Calabria myndar “tána” (og ristina) á ítalska stígvélinu. Í suðri skilur einungis lítið sund héraðið frá Sikiley. Sundið heitir Messina sund.
Héraðið er rúmir 15.000 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir eru u.þ.b. 2 milljónir. Héraðið er 248 kílómetrar að lengd frá norðri til suðurs en einungis 110 kílómetrar þar sem það er breiðast frá austri til vesturs en þess má geta að strandlengja héraðsins er u.þ.b. 710 kílómetrar að lengd. Héraðið skiptist í fimm sýslur: Cosenza, Crotone, Catanzaro, Vibo Valentia og Reggio di Calabria.
Höfuðborg héraðsins er Catanzaro í samnefndri sýslu og aðrar borgir eru Reggio di Calabria, Lamezia Terme, Cosenza og Crotone. Calabria er þekkt fyrir öll fallegu þorpin, hvítar strendur, tæran sjó og fjörugt næturlíf. Annars er héraðið fjalllent og skógi vaxið með sína fallegu þjóðgarða með fjölbreyttum gróðri og miklu dýralífi, t.d. Pollino, Sila og Aspromonte. Pollinofjöllin í norðurhluta héraðsins eru harðgerð og mynda náttúrulegan varnargarð sem aðgreinir Calabria frá restinni af Ítalíu.
Héraðið er að mestu ósnortið af fjöldatúrisma enn sem komið er. Þeir sem til þekkja segja þó að svæðið ætti að vera einn heitasti staðurinn enda fallegar strendur og einstök náttúra til staðar.
Flogið er til Lamezia Terme flugvallarins í beinu flugi frá Keflavík
Hagnýtar upplýsingar - Calabria
Ferð: PIZZO CALABRO
Dagsetning: 7. október
Tími: kl 13:00, ca 4-5 klst.
Pizzo er lítill en heillandi strandbær við Tyrrena-hafið, þar sem sögulegur miðbær, fallegar strendur og óviðjafnanlegt útsýni sameinast í einstaka upplifun.
Í Pizzo getur þú þrætt þröngar, steinlagðar götur sem bera vitni um hina fornu sögu bæjarins, eða slakað á og notið útsýnis í áttina að Stromboli sem er ein af Vindeyjunum. (Aeolian eyjaklasans).
Við Pizzo er einnig að finna hina einstöku Piedigrotta kirkju, sem er byggð inn í helli og er ein af helstu náttúru- og menningarperlum á svæðinu. Þangað niður þarf að ganga um 140 tröppur.
Eftir spennandi göngu um miðbæinn er viðeigandi að smakka hinn heimsfræga Tartufo ís, sem er órjúfanlegur hluti af sögu bæjarins.
Verð: 6.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur, aðgangur í Piedigrotta kirkjuna, Tartufo ís, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn.
Ferð: Tropea og hin sæta og kryddaða Calabria (heill dagur)
Dagsetning: 8. október
Tími: kl 9:00, ca 7-8 klst.
Við byrjum daginn í Tropea og kynnumst bænum á göngu þar sem við upplifum hið sanna „dolce vita“ eða hið ítalska ljúfa líf. Við heimsækjum Dómkirkjuna sem er frá tímum Normanna, virðum fyrir okkur útsýnið og mannlífið í bænum. Boðið verður upp á að smakka hið einstaka ‘Nduja, rauðlaukinn frá Tropea og aðra sérstaka framleiðslu frá svæðinu sem vekja bragðlaukana til lífsins.
Eftir hádegið verður farið á Capo Vaticano sem er einstakur útsýnisstaður sem tengist goðsögnum og kristalstærum sjónum. Við endum daginn upp í sveit og borðum mat beint frá býli. Þar kynnumst við einstakri sveitastemmingu með dýrum, vínframleiðslu og heimagerðum mat í anda hinnar sætu og krydduðu Kalabríu.
Verð: 11.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur,aðgangur í Dómkirkjuna, smakk á allskyns matvælum, síðbúinn hádegisverður á sveitabýli með drykkjum, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn.
Ferð: Stromboli að næturlagi (heill dagur)
Dagsetning: 9. október
Tími: kl 12:00, ca 9-10 klst.
Spennandi dagur þar sem siglt er út í Stromboli sem er ein af Vindeyjunum. (Aeolian eyjaklasinn). Siglt er til eyjunnar og boðið upp á frjálsan tíma í bænum San Vincenzo á eyjunni en einnig er hægt að fá sér sundsprett í sjónum þar fyrir utan. Hér er staðurinn þar sem saga og goðsagnir mætast og skapa ógleymanleg upplifun.
Ekki er vitað hvort gos verður í gangi á þessum tíma en búsesta er á eyjunni allan ársins hring og einnig þegar eldgos er í gangi. Eldvirknin hefur réttilega fært eyjunum viðurnefnið „Viti Miðjarðarhafsins".
Frjáls tími fyrir kvöldverð fyrir brottför frá eyjunni.
Það er rómantískur blær yfir þessari ferð og litafegurð í kóbaltbláa sjónum, rauða hrauninu og gula brennisteininum. Komið til baka rétt fyrir miðnætti.
Verð: 12.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur, sigling, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn.
Ferð: Reggio og Scilla. Bronsstyttur, verslanir og sverðfiskur
Dagsetning: 10. október
Tími: kl 09:00 ca 9-10 klst.
Við förum til borgarinnar Reggio Calabria í morgunsárið sem er höfuðborg Kalabría héraðs. Náttúrusafnið í borginni hýsir hinar frægu Bronsstyttur frá Riace sem sem möguleiki er að heimsækja í frítímanum. Frá Reggio er frábært útsýni yfir Messínasundið í átt að Sikiley og óhætt að mæla með göngutúr meðfram stórbrotinni strandgötunni eða að kíkja í einhverja af hinum fjölmörgu verslunum á aðalgötunni.
Seinni viðkomustaður dagsins er Scilla sem er heillandi fiskimannaþorp. Þar fáum við að sverðfisk eins og hann gerist bestur í hádegisverð og annað góðgæti. Eftir málsverðinn göngum við í gegnum fiskimannahverfið Chianalea og njótum þess sem bærinn hefur upp á að bjóða.
Verð: 12.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur, hádegisverður í Scilla og drykkir, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn. Aðgangur í safnið er ekki innifalinn í verði og er valkvæður.
Ferð: Kvöldskemmtun með tónlist og Tarantella
Dagsetning: 11. október
Tími: kemur síðar
Upplýsingar koma síðar
Ferð: Taormina á Sikiley
Dagsetning: 13. október
Tími: kl 07:00 ca 12-13 klst.
Dagsferð til þessarar sólríku eyju með töfrandi landslag og áhugaveðri menningu. Við keyrum meðfram Goðaströndinni niður til Messínasunds þar sem við tökum ferjuna yfir til Sikileyjar. Þetta er fullkomin byrjun á degi sem tengir saman landslag, menningu og sögu. Frá höfninni keyrum við til hins forna bæjar Taormina þar sem við verjum deginum. Við borðum saman hádegisverð á fallegum stað í bænum og njótum þess sem þessi einstaki bær hefur upp á að bjóða. Gönguferð í gegnum þröngar götur og falleg torg Taormina og svo skoðum grísk-rómverska leikhúsið þaðan sem gott útsýni er til Etnu, sem er helsta kennileiti Sikileyjar.
Verð: 23.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur, ferjusigling, hádegisverður með drykkjum í Taormina, aðgangur í grísk-rómverska leikhúsið, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn.
Ferð: Vínfræðsluferð og smökkun
Dagsetning: 14. október
Tími: kl 15:00 ca 4-5 klst.
Við kynnumst víngerðarhefð í Kalabríu og smökkum á framleiðslunni. Vínekrur í héraðinu hafa haldist mikið innan fjölskyldna þar sem hver kynslóðin á fætur annarri varðveitir aðferðir til vínræktunar. Við heimsækjum fjölskyldurekna vínframleiðslu, fræðumst um víngerðina og fáum að smakka dýrindis vín og smárétti frá svæðinu. Auðvitað gefst færi á að kaupa það sem smakkast best.
Verð: 8.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur, smökkun á 3-4 víntegundum, smáréttir, íslensk fararstjórn.
Ferð: Vindeyjar. Sigling og eldvirkni
Dagsetning: 15. október
Tími: kl 07:00 ca 12-13 klst.
Dásamleg sigling og einstakt tækifæri til að kynna sér fegurð nokkurra af hinum sjö Vindeyjum. (Aeolian eyjaklasinn). Farið verður á land í Stromboli, Lipari og Vulcano og siglt meðfram eyjunni Panarea.
Virk eldfjöll og stórkostlegt útsýni um Týrrenahafið einkenna þessa siglingu. Hver eyja hefur sína sérstöðu og persónuleika. Hægt er að fara í heilsubað í brennisteinshellunum í Vulcano, njóta útsýnisins frá bátnum yfir að „Sciara del Fuoco“ á Panarea eyjunni og virða fyrir eldvirknina og nýlegt hraun. Fallegi miðbærinn á Lipari eyjunni er líka augnayndi en einnig er mögulegt að fara í stutta rútuferð um eyjuna. Einnig verður farið í landi á Stromboli.
Verð: 13.900 ISK per mann
Innifalið í verði: Akstur, sigling, íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn.
Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000
Ath. Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða
Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.
Áhugavert að skoða í Calabria!
Ýmislegt er hægt að gera í Calabria og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.
![]() | Pentedattilo Pentedattilo ættu allir að heimsækja, en porpið var yfirgefið fyrir nokkrum árum síðan. Porpið hangir í fjallshlíð. |
![]() | Tropea Tropea er ein fallegasta borg Calabria þar sem sjórinn er blár og tær. Santa Maria dell’Isola klaustrið stendur upp á klett úti við sjó og sést úr öllum áttum borgarinnar. |
![]() | San Nicola Arcella Hér má finna Arco Magno klettaboga og varðturn Policastro flóa. |
![]() | Stilo Stilo er heimabær heimspekingsins Tommaso Campanella. |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.