gefinn er upp í upplýsingum til farþega rétt fyrir brottför.

 

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja fyrir hjá fararstjórum. 

 

 

 


 

Myndir
Myndir frá Krít
Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Carisa Maleme Hotel

Maleme

Toxo Apartments

Agia Marina

Helios Apartments

Agioi Apostoloi

Marina Sands

Agia Marina

Creta Palm

Kato Stalos

Indigo Mare

Platanias

Atlantica Amalthia Beach Hotel

Agia Marina

Aloe Boutique & Suites

Almyrida

Sirios Village

Kato Daratso

Zeus Village

Kato Daratso

Golden Bay Suites

Agioi Apostoloi

Panorama Hotel

Galatas

Cretan Dream Royal Luxury Suites 18+

Kato Stalos

Cretan Dream Resort and Spa

Kato Stalos

Porto Platanias Beach Luxury Selection

Platanias

Porto Platanias Village Resort

Platanias

Porto Platanias Beach Resort & Spa

Platanias

Galini Sea View

Agia Marina

Omega Platanias Apartments

Platanias

Althea Village Hotel

Kato Daratso

Maleme Mare

Maleme

Airis Boutique & Suites

Agioi Apostoloi

Stökktu til Krítar

Chania

Myrion Beach Resort & SPA

Gerani

Atlantica Ocean Beach Resort

Maleme

Hotel Sandy Suites

Kalamaki

Hotel Veronica

Agioi Apostoloi

Theo Hotel

Agia Marina

CHC Galini Palace

Kolymbari

Sunrise Village

Platanias

Anna Maria

Platanias

Inea Hotel & Suites

Chania

Flamingos Hotel

Kato Daratso

Anais Collection

Kato Daratso

Giannoulis Spada Luxury Sport & Leisure Resort

Kolymbari

Giannoulis Grand Bay Beach Resort

Kolymbari

Giannoulis Santa Marina Beach Resort

Agia Marina

Giannoulis Santa Marina Plaza

Agia Marina

Kiwi Apartments

Chania

Stökktu til Krítar

Chania

Stökktu til Krítar

Chania

Matzi Apartments

Gerani

Atlantica Kalliston

Agioi Apostoloi

Koukouras

Stalos

Villaggio Mare Suites

Kalamaki

Inea Sole Hotel

Chania

Atlantica Yakinthos

Chania

Sofia Apartments

Kalamaki